Fara í efni  

Hafnarstjórn (2000-2004)

7. fundur 04. september 2000 kl. 17:00 - 19:00
Fundur hafnarstjórnar Akraness var haldinn mánud. 4. sept. 2000
í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 17:00.

Mættir voru: Guðmundur Vésteinsson, formaður,
Pétur Ottesen,
Þorsteinn Ragnarsson.

Auk þeirra yfirhafnarvörður, Þorvaldur Guðmundsson og hafnarstjóri Gísli Gíslason.

Formaður setti fundinn.

Fyrir tekið:

1. Bréf Haraldar Böðvarssonar hf., dags. 15.8.2000, um landanir úr frystitogurum á Faxabryggju. Óskað er eftir heimild til að setja upp löndunarskýli og aðgerðir til að unnt verði að afhenda rafmagn á 10-15 frystigáma.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við framkvæmdastjóra Semenstverksmiðjunnar um málið.
Hafnarstjórn samþykkir erindið og felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði nánari útfærslu málsins í samræmi við hafnarreglugerð.

2. Erindi Þorgeirs og Ellerts hf., ódags., um áætlun um framkvæmdir við skipalyftu, skipastæði og vagna árin 2000 og 2001.
Hafnarstjóra falið að afgreiða málið í samræmi við fjárhagsáætlun.

3. Fundargerð stjórnar hafnasambands sveitarfélaga frá 20.6.2000.
Funargerðin lögð fram.

4. Rekstrar- og framkvæmdayfirlit m.v. 30.8.2000. Heimild til töku langtímaláns vegna kaupa á lóðsbát.
Rekstrar-og framkvæmdayfirlit lagt fram.
Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra töku langtímaláns vegna kaupa á lóðsbát, allt að kr. 30.000.000.-

5. Gjaldskrá vegna lóðsbátsins Leynis.
Hafnarstjórn samþykkir eftirfarandi gjaldskrá fyrir lóðsbátin Leyni.
Sigling, bið að 2 klst., lággmarksgjald fyrir vinnu utan Akraneshafnar, kr. 18.964. ? pr. klst.
Vinna við skip utan Akraneshafnar kr. 2,80 pr. brúttórúmlest á klst.. Lágmark kr. 18.964.-
Vinna við skip í Akraneshöfn, biðtími yfir 2 klst. utan hafnar, kr. 13.478.-

6. Áætlun um framkvæmdir árið 2001. Erindi til fjárlaganefndar Alþingis.
Hafnarstjóra falið að senda erindi til fjárlaganefndar Alþingis í samræmi við framkvæmdaáætlun hafnarinnar.
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00