Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

35. fundur 20. apríl 2010 kl. 17:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Dýrahald - breyting á samþykkt - 2010.

1004012

Bréf bæjarstjórnar dags. 14. apríl 2010 þar sem tilkynnt er að framkvæmdaráði verði falin fullnaðarafgreiðsluheimild til að afgreiða hundamál sbr 49. gr. samþykkta um stjórn Akraneskaupstaðar.
Tillaga um nýjar samþykktir fyrir hunda- og kattahald á Akranesi ásamt nýrri samþykkt um búfjárhald og vinnureglur um úthlutun á slægjustykkjum og umgengnisreglur á beitarlandi.


Framkvæmdaráð samþykkir að vísa ofangreindum samþykktum og reglum til formlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn. Jafnframt leggur framkvæmdaráð til við bæjarstjórn að samþykkt bæjarstjórnar um að kosið verði um leyfi til hundahalds samhliða sveitastjórnakosningum verði felld úr gildi.

2.Götuljós.

1004013

Drög að þjónustusamningi við Orkuveitu Reykjavíkur um afhendingu á orku og viðhald á útilýsingu fyrir Akraneskaupstað.


Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu. Ákveðið að taka málið til nánari umfjöllunar á næsta fundi þegar betri upplýsingar liggja fyrir.

3.Dýrahald - Fundargerðir starfshóps 2010.

1003046

Fundargerð 5. fundar starfshóps um endurskoðun reglna um dýrahald.

Framkvæmdaráð færir starfshópnum þakkir fyrir unnin störf. Fundargerðin lögð fram.

4.Bíóhöllin - endurbætur

901158

Drög að verksamningi við MVM ehf um endurbætur á Bíóhöllinni utanhúss. Samningsfjárhæð er kr. 18.231.920.- og verktími 1. maí - 1. ágúst 2010. Heildar kostnaður við verkið á árinu er áætlaður 23 milljónir króna þ.m.t. hönnunar- og eftirlitskostnaður, lýsing í þakskeggi og endurbætt frárennsli af þaki.


Framkvæmdaráð samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra nauðsynlegan frágang samningsins.

5.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - rekstur íþróttavallar.

912005

Bréf Knattspyrnufélags ÍA dags. 13. apríl 2010 þar sem félagið segir sig frá frekari viðræðum um yfirtöku á rekstri Akranesvallar og Akraneshallar.
Viðræður við Hörð Jóhannesson, rekstrarstjóra.


Framkvæmdaráð fjallaði um bréf knattspyrnufélagins og fór yfir þær ábendingar sem þar komu fram. Framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir viðbótar fjárveitingu til viðhalds og rekturs vallarsvæðsins og fasteigna á Jaðarsbökkum að upphæð 5,5 milljónir króna. Framkvæmdastjóra falið að leggja fyrir framkvæmaráð nánari tillögu um ráðstöfun fjárins.

6.Merking gatna 2010.

1003186

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 14. apríl 2010, þar sem nefndin ályktar um nauðsyn þess að yfirborðsmerkingum gatna sé vel sinnt, enda ótvírætt gildi fyrir öryggi akandi og gangandi umferðar.


Framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir viðbótarfjárveitingu að fjárhæð 2. millj. til yfirborðsmerkinga gatna.

7.Fjárhagsáætlun 2010 - Framkvæmdastofa

911039

Bréf rekstrarstjóra Vinnuskólans dags. 14. apríl 2010 varðandi fjárveitingu til viðhalds verkfæra, áhalda og vinnuskúrs fyrir Vinnuskólann samtals að fjárhæð 2,9 milljónir króna. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu, en í fjárhagsáætlun var ekki áætlað fyrir þessum liðum, heldur gert ráð fyrir að sækja þurfi um slíkar fjárveitingar í sérstakan "pott" sem bæjarráð úthlutar úr.

Framkvæmdaráð mælir með því við bæjarráð að fjárveiting verði veitt í samræmi við framkomna beiðni.

8.Gangstígur meðfram Innnesvegi frá Víkurbraut að Garðagrund-Útboð

1002047

Niðurstaða verðboða í gangstíg: Skóflan hf kr. 5.675.000.- Þróttur ehf kr. 6.278.000.- Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar kr. 6.262.000.- Þróttur ehf. kr. 6.278.000.- BóB sf Vinnuvélar kr. 6.729.000.- Áætlaður kostnaður við verkið er 6,5 milljón krónur þ.m.t. hönnun og eftirlitskostnaður.

Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samkomulagi við verktaka um verkið.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00