Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

48. fundur 16. mars 2004 kl. 16:30 - 17:30

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn  í fundarsal bæjarskrifstofu,

Stillholti 16-18, þriðjudaginn 16. mars 2004 og hófst hann kl. 16:30.

 


Mættir:                            Kristján Sveinsson,

                                       Herdís Þórðardóttir,

                                       Björn S. Lárusson,

                                       Gunnar Sigurðsson.

                                       Magnús Guðmundsson.

 

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri og Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður.

 


 Dagskrá:

 

1. Viljayfirlýsing eigenda Reykjavíkurhafnar, Akraneshafnar, Grundartanga­hafnar og Borgarneshafnar, dags. 9. mars 2004, um   sameiningu hafnanna frá 1. janúar 2005 ásamt fréttatilkynningu.

  Lögð fram.

 

2. Bréf samgöngunefndar Alþingis, dags. 24. 2. 2004, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um hafnarvernd.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að skilið verði rækilega í lögunum milli farmverndar annars vegar og hafnarverndar hins vegar.

 

3. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 20. 2. 2004, þar sem tilkynnt er um hafnasambandsþing dagana 28. og 29. október n.k.

Lagt fram.

 

4. Deiliskipulag Akraneshafnar.

Á fundinn mætti Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.  Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa vegan tillögu að deiliskipulagi.  Ólöf fór yfir endanlegan uppdrátt og fyrirliggjandi greinargerð.  Hafnarstjórn samþykkir að tillagan fari til upphengingar og auglýsingar.  Hafnarstjórn leggur áherslu á að gert verði ráð fyrir byggingarreit á svæði ofan aðalhafnargarðs og að gert verði ráð fyrir staðsetningu ísverksmiðju.

 

5.  Málefni fiskmarkaðar.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og var honum falið að vinna áfram að málinu.

 

6. Bréf stjórnar Smábátafélags Akraness, dags. 11.3.2004, þar sem óskað er eftir aukinni viðlegu fyrir smábáta.

Lagt fram.  Vísað til framkvæmdaáætlunar hafnarinnar, en þar er á árinu 2005 gert ráð fyrir nýrri flotbryggju með þeim hætti sem stjórnin fjallar um

 

7. Önnur mál.

Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir gangi vinnu við hafnarvernd.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:30.

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00