Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

27. fundur 11. september 2002 kl. 16:00 - 18:00

Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn miðvikudaginn 11. september
2002 í fundarsal á bæjarskrifstofunni við Stillholt 16-18 og hófst hann  kl.16:00.

Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
 Valdimar Þorvaldsson,
 Björn S. Lárusson,
 Herdís Þórðardóttir.
Varafulltrúi Eiður Ólafsson.

Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Fyrir tekið:

1. Viðræður við fulltrúa Siglingastofnunar varðandi dýpkun Akraneshafnar.
Mættir voru til viðræðna Gísli Viggósson, Kristján Helgason og Sigurður Áss Grétarsson.  Farið var yfir forsendur dýpkunar, niðurrekstur stálþils og
endurröðun á grjótgarði. 

Hafnarstjórn samþykkir að fela Siglingastofnun að bjóða út framkvæmdir við dýpkun, en stjórnin mun taka afstöðu til verktilhögunar við niðurrekstur stálþils þegar frekari upplýsingar liggja fyrir, en að miðað verði þó við að sú framkvæmd hefjist í apríl á næsta ári.

2. Tillaga frá fundi bæjarstjórnar 27. ágúst s.l. um framkvæmdir í Akraneshöfn.
Hafnarstjórn samþykkir að visa tillögunni til umfjöllunar um deiliskipulag
hafnarinnar.

3. Bréf Finns Magnússonar hrl. dags. 3. sept. 2002 varðandi málefni Júlíusar Víðs Guðnasonar.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og hefur hann ítrekað við tryggingarfélag hafnarinnar að fá endanlega niðurstöðu í athugun þess á málinu.

4. Skipulagning þings Hafnarsambands sveitarélaga 10. og 11. október 2002.
Hafnarstjórir gerði grein fyrir stöðu málsins.

5. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 4. sept. 2002, þar sem boðað er 33.  ársfundar hafnasambandsins, dagana 10. og 11. okt. n.k. á Akranesi.
Afgreiðslu á tilnefningu fulltrúa frestað til næsta fundar.

6. Deiliskipulag Akraneshafnar.
Hafnarstjórn samþykkir að fara þess á leit við bæjarráð að skipulagsfulltrúi bæjarins vinni að endurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðisins.

7. Rekstrar- og framkvæmdayfirlit m.v. 7. 9. 2002.
Lagt fram.

8. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2003.
Málið rætt.

9. Önnur mál.
Valdimar nefndi þá hugmynd að setja tenglakassa á flotbryggjunni og hlið
niður á bryggjuna sem kæmi í veg fyrir óviðkomandi aðgang. 
Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur um
sölu rafmagns.  Samþykkt að yfirhafnarvörður fái kostnaðaráætlun í þessi
tvo verkefni.
Yfirhafnarvörður gerðir grein fyrir því að Eiríkur Jónsson mun hætta störfum og er honum falið að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00