Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

31. fundur 18. nóvember 2002 kl. 12:00 - 13:00

Fundur hafnarstjórnar Akraness var  haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, mánudaginn 18. nóvember 2002 og hófst hann  kl. 12:00.

_____________________________________________________________

 

Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
 Valdimar Þorvaldsson,
 Björn S. Lárusson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Herdís Þórðardóttir.

Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.

_____________________________________________________________

 

Fyrir tekið:

1. Fjárhagsáætlun ársins 2003.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi áætlun með þeim breytingum sem samþykktar hafa verið.  Áætluninni vísað til umfjöllunar bæjarstjórnar.

 

2. Minnisblað hafnarstjóra varðandi lóðsþjónustu, framkvæmdir o.fl.
Lagt fram.

 

3. Umsókn til fjárlaganefndar varðandi framkvæmdir í Akraneshöfn.
Lagt fram.

 

4. Erindi Þorgeirs og Ellerts hf., dags. 8.11.220, varðandi viðhaldsframkvæmdir  á skipalyftu.
Hafnarstjórn samþykkir að fela formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra að ræða við forráðamenn Þorgeirs og Ellerts hf.

 

5. Önnur mál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa Siglingastofnunar og Haraldar Böðvarssonar hf. um hvernig leysa megi löndunarmál fyrirtækisins á meðan framkvæmdum við niðurrekstur stálþils stendur.  Gert er ráð fyrir að kaup á stálþilinu verði boðið út í desembermánuði og miðað við að framkvæmdir hefjist um mánaðarmót mars ? april.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00