Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

26. fundur 04. júlí 2002 kl. 12:00 - 13:00

Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn fimmtud. 4. júlí 2002
á bæjarskrifstofunni við Stillholt 16-18 og hófst hann kl. 12:00.

Mættir voru: Kristján Sveinsson, formaður,
 Valdimar Þorvaldsson,
 Björn S. Lárusson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Eiður Ólafsson

Auk þeirra Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnarvörður og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Fyrir tekið:

1. Undirbúningur dýpkunarframkvæmda við höfnina.  Dýptarmælingar Jarðfræðistofu Kjartans Thors.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.  Fyrir liggur að rannsóknum er lokið og útboðsgögn eru í vinnslu.  Gert er ráð fyrir að mögulegt verði að vinna að verkinu í ágúst og september.

2. Bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 12.6. 2002, varðandi samkomulag um sölu vatns.  Málefni varðandi rafmagnssölu, endurnýjun vatnslagna o.fl.
Lagt fram.  Yfirhafnarvörður gerði grein fyrir viðræðum við Jón Bjarna Gíslason varðandi lagfæringu á vatnslögnum bryggjunnar og er honum falið að halda áfram með málið.

3. Afrit bréfa Birgis Tjörva Péturssonar hdl. vegna erindis Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur til Eftirlitsstofnunar EFTA.
Lagt fram.  Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu og er honum falið að ræða við forráðamenn Þorgeirs og Ellerts hf.

4. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um tilnefningu fulltrúa í starfshóp til að vinna að samkomulagi um nýtt frumvarp til hafnarlaga.  Vinnugögn varðandi fyrirliggjandi drög að frumvarpi.
Hafnarstjóri gerðri grein fyrir stöðu málsins.

5. Bréf VÍS varðandi breytingar á tryggingum hafnsögumanna.
Lagt fram.

6. Hafnarsambandsþing á Akranesi 24. og 25. október 2002.
Málið rætt.

7. Önnur mál.
Þorvaldur greindi frá því að nauðsynlegt væri að endurnýja fríholt á Faxabryggju.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00