Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

24. fundur 22. apríl 2002 kl. 16:00 - 17:15

Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu,
Stillholti 16-18, mánud. 22. apríl 2002 og hefst hann kl. 16:00.

Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
 Þorsteinn Ragnarsson,
 Ágústa Friðriksdóttir,
 Herdís Þórðardóttir.

Auk þeirra yfirhafnarvörður, Þorvaldur Guðmundsson og  hafnarstjóri, Gísli Gíslason.

Fyrir tekið:

1. Erindi Finns Guðmundssonar lögfr., f.h. Júlíusar Víðis Guðnasonar, dags. 6.4.2002, um tjón af völdum slyss.
Hafnarstjórn vísar erindinu til umfjöllunar tryggingarfélags hafnarinnar.

2. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 27.3.2002, um drög að nýjum lögum Hafnasambandsins.
Lagt fram.

3. Bréf Siglingastofnunar, dags. 19.3.2002, þar sem fram kemur að óheimilt er að bjóða út framkvæmdir við upptökumannvirki sem styrktar eru af ríkinu. Drög að leigusamningi um upptökumannvirki og gögn varðandi heimildir til styrkja.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu auk þess sem hann hefur rætt við forráðamenn Þorgeirs og Ellerts hf.  Með vísan til þeirra reglna sem fram koma í framlögðum gögnum samþykkir hafnarstjórn að segja upp leigusamningi um skipalyftuna og fela hafnarstjóra að gera Þorgeiri og Ellert hf. grein fyrir stöðu málsins og taka upp viðræður um framhald þess.

4. Bréf Landverndar, dags. 7.2.2002, um Bláfánann ? Umhverfismerki fyrir smábátahafnir og baðstrendur.
Lagt fram.

5. Bréf hafnarstjórans í Reykjavík, dags. 10.3.2002, um framtíðarstefnu Reykjavíkurhafnar og framtíðarsýn.
Lagt fram.

6. Bréf samgönguráðuneytis, dags. 16.4.2002, þar sem send er til kynningar skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd langtímaáætlunar í öryggismálum sjófarenda fyrir árin 2001-2003.
Lagt fram.

7. Uppbygging við Hafnarbraut ? erindi Skóflunnar hf. og Akurs hf.
Hafnarstjóra falið að gera viðkomandi aðilum grein fyrir afstöðu hafnarstjórnar.

8. Starfsmannmál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.

9. Önnur mál.

9.1. Vatnsmál á höfninni.
Yfirhafnarverði falið að láta vinna verk- og kostnaðaráætlun um 
lagfæringu vatnslagna á Bátabryggju.

9.2. Ný hafnarlög.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00