Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

22. fundur 27. febrúar 2002 kl. 16:00 - 17:15

Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, miðvikud. 27. febrúar 2002 og hófst hann kl. 16:00.


Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
 Þorsteinn Ragnarsson,
 Ágústa Friðriksdóttir,
 Elínbjörg Magnúsdóttir.

Auk þeirra yfirhafnarvörður, Þorvaldur Guðmundsson og hafnarstjóri, Gísli Gíslason.

Fyrir tekið:

1. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 14.2.2002, um aukafund sambandsins þann 1. mars nk. kl. 10:00. Lagt fram.   Guðmundur Vésteinsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Þorvaldur Gðmundsson, Þorsteinn Ragnarsson og Gísli Gíslason munu sækja fundinn.
 2. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 22.2.2002, varðandi fundarboð í starfshópi um ný hafnalög fimmtud. 28. febrúar nk. kl. 12:00.
Lagt fram.

3. Bréf bæjarritara, dags. 21.2.2002, varðandi afgreiðslu bæjarráðs á erindi samgöngunefndar Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til hafnalaga.
 Hafnarstjórn mun að loknum aukafundi Hafnarsambands sveitarfélaga ganga frá umsögn um málið.

4       Fundargerð stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga frá 8. febrúar 2002.
Lögð fram.

5. Bréf samgönguráðuneytis, dags. 21.2.2002, varðandi hafnaáætlun 2001-2004, þar sem áætlað er að veita ríkisstyrki til nokkurra  framkvæmda við upptökumannvirki m.a. við Akraneshöfn. Um upptökumannvirki gilda reglur ESB um ríkisstyrki til samkeppnisrekstrar.
Lagt fram. 

6       Starfsmannamál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.  Hafnarverði og yfirhafnarverði falið að afla frekari upplýsinga.

7.      Undirbúningur framkvæmda.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.

8.      Ársreikningur hafnarsjóðs Akraness fyrir árið 2001.
Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn og vísar honum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

9.      Sala á vatni og rafmagni til skipa.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur um vatnssölu og sölu á rafmagni.

10.     Fasteignir við Hafnarbraut 16.
 Málið rætt.  Ákveðið að afla frekari upplýsinga.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00