Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

53. fundur 01. mars 2011 kl. 17:00 - 18:20 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Einar Benediktsson formaður
 • Sveinn Kristinsson aðalmaður
 • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
 • Dagný Jónsdóttir varamaður
 • Guðný Jóna Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Félag hundaeigenda á Akranesi

1002158

Viðræður við Snorra Guðmundsson, formann félags hundaeigenda um ýmis mál varðandi hundahald.

Ræddar voru áhugaverðar hugmyndir framkvæmdastjóra um að stækka og girða af hundasvæði við Miðvog. Framkvæmdastjóra falið að kanna kostnað við að girða svæðið.

2.Hundaleyfi - skrán.137

1009042

Afrit af kæru til úrskurðarnefndar vegna afturköllunar hundaleyfis og krafa um frestun á réttaráhrifum ákvörðunarinnar.

Lagt fram.

3.Rekstur Akranesvallar og -hallar og æfingasvæðis að Jaðarsbökkum.

1010008

Bréf KFÍA vegna rekstrarsamnings um Akraneshöll og vallarsvæði.

Gunnar Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið. Gildandi fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2011 vegna Akranesvallar og Akraneshallar fara ekki saman við áætlun KFÍA. Því sér framkvæmdaráð sér ekki fært að ganga til samninga við félagið á þessum grundvelli.

Framkvæmdastjóra falið að svara bréfritara.

4.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2011

1102355

Rekstraryfirlit 1. jan. til 31. jan. 2011

Lagt fram.

5.Útboð - sláttur á opnum svæðum.

1011129

Ákvörðun um val á verktaka

Framkvæmdastjóri upplýsti að lægstbjóðandi uppfyllti uppsettar kröfur í útboðsgögnum og hefur lagt m.a. fram verktryggingu.

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi við Brynjólf Ottesen.

6.Grundaskóli / Kennslueldhús/ Undirbúningur framkvæmda

1001014

Niðurstaða útboðs og val á verktaka

Tilboðin sem bárust í verkið "Grundaskóli-kennslueldhús" eru: TH ehf. kr. 32.873.3600,- Adakris uab kr. 34.231.740,- Sjammi ehf. kr. 34.596.808,- Gunnar S. Ragnarsson kr. 37.457.833,- Akur hf. kr. 38.972.480,- Kostnaðaráætlun hönnuða kr. 41.863.442,-

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda, TH ehf. Framkvæmdaráð felur einngi framkvæmdastjóra að leita eftir tilboðum í raftæki í eldhúsið en útboðsgögn liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00