Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

44. fundur 10. nóvember 2003 kl. 14:53 - 13:15

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, mánudaginn 10. nóvember 2003 og hófst hann kl. 12:00.


 

Mættir voru:      Kristján Sveinsson, formaður,

                        Gunnar Sigurðsson,

                        Björn S. Lárusson,

                        Magnús Guðmundsson.

                         

Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem einnig ritaði fundargerð.


 Fyrir tekið:

 

1.  Viðræður við skipulagsfulltrúa um deiliskipulag hafnarinnar.

Til viðræðna mætti Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.  Hún verði grein fyrir vinnu við deiliskipulagningu hafnarinnar.  Farið var yfir ýmis atriði varðandi skipulagið og gert ráð fyrir að taka endanlega tillögu fyrir á næsta fundi hafnarstjórnar.

  

2. Fjárhagsáætlun ársins 2004.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu fjárhagsstærðum í áætluninni.  Samþykkt að vísa áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn. 

 

3. Staða mála varðandi Hafnavernd.  Tilnefning verndarfulltrúa.

Hafnarstjórn tilnefnir Þorvald Guðmundsson sem verndarfulltrúa og Júlíus Víði Guðnason sem staðgengil hans.  Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Hönnun hf., Rafhönnun hf. og Admon hf. um vinnu við gerð áhættumats og verndaráætlunar.

 

4. Auglýsing um útboð á þekju og lögnum á aðalhafnargarði.

Lögð fram.  Tilboð verða opnuð 11. nóvember n.k.

 

5. Bréf Siglingastofnunar, dags, 27.10.2003, varðandi umsókn um framlag vegna framkvæmda á Faxabryggju.

Lagt fram.

 

6. Bréf Siglingastofnunar, dags. 9.10.2003, um samgönguáætlun áranna 2005 ? 2008.

Hafnarstjóra falið að gera tillögu um óskir Akraneshafnar.

 

7. Bréf Grundartangahafnar, dags. 23.10.2003,  þar sem samningi um rekstur hafnarinnar er sagt upp um leið og óskað er viðræðna um nýjan samning.

Hafnarstjóra falið að vinna að málinu.

 

8. Önnur mál.

Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir því að gert er ráð fyrir að þriðji kraninn á Ferjubryggju verði settur upp í þessum mánuði. 

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:15

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00