Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

18. fundur 01. nóvember 2001 kl. 16:00 - 17:30

Fundur  hafnarstjórnar Akraness var haldinn í fundarsal  bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, fimmtudaginn 1.  nóvember 2001 og hófst hann  kl. 16:00.

Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
 Þorsteinn Ragnarsson,
 Ágústa Friðriksdóttir,
 Herdís Þórðardóttir,
 Elínbjörg Magnúsdóttir.

Auk þeirra yfirhafnarvörður, Þorvaldur Guðmundsson og hafnarstjóri, Gísli Gíslason.

Fyrir tekið:

1. Erindi Sementsverksmiðjunnar hf. varðandi nýjan búnað til lestunar á sementi og aðstöðu við sementstanka við Faxabraut.  Bæjarráð óskar eftir umsögn hafnarstjórnar um erindið.
Hafnarstjórn telur augljósa annmarka á því fyrirkomulagi sem óskað er eftir að verði tekið upp varðandi lestun á sementi og leggur til að leitað verði annarra lausna. 

2. Erindi til fjárlaganefndar varðandi framkvæmdir í Akraneshöfn árið 2002 og landbrotsframkvæmdir.
Lögð fram.

3. Undirbúningur að fjárhagsáætlun ársins 2002.
Lögð fram drög að áætlun.  Ákveðið að fjalla frekar um  málið á næsta fundi.

4. Bréf Fiskistofu dags. 12.10.2001 varðandi vigtun á sjávarafla ásamt samkomulagi Akraneshafnar og Haraldar Böðvarssonar hf. þar um.
Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að afgreiða málið.

5. Umsókn um styrk úr Tæknisjóði Íslands.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir þátttöku í rannsóknarverkefni varðandi veiðarfæraþróun, en stærstu aðilar verkefnisins eru Háskóli Íslands, Skaginn hf. , Marsel hf. og Hafrannsóknarstofnun.

6. Bréf Hönnunar, dags. 26. okt. 2001, varðandi áætlun fyrir hönnun endurbóta á aðalhafnargarði og veituþjónustu á hafnarsvæðinu.
Hafnarstjórn samþykkir tilboð varðandi veitulagnir á hafnarsvæðinu en felur hafnarstjóra að leita umsagnar Siglingastofnunar á tilboði í endurbætur á aðalhafnargarði.
 
7. Kynning á Akraneshöfn og fyrirtækjum sem tengjast hafnarstarfsemi.
Hafnarstjóri greindi frá fundi sem hann, formaður hafnarstjórnar og yfirhafnarvörður áttu nýlega varðandi markaðssetningu hafnarinnar.  Samþykkt að fela hafnarstjóra að undirbúa útgáfu kynningarbæklings fyrir höfnina í því skyni að vekja athygli útgerða á kostum þess að landa afla á Akranesi.  Ennfremur er hafnarstjóra falið að undirbúa þátttöku hafnarinnar ásamt öðrum fyrirtækjum á Akranesi á Sjávarútvegssýningunni sem haldin verður haustið 2002.
 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00