Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

46. fundur 19. desember 2003 kl. 12:00 - 13:30

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, föstudaginn 19. desember 2003 og hófst hann kl. 12:00. 

Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
 Eiður Ólafsson,
 Björn S. Lárusson,
 Magnús Guðmundsson,
 Herdís Þórðardóttir.


Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason, hafnarstjóri sem einnig ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

 

1.   Deiliskipulag hafnarinnar.  Viðræður við fulltrúa Sementsverksmiðjunnar, Haraldar Böðvarssonar hf. og skipulagsfulltrúa.
 Til viðræðna voru mættir:  Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi, Gylfi Þórðarson, Gunnar H. Sigurðsson og Kristín Edwald af hálfu Smentsverksmiðjunnar og Haraldur Sturlaugsson og Björn Jónsson af hálfu Haraldar Böðvarssonar hf.
 Ýmis atriði fyrirliggjandi tillagna voru rædd.  Samþykkt að Ólöf Guðný vinni úr þeim upplýsingum sem fram komu og leggi nýja tillögu fyrir hafnarstjórn í janúarmánuði.

 

2.   Bréf Siglingastofnunar dags. 9.12.2003 varðandi framkvæmdir við þekju aðalhafnargarðs ásamt bréfi hafnarstjóra dags.1.12.2003.  Verksamningur við Skófluna hf. dags. 19. desember 2003.
 Hafnarstjóri gerðir grein fyrir atriðum varðandi verktímann.  Hafnarstjórn samþykkir samninginn.

 

3. Gjaldskrármál - tölvupóstur yfirhafnarvarðar dags. 1.12.2003.
Lagðar fram upplýsingar yfirhafnarvarðar.  Hafnarstjórn samþykkir að aflagjald verði frá og með 1. janúar 2004 1.28%.  Herdís tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.

 

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 13:30

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00