Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

42. fundur 24. september 2003 kl. 16:00 - 17:30

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, 3. hæð, miðvikud. 24. sept. 2003 og hófst hann kl. 16:00.


Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
 Gunnar Sigurðsson,
 Magnús Guðmundsson,
 Herdís Þórðardóttir,
Varafulltrúi; Vilhelm Jónsson.

Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem einnig ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

 

Formaður bauð Vilhelm Jónsson velkominn á sinn fyrsta fund.
 

1. Tilboð í fiskmarkaðshús við Faxabraut.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að taka upp viðræður við fulltrúa Fiskmarkaðar Íslands um leigu húsnæðisins.  Afstaða til fyrirliggjandi tilboða verður tekin þegar niðurstaða þeirra viðræðna liggur fyrir.

 

2. Bréf Eimskipa ehf., dags. 18.9.2003, þar sem óskað er eftir viðræðum varðandi gjaldskrá hafnarinnar.
Hafnarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og gera tillögu í málinu.

 

3. Bréf Siglingastofnunar, dags. 15.9.2003, varðandi útboð á þekju aðalhafnargarðs og stækkun Faxabryggju.
Lagt fram.  Hafnarstjóri og formaður hafnarstjórnar gerðu grein fyrir fundi sem þeir áttu með fulltrúum Siglingastofnunar miðvikudaginn 27. ágúst s.l.

 

4. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15.9.2003, ásamt bréf ríkisskattstjóra varðandi innheimtu virðisaukaskatts hafna.
Lagt fram.

 

5. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 19.9.2003, varðandi hafnafund 31. október 2003.  Þátttaka tilkynnist fyrir 15. október n.k.
Hafnarstjóra falið að tilkynna þátttöku á fundinum fyrir fulltrúa Akraneshafnar.

 

6. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22.9.2003, varðandi gjaldskrá hafna.
Yfirhafnaverði falið að senda umbeðnar upplýsingar.

 

7. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 19.9.2003, varðandi öryggisfræðslu fyrir hafnarstarfsmenn.
Yfirhafnaverði falið að afgreiða málið.

 

8. Löndunaraðstaða á Ferjubryggju.
Ákveðið að taka aðstöðuna formlega í notkun fimmtudaginn 2. október n.k.  Yfirhafnarverði falið að undirbúa málið.

 

9. Fjárlagabeiðnir 2004.
Lagðar fram.  Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim tillögum sem sendar hafa verið, en um er að ræða verkefni vegna sjóvarna, þekju á aðalhafnargarð og stækkun Faxabryggju.

 

10. Önnur mál.
Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir námskeið sem hann og annar starfsmaður hafnarinnar sóttu í Hollandi varðandi rekstur og meðferð dráttarbáta.


Farið var yfir lóðamál á hafnaskipulaginu m.a. varðandi Stjörnugrís hf og fiskmarkað.


Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir nýrri aðstöðu fyrir dráttarbátana og kostnað við að leggja út flotbryggju við Bátabryggjuna, sem dráttarbátarnir myndu liggja við.


Rætt var um nýjar kröfur um öryggi í höfnum og möguleika þess að láta aðila vinna verkáætlun vegna þess í samvinnu við Grundartangahöfn.  Af því tilefni samþykkir hafnarstjórn eftirfarandi:


?Hafnarstjórn Akraness beinir því til stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga að setja á laggirnar vinnuhóp til að fara yfir nýjar reglur um siglingaöryggi skipa og aðstoða hafnir við að hrinda þeim í framkvæmd.?


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00