Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

37. fundur 28. apríl 2003 kl. 16:00 - 18:00

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, mánudaginn 28. apríl 2003 og hófst hann kl. 16:00.


Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
 Björn S. Lárusson,
 Gunnar Sigurðsson,
Magnús Guðmundsson,
 Herdís Þórðardóttir.

Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem einnig ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

1. Viðræður við stjórn Grundartangahafnar um ný hafnarlög, sameiginleg málefni o.fl.
Hafnarstjóri fór yfir ákvæði nýrra hafnarlaga og gerði grein fyrir helstu
ákvæðum laganna.  Ýmis mál voru rædd varðandi nýju hafnarlögin auk
þess sem rætt var um sameiginleg mál Akraneshafnar og
Grundartangahafnar.

 

2. Löndunaraðstaða smábáta, kranamál, klæðning á austurhluta Ferjubryggju o.fl.
Lögð var fram áætlun kostnað við kaup á tveimur krönum  frá Gróttu. 
Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að ganga frá pöntun á krönunum en
kostnaður við kaup þeirra er samtals kr. 2.615.500 auk þess sem kaupa
þarf dælustöð fyrir annan kranann.  Afhendingarfrestur er 30 dagar.  Um
er að ræða krana með um 1 tonn í lyftigetu og 7 metra armi.

Lögð var fram kostnaðaráætlun um klæðningu á Ferjubryggju. 
Hafnarstjóra er falið að kynna málið fyrir Siglingastofnun og leita eftir
heimild til að ganga til samninga um verkið.

 

3 Skoðunarferð á Snæfellsnes - ákvörðun um tímasetningu.
Hafnarstjórn samþykkir að heimsækja hafnir á Snæfellsnesi
föstudaginn 30. maí n.k.

 

4.      Önnur mál.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að ræða við Gunnar
Indriðason hjá Tækniþjónustunni Bíldshöfða um að Gunnar geri
frumáætlun um húsnæðisþörf fiskmarkaðarins á Akranesi auk
kostnaðaráætlunar auk þess sem hann kanni möguleika þess að staðsetja
markaðinn við höfnina.

Hafnarstjórn samþykkir að fara þess leit við olíufélögin að þau sameini á
einn stað þá aðstöðu sem þau hafa til afgreiðslu á olíu til smábáta.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00