Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

141. fundur 11. júní 2014 kl. 16:30 - 19:43 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Dagný Jónsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson varaformaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Jafnréttisstefna grunnskóla Akraneskaupstaðar 2014-2017

1405172

Á fundinn mættu kl. 16:30 Hrönn Ríkharðsdóttir og Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnafulltrúar skólastjórnenda grunnskóla, Anney Ágústsdóttir áheyrnafulltrúi leikskólastjóra, Borghildur Birgisdóttir áheyrnafulltrúi starfsmanna í grunnskólum, Rósa Kristín Guðnadóttir áheyrnafulltrúi foreldra leikskólanemenda og Ásta Egilsdóttir kennari í Grundaskóla og Guðrún Guðbjarnadóttir kennari í Brekkubæjarskóla.
Jafnréttisáætlun Brekkubæjarskóla og Grundaskóla lagðar fram. Eru og verða aðgengilegar á heimsíðum skólana.

2.Jafnréttisstefna leikskóla 2014-2017

1405173

Jafnréttisáætlanir fyrir leikskóla Akraneskaupstaðar lagðar fram. Áætlanirnar verða aðgengilegar á heimsíðum leikskóla.

3.Greiðslur fyrir þjónustu talmeinafræðinga

1301289

Samkomulag milli velferðarráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu við börn með framburðarfrávik, málþroskafrávik og stam lagt fram til kynningar. Rætt um nauðsyn þess að auka aðgengi barna að talmeinafræðingum sem starfa á Akranesi.

4.Lestrarstefna

1211166

Ásta og Guðrún kynntu lestrarstefnu grunnskóla Akraneskaupstaðar. Fjölskylduráð fagnar því að sameiginleg lestrarstefna grunnskóla Akraneskaupstaðar hefur litið dagsins ljós. Fjölskylduráð þakkar Ástu, Guðrúnu og öðrum úr lestrarteymunum fyrir vel unnin störf. Lestrarstefnan verður aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna. Ásta og Guðrún viku af fundi kl. 17:30.
Rósa Kristín, Borghildur, Hrönn, Arnbjörg og Anney viku af fundi 17:38.

5.Málefni fatlaðs fólks á Akranesi

1403109

Málið lagt fram. Afgreiðsla trúnaðarmál.

6.Umsókn um styrk 2014

1405098

Klúbburinn Geysir félag einstaklinga sem eiga eða hafa átt við geðraskanir að stríða. Klúbburinn Geysir sækir um styrk frá Akraneskaupstað til að styðja starfsemi sína. Fjölskylduráð hafnar umsókn um styrk þar sem sambærileg þjónusta er í boði á Akranesi.

7.Styrkir og auglýsingar 2014 (styrktarlínur)

1401102

Umsókn Elvars Bragasonar fulltrúa frá Lífsýn um styrk fyrir sjálfsstyrkingar og forvarnarnámskeið fyrir börn og ungmenni á Akranesi. Fjölskylduráð óskar eftri frekari upplýsingum um námskeiðið.

8.Félagsstarf aldraðra - aukning á stöðugildi

1404130

Mál lagt fram þar sem óskað er eftir aukningu á starfshlutfalli forstöðumanns í félagsstarfi aldraðra og öryrkja úr 80% í 100% stöðu. Fjölskylduráð vísar erindinu til afgreiðslu nýskipaðs fjölskylduráðs.

Fundi slitið - kl. 19:43.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00