Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

33. fundur 19. febrúar 2003 kl. 16:00 - 17:00

Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn  miðvikud. 19. febrúar 2003 á bæjarskrifstofunni við Stillholt 16-18 og hófst hann kl. 16:00.

______________________________________________________________

Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
 Magnús Guðmundsson,
 Björn S. Lárusson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Herdís Þórðardóttir.

Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.

______________________________________________________________

Fyrir tekið:

 

1. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 31.1.2003, varðand Bláfánann.
Lagt fram.

2. Bréf Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf. þar sem óskað er upplýsinga um leigusamning um Skipalyftuna.
Hafnarstjóra falið að svara erindinu.

3. Bréf Siglingastofnunar, dags.29.1.2003, varðandi fjárveitingar og framkvæmdir árið 2003.
Lagt fram.  Formaður hafnarstjórnar og hafnarstjóri gerðu grein fyrir viðræðum við fulltrúa Þorgeirs og Ellerts hf. þar sem m.a. kom fram að vegna verkefna hafnarinnar við dýpkun og niðurrekstur stálþils og breyttra reglna ríkisins um styrki þá verði ekki unnt að fara í endurbætur á skipalyftunni í Lambhúsasundi.

4. Lóðamál Faxabrautar 9.
Hafnarstjórn samþykkir að fresta um sinn útgáfu á nýjum lóðarleigusamningi vegna lóðarinnar þar til vinna við deliskipulag hafnarinnar er lengra komin.

5. Bréf Finns Magnússonar hdl. vegna Júlíusar Guðnasonar, dags. 10.2.2003, um bætur vegna slyss.
Hafnarstjórn samþykkir að fela yfirhafnarverði í samráði við lögmann hafnarinnar og VÍS að óska eftir sjóprófum i samræmi við efni bréfsins.  Yfirhafnarverði er einnig falið að senda bréfritara ljósrit úr dagbók Leynis og skýrslu til tryggingarfélagsins.  Af hálfu tryggingarfélags hafnarinnar hefur bótaskyldu verið hafnað og hefur hafnarstjóri sent bréfritara þá afstöðu.

6. Drög að yfirlýsingu vegna yfirtöku á þremur flotbryggjum.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi yfirlýsingu og felur hafnarstjóra að undirrita hana.

7. Staða framkvæmda við dýpkun og undirbúningur að útboði vegna stálþils.
Hafnarstjóri og yfirhafnarvörður gerðu grein fyrir stöðu málsins.  Ákveðið að fá fulltrúa Siglingastofnunar á fund hafnarstjórnar þegar útboðslýsing liggur fyrir.

8. Erindi Haraldar Böðvarssonar hf. vegna löndunar á loðnu og lesturnar á mjöli.
Lagðar voru fram teikningar vegna bráðabirgðaaðstöðu vegna löndunar á loðnu á meðan framkvæmdum við stálþil stendur.  Einnig teikningar með hugmyndum að lestun mjöls frá Bátabryggju með færibandi.  Hafnarstjórn samþykkir að bráðabirgðalöndun loðnu verði með þeim hætti sem fyrirtækið leggur til.  Hafnarstjórn tekur jákvætt í hugmyndir að breyttri lestun á mjöli en vísar umfjöllum um þann þátt til endurskoðunar á deiliskipulagi hafnarinnar.

9. Endurskoðun á deiliskipulagi hafnarinnar.
Formaður gerði grein fyrir viðræðum sínum við skipulagsfulltrúa.  Gert er ráð fyrir að taka málið fyrir í næsta mánuði og stefna þá að fundi með hagsmunaðilum til að kynna þær hugmyndir sem þá liggja fyrir.

10. Önnur mál.
Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir viðgerðum á smábátabryggju og hafnarstjóri sagði frá viðræðum við starfsmenn Fiskistofu um vigtun á afla.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00