Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

94. fundur 07. mars 2013 kl. 17:00 - 18:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Sveinn Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Fjallskilasamþykkt - fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorrada

1202233

Erindi sem bæjarstjórn vísar til framkvæmdaráðs.

Afgreiðslu frestað og framkvæmdastjóra falið að afla nánari upplýsinga.

2.Fasteignaviðhald 2013

1303044

Sundurliðun viðhaldsáætlunar - kynning

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir sundurliðun áætlunarinnar milli fasteigna sveitarfélagsins.

Í áætluninni er gert ráð fyrir kostnaði vegna uppfærslu "Byggingarstjóra" og innleiðingu.

Framkvæmdaráð samþykkir áætlunina eins og hún liggur fyrir en óhjákvæmilegar breytingar sem nauðsynlegt kann að vera að gera á árinu verða kynntar fyrir ráðinu um leið og þær liggja fyrir.

3.Íþróttahús Vesturgötu og Bjarnalaug - áhaldakaup

1302146

Erindi forstöðumann íþróttamannvirkja sem bæjarráð vísar til framkvæmdaráðs

Forstöðumaður íþróttamannvirki sendi bæjarráði erindi og umsókn um fjármagn úr sameiginlegum sjóði til viðhalds áhalda að fjárhæð kr. 922.000,- vegna tækjabúnaðar sem nauðsynlegt er að endurnýja í Bjarnalaug og Íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Framkvæmdaráð mælir með því við bæjarráð að erindið verði samþykkt.

4.Rekstur tjaldsvæðis og salerna 2013

1211115

Framkvæmdastjóri lagði fram og kynnti útboðsgögn vegna fyrirhugaðs útboðs á rekstri tjaldsvæðis og umsjón með almenningssalernum í Garðalundi og við Langasand. Gert er ráð fyrir að samningstími verði 3 ár eða til 30. apríl 2016.
Í útboðsgögnum er gengið út frá því að reksturinn sé að öllu leiti í höndum verktaka og hann beri allan rekstrarkostnað að undanskildum fasteignagjöldum, tryggingum o. fl. sem nánar er skilgreint í gögnum.
Tekjur vegna rektrarins renna í heild til verktaka og ákvörðun um gjaldskrá verður í hans höndum.
Gögnin gera ráð fyrir að nýr rekstraraðili taki við rekstrinum 1. maí n.k.

Framkvæmdaráð óskar eftir að uppsagnarákvæði gagnanna verði skoðuð nánar en heimilar framkvæmdastjóra að auglýsa útboðið.

5.Fjáröflun og styrkir íþróttafélaga

1303027

Kynning erinda sem borist hafa frá KFÍA. 3. fl., Golfklúbbi og VÍFA.

Framkvæmdastjóri kynnti málið.

6.Einigrund 2 - tilboð um kaup á íbúð 0303 (210-2549)

1303062

Munnlegt tilboð eiganda um kaup á eigninni.

Framkvæmdastjóri lagði fram upplýsingar um stærð eignarinnar, Þinglýsingarvottorð og lánayfirlit frá Íbúðalánasjóði.

Framkvæmdaráð felur formanni ráðsins að ræða við formenn fjölskyldu- og bæjarráðs um afgreiðslu málsins.

7.Strætó á Akranesi - breyting á akstursleið 2013

1302158

Borist hefur erindi frá þjónustufyrirtækjum við ofanverða Smiðjuvelli þar sem vakin er athygli á vöntun á tengingu almenningssamgangna við svæðið.

Framkvæmdastjóri kynnti tillögu sem er í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00