Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

40. fundur 01. júlí 2010 kl. 18:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Golfklúbburinn Leynir - framkvæmdasamningur

1001061

Minnisblað formanns vallarnefndar Gl dags. 30.6.2010. Nefndin fer þess á leit við Framkvæmdaráð að gerður verði nýr samningur um byggingu vélaskemmu þar sem komið verði til móts við þarfir klúbbsins sem hann telur að skemman þurfi að uppfylla til að nýtast klúbbnum.

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra framkvæmdastofu að vinna áfram að málinu.

2.Markaðssetning lóða.

909072

Minnisblað formanns Framkvæmdaráðs dags. 28.6.2010, varðandi úthlutun byggingalóða á Akranesi.

Framkvæmdastofu falið að afla frekari upplýsinga um málið.

3.Millifærð vinna sérfræðinga

1006158

Framkvæmdastjóri leggur til að frá og með 1. júlí 2010 verði hætt að millifæra vinnu sérfræðinga í verkbókhaldi Akraneskaupstaðar sem starfa á vegum Framkvæmdastofu að undantekinni vinnu sem skila ber virðisaukaskatti af til skattyfirvalda.

Framkvæmdaráð samþykkir tillögu framkvæmdastjóra og leggur til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00