Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

43. fundur 08. október 2003 kl. 16:00 - 17:00

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, 3. hæð, miðvikud. 8. október 2003 og hófst hann kl. 16:00.


Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
 Gunnar Sigurðsson,
 Eiður Ólafsson,
 Björn S. Lárusson.

 

Auk þeirra Gísli Gíslason hafnarstjóri og Þorvaldur Guðmundsson

yfirhafnarvörður.


Fyrir tekið:

 

1. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 30.9.2003, varðandi alþjóðlega siglingavernd.  Bréf Siglingastofnunar, dags. 26.9.2003, um sama efni.
Hafnarstjóri fór yfir málið og felur hafnarstjórn honum að taka upp viðræður
við Hönnun hf. um gerð samkomulags um að vinna að verkinu í samvinnu við
Grundartangahöfn.

 

2. Gjaldskrármál. Samantekt um helstu gjaldendur og bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 6.10.2003, ásamt afriti  bréfs Ólafs M. Kristinssonar, hafnarstjóra í Vestmannaeyjum, dags. 5.9.2003, einnig afrit af svarbréfi samgönguráðuneytis, dags. 30.9.2003.
Hafnarstjóri fór yfir málið.  Hafnarstjórn samþykkir að taka málið til frekari skoðunar.  Varðandi erindi Eimskipa um afslátt af gjöldum hafnarinnar þá samþykkir hafnarstjórn að fela hafnarstjóra að gera félaginu grein fyrir stöðu málsins og kynna því efni bréfs samgönguráðherra, sem lagt var fram á fundinum. Hafnarstjóri og formaður hafnarstjórnar gerði grein fyrir viðræðum við Guðmund Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Nesskipa hf. og ósk hans um ívilnun vegna gjalda.  Hafnarstjórn getur að svo stöddu ekki orðið við erindi um breytingar á gjaldskrá hafnarinnar.

 

3.   Bréf Haraldar Böðvarssonar hf., dags. 29.9.2003, þar sem óskað er samþykktar á annars vegar aðstöðu vegna mjölútskipunar við Bátabryggju og hins vegar uppsetningu á löndunarbúnaði fyrir losun á bræðslufiski.
 Hafnarstjórn samþykkir erindið enda verði ábyrgð á uppsetningu og rekstri á hendi eiganda búnaðarins.

 

 Björn Lárusson vék af fundi.

 

3. Tilboð í hús fyrir fiskmarkað.
Hafnarstjóri greindi frá viðræðum við fulltrúa Fiskmarkaðs Íslands og lagði fram tölulegar upplýsingar varðandi leiguverð.  Það er álit hafnarstjórnar að fyrirliggjandi tilboð séu of há og því samþykkir hafnarstjórn að hafna öllum framkomnum tilboðum.  Hafnarstjórn samþykkir að fá sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs á næsta fund hafnarstjórnar til þess að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni til að vinna áfram að málinu.

 

4. Önnur mál.
Þorvaldur gerði grein fyrir starfsmannamálum við höfnina.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  17:00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00