Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

91. fundur 17. janúar 2013 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Sveinn Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Starf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu og Skipulags- og umhverfisstofu.

1211001

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri mætir á fund ráðsins.

Ráðið felur bæjarstjóra að annast auglýsingu starfsins eins fljótt og verða má.

2.Viðhaldsframkvæmdir 2013 - framlag

1211111

Umfjöllun um samþykkt bæjarstjórnar frá 13. nóv. 2012.

Framkvæmdaráð fór yfir tillögu Framkvæmdastofu og samþykkir að leggja hana fyrir bæjarráð og bæjarstjórn en þar er gert ráð fyrir 57,4 millj. til gatnagerðar og 12,6 millj. í viðhald opinna svæða.

3.Viðhald fasteigna 2013 - framlag

1211112

Umfjöllun um samþykkt bæjarstjórnar frá 13.nóv. 2012.

Framkvæmdaráð fór yfir tillögu Framkvæmdastofu og samþykkir að leggja hana fyrir bæjarráð og bæjarstjórn.

4.Skólamál 2013

1211114

Umfjöllun um samþykkt bæjarstjórnar frá 13. nóv. 2012.

Bæjarstjórn hefur ákveðið að skipaður verði starfshópur sem hafi það hlutverk að kanna þörf fyrir aukningu húsnæðis Grundarskóla og leiðir til úrbóta til lengri og skemmri tíma. Framkvæmdaráð skal tilnefna 2 fulltrúa í starfshópinn.

Tillaga framkvæmdaráðs er að Hörður Helgason og Lárus Ársælsson verði skipaðir í starfshópinn.

5.Rekstur tjaldsvæðis og salerna 2013

1211115

Umfjöllun um samþykkt bæjarstjórnar frá 13. nóv. 2012.

Útboðsgögn eru í vinnslu en líklegt er að ekki náist að ljúka verkefninu fyrir þau tímamörk sem samþykkt bæjarstjórnar gerir ráð fyrir.

Óskað er eftir að frestur verði lengdur til 15. feb. n.k.

6.Samningar við félagasamtök 2013

1211116

Umfjöllun um samþykkt bæjarstjórnar frá 13. nóv. 2012.

Framkvæmdastjóri kynnti drög að framkvæmdasamningi við Skotfélag Akraness og framkvæmdaáætlun félagsins fyrir árin 2013 til 2015.

Framkvæmdaráð samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.Aðstöðusköpun í tengslum við Fjöliðjuna 2013

1211120

Umfjöllun um samþykkt bæjarstjórnar frá 13. nóv. 2012.

Framkvæmdastjóri gerðir grein fyrir stöðu undirbúnings.

8.Íþróttamannvirki - starfsmannaferð

1301270

Erindi frá Herði Jóhannessyni v. fyrirhugaðrar starfsmannaferðar.

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að svara erindinu.

9.Styrkir árið 2013 - vegna menningar-,íþrótta-, atvinnumála og annara mála.

1210013

Fyrir liggja styrkbeiðnir frá Sundfélaginu og Skógræktarfélagi Akraness.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Sundfélagið verði styrkt um kr. 200.000,- vegna kaupa á búnaði fyrir sundskóla félagsins í Bjarnalaug.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00