Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

14. fundur 07. júní 2001 kl. 16:00 - 17:00
Fundur í hafnarstjórn Akraness var haldinn fimmtud. 7. júní 2001 á skrifstofu Akraneskaupstaðar við Stillholt 16-18 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
 Þorsteinn Ragnarsson,
 Ágústa Friðriksdóttir,
 Herdís Þórðardóttir,
 
Auk þeirra Gísli Gíslason hafnarstjóri, Þorvaldur Guðmundsson, yfirhafnavörður og Hannes Fr. Sigurðsson, sviðsstjóri fyrirtækjasviðs.
Fyrir tekið:
1. Fundargerð stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga frá 11. maí sl.
Lögð fram.
2. Tilboð í framkvæmdir við hafnarhúsið.
Eitt tilboð barst frá Trésmiðjunni Akri og samþykkir hafnarstjórn að fela hafnarstjóra að ganga frá samningi um verkið.
3. Umhverfismál:
· Verkefni vinnuhóps.
· Slitlag á hafnarsvæðinu.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir lagningu slitlags á gangstétt og opið svæði við Faxabraut.  Hannes og Þorvaldur fóru yfir verkefni vinnuhóps við höfnina, sem eru m.a. fjöruþrif, málun bryggjukanta o.fl. 
Rætt var um framkvæmdir á Breiðinni, en þar er nú búið að setja upp rusladall.  Ákveðið var að setja bekk og salerni á svæðið og lagfæra aðgengið út í vita.
 
4. Undirbúningur framkvæmda við aðalhafnargarð.
Hannes gerði grein fyrir málinu.  Hannesi falið að undirbúa gerð samnings um hönnun verksins.
 
5. Önnur mál.
Lögð voru fram gögn um raforkusjálfsala í höfnum.  Kerfið er í notkun í Reykjavíkurhöfn.
6. Starfsmannamál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00