Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

16. fundur 13. september 2001 kl. 16:00 - 17:00

Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn fimmtud. 13. sept.  2001
 í Hafnarhúsinu v/Faxabraut og hófst hann kl. 16:00.

Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
 Þorsteinn Ragnarsson,
 Ágústa Friðriksdóttir,
 Herdís Þórðardóttir,
 Elínbjörg Magnúsdóttir.

Auk þeirra yfirhafnarvörður, Þorvaldur Guðmundsson og hafnarstjóri, Gísli Gíslason.

Fyrir tekið:

1. Fundargerð stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga frá 31.5.2001.
Lögð fram.

2. Hafnaáætlun 2003-2006. Bréf Siglingastofnunar, dags. 7.9.2001.
Hafnarstjóra falið að senda tillögur hafnarstjórnar í samræmi við umræður á fundinum.


3. Starfsmannamál.
Hafnarstjórn samþykkir að auglýsa eftir hafnarverði vegna stöðu sem losnar um n.k. áramót.  Hafnarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi við Smára Guðnason, sem gegnt hefur starfi hafnarvarðar frá fyrrihluta árs 2000.

4. Dagskrá ársþings Hafnasambands sveitarfélaga í Fjarðarbyggð 5. og 6. október nk.
Lögð fram.

5. Viðhaldsverkefni.
Hafnarstjóri greindi frá vinnu við endurbótum á hafnarhúsinu o.fl.   Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með vinnu sumarstarfsmanna að umhverfisverkefnum við höfnina.


6. Bréf FFSÍ, dags. 27.7.2001, um mikilvægi þess að þeir sem veljist til starfa hjá höfnum landsins hafi þekkingu og menntun á sviði skipsstjórnar, siglinga og meðhöndlun skipa.
Lagt fram.


7. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga, dags. 6.9.2001, varðandi vöktunarkerfi fyrir hafnir.
Hafnarstjórn  getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu, en mun fylgjast með þróun mála hjá öðrum höfnum.


8. Bréf Sementsverksmiðjunnar hf., dags. 31.8.2001, þar sem spurst er fyrir um afnot af uppfyllingu austan við Faxabryggju fyrir þvottaplan, vog ásamt skúr og hugsanlega lítil síló til lestunar á bíla.
Formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.


9. Ársskýrsla Siglingastofnunar.
Lögð fram.


10. Tillaga varðandi flutninga á sjó.
Hafnarstjórn Akraness samþykkir að beina þeirri áskorun til samgönguráðherra og umhverfisráðherra að þeir beiti sér fyrir því að snúa við þeirri óheillaþróun sem á sér stað með því að flutningar er í auknum mæli að færast af sjó á vegi landsins.   Slík þróun hefur m.a. í för með sér verulega aukna slysahættu, mengun og slit á vegum og er því hagkvæmara að stuðla að auknum sjóflutningum.

11. Undirbúningur framkvæmda við aðalhafnargarð.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.


12. Endurbætur á rafmagni og vatnsleiðslum á hafnarsvæðinu.
Hafnarstjóra falið að láta gera verk- og kostnaðaráætlun yfir það sem gera þarf í þessu efni.

 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00