Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

132. fundur 21. janúar 2014 kl. 16:30 - 17:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Dagný Jónsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson varaformaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Lokun skammtímavistana á Vesturlandi - fyrirspurn

1401050

Arnheiður Andrésdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi mætti á fundinn kl. 16:30.

Helga lagði fram bréf til Þjónusturáðs Vesturlands um málefni fatlaðra með fyrirspurn frá Velferðarráðuneytinu um lokun skammtímavistana á Vesturlandi. Svarbréf til ráðuneytisins verður lagt fyrir næsta fund fjölskylduráð.

2.Þróun á þjónustu við fatlaða

1401128

Arnheiður lagði fram tölulegar upplýsingar um fjölda fatlaðra á Akranesi frá árinu 2011-2014 og ýmsa þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu. Arnheiður vék af fundi kl. 17:22.

3.Fjárhagsaðstoð 2014

1311087

Sveinborg fór yfir stöðu fjárhagsaðstoðar hjá Akraneskaupstað. Fjölskylduráð samþykkir að hækka grunnkvarða fjárhagsaðstoðar um 3.6%, líkt og önnur sveitarfélög hafa gert, frá 1. febrúar 2014.

Fundi slitið - kl. 17:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00