Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

103. fundur 04. desember 2012 kl. 16:30 - 18:12 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Dagný Jónsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Starfsréttindi og ráðningar í leikskólum

1104071

Á fundinn mættu áheyrnafulltrúar leikskóla, Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri í Garðaseli áheyrnafulltrúi leikskólastjóra, Árný Örnólfsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna og Rósa Kristín Guðnadóttir áheyrnafulltrúi foreldra.

Í lögum nr. 78/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er gert ráð fyrir að sveitarfélög marki sér stefnu um hlutfall leikskólakennara umfram það lágmark sem lög um leikskóla kveða á um þ.e. 2/3 starfsmanna sem sjá um kennslu, umönnun og uppeldi barna skulu hafa leikskólakennaramenntun. Fjölskylduráð samþykkti stefnumarkandi ákvörðun á fundi sínum 7. Júní 2011 sem fól í sér að hlutfall fagfólks af heildarstarfmannahaldi leikskóla skuli vera 75%. Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og starfsfólk í eldhúsi er ekki talið með. Þessi stefnumörkun átti að gilda út árið 2012.

Fjölskylduráð samþykkir að umfram lagaákvæði, eins og með aðrar ráðningar í leikskólun, skuli það vera í höndum leikskólastjóra að ráða inn í leikskólana þannig að hlutfall fagfólks verði 75% af heildarstarfsmannahaldi í hverjum leikskóla. Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og starfsfólk í eldhúsi er ekki talið með.

2.Starfsemi leikskóla sumarið 2012

1212001

Í samræmi við hagræðingu í leikskólum til næstu þriggja ára lagði fjölskylduráð til á 86. fundi sínum þann 6. mars 2012 að tilraun yrði gerð sumarið 2012 með lokun þriggja leikskóla í fimm vikur frá 2. júlí til og með 3. ágúst. Fjórði leikskólinn yrði opinn þetta tímabil, 2. júli til og með 3. ágúst. Foreldrum sem tóku sumarfrí á öðrum tíma stóð til boða leikskólaþjónusta í þeim leikskóla ef 20 eða fleiri börn myndu nýta sér þá þjónustu. Fjölskylduráð lagði einnig til að mat yrði lagt á þessa tilraun eftir sumarið. Mat var lagt á þessa tilraun með leikskólastjórum og foreldrum þeirra barna sem nutu þjónustunnar. Auk þess sem rætt var við fulltrúa foreldraráða leikskólana. Niðurstaðan er að þessi tilraun hafi gengið vel. Það eru þó nokkrir þættir sem aðilar benda á að huga verði að ef endurtaka á þessa þjónustu.

Fjölskylduráð samþykkir að leikskólar verði áfram lokaðir í 5 vikur í júlí og árið 2013 opni þeir aftur eftir sumarfrí 6. ágúst. Einn leikskóli verði opinn fyrstu þrjár vikurnar í júlí, árið 2013 frá 1. júlí og til og með 19. júlí, ef foreldrar 20 eða fleiri barna óska eftir að nýta sér þá þjónustu. Þar fari fram sumarþjónusta í leikskóla, með starfsmönnum úr öllum leikskólum og verði sú þjónusta útfærð nánar af Fjölskyldustofu og leikskólastjórnunum. Fjölskylduráð leggur áherslu á að tekið verði tillit til ábendinga leikskólastjóra og foreldra við undirbúningu fyrir sumarþjónustu í leikskóla og undirbúningur hefjist strax á nýju ári.

Ingunn, Árný og Rósa Kristín viku af fundi kl. 17:12.

3.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1212012

Sótt er um: Undanþágu á framfærsluupphæð

Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi mættu á fundinn kl. 17:15. Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Bakvaktir

1111098

Málin rædd og afgreiðslu frestað. Sveinborg og Hrefna viku af fundi kl. 17:55.

5.Styrkir árið 2013 - vegna menningar-,íþrótta-, atvinnumála og annara mála.

1210013

Auglýst var eftir umsóknum um styrki á árinu 2013 til einstaklinga og félagasamtaka vegna menningarmála, íþróttamála, atvinnumála og annarra mála á grundvelli reglna sem Akraneskaupstaður hefur sett. Fjölskylduráði er falið að fara yfir styrkumsóknir sem tilheyra ráðinu og gera tillögu um styrkupphæð til bæjarráðs.

Eftirtaldir styrkir eru til umsagnar hjá fjölskylduráði og gerir ráðið eftirfarandi tillögur um styrkupphæð:

Kvennaathvarfið ? samtök um kvennaathvarf. Óskar eftir rekstrarstyrk fyrir starfsárið 2013. Fjölskylduráð gerir tillögu um að veittur verði styrkur að upphæð kr. 250.000.-

Íþróttastyrkur Inga Elín Cryer - sund. Ósk um styrk vegna verkefna á árinu 2013. Fjölskylduráð gerir tillögu um að veittur verði styrkur að upphæð kr. 100.000.-

FEBAN ? félag eldri borgara á Akranesi. Ósk um styrk til starfsemi félagsins fyrir árið 2013. Fjölskylduráð gerir tillögu um að veittur verði styrkur að upphæð kr. 300.000.-

Íþróttafélagið Þjótur. Ósk um styrk til rekstur félagsins. Fjölskylduráð gerir tillögu um að veittur verði styrkur að upphæð kr. 300.000.-

Stigamót. Ósk um styrk til starfseminnar. Fjölskylduráð gerir tillögu um að veittur verði styrkur að upphæð kr. 250.000.-

Íþróttastyrkur Aðalheiður Rósa Harðardóttir-karate. Ósk um styrk til vegna verkefna á árinu 2013. Fjölskylduráð gerir tillögu um að veittur verði styrkur að upphæð kr. 100.000.-

Knattspyrnufélagið Kári. Ósk um styrk vegna kostnaðar við þátttöku liðsins á mótum á vegum Knattspyrnusambands Íslands árið 2013. Fjölskylduráð gerir tillögu um að veittur verði styrkur að upphæð kr. 200.000.-

KFUM og KFUK Akranesi. Ósk um styrk vegna endurnýjunar á leiktækjum í húsnæði félagsins. Fjölskylduráð gerir tillögu um að veittur verði styrkur að upphæð kr. 100.000.-

Badmintonfélag Akranes. Ósk um styrktarlínu á dagatal. Fjölskylduráð gerir tillögu um að veittur verði styrkur að upphæð Kr. 30.000.-

Fjölskylduráð gerir tillögu um að ekki verði unnt að verða við beiðni eftirtalinna aðila um styrk.

Knattspyrnufélag ÍA ? 3. flokkur karla. Umsókn um styrk vegna ferðar 3. Flokks karla á knattspyrnumótið Vildbjerg Cup sem fram fer í Danmörku 1. ? 4. ágúst 2013. Óskað er eftir styrk vegna kostnaðar við þátttökuna á mótinu.

Nýsköðunarkeppni grunnskólanemenda. Verkefnið hvetur til nýsköpunarkennslu í grunnskólum landsins og fer starfið fram allt árið. NKG hefur óskað eftir styrk frá sveitarfélögum, mismunandi upphæð eftir stærð þeirra.

GL ? Gólfklúbburinn Leynir og starfandi barna og unglinganefnd. Ósk um styrk til 7-10 daga æfingaferðar afreksefna til Spánar vorið 2013.

Fundi slitið - kl. 18:12.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00