Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

39. fundur 10. júní 2003 kl. 18:00 - 17:45

Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, þriðjud. 10. júní 2003 og hófst hann kl. 18:00.


Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
 Björn S. Lárusson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Magnús Guðmundsson,
Varafulltrúi: Eiður Ólafsson.

 

Auk þeirra Gísli Gíslason hafnarstjóri, sem einnig ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

 

1. Málefni fiskmarkaðar við Akraneshöfn.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og lagði fram drög að samkomulagi við Fiskmarkað Íslands ehf.  Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna áfram að málinu á grundvelli umræðna á fundinum og þeim drögum sem lögð voru fram.

 

2. Bréf Nótastöðvarinnar hf., dags. 5.6.2003, varðandi frágang lóðar.
Hafnarstjóra falið að ganga til samninga við bréfritara.

 

3. Bréf Einars Hermannssonar, dags. 2.6.2003, um námskeið stjórnenda dráttarbáta.
Lagt fram.

 

4. Beiðni Júlíusar Víðis Guðnasonar, dags. 5.6.2003, um styrk vegna námskeiðs stjórnenda dráttarbáta í Hollandi.
Hafnarstjóra ásamt yfirhafnarverði falið að ræða við bréfritara.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00