Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

131. fundur 07. janúar 2014 kl. 16:30 - 17:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Dagný Jónsdóttir formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson varaformaður
  • Sveinn Kristinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2013

1311092

Fjölskylduráð fór yfir tillögur og fyrirspurnir frá ungmennum á bæjarstjórnarfundi ungafólksins sem fram fór 27. nóvember sl..

Jón Hjörvar Valgarðsson var með fyrirspurnir er tengdust innleiðingu Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna.

Fjölskylduráð felur Heiðrúnu Janusardóttur verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála að kanna með námskeið um Barnasáttmálann fyrir bæjarfulltrúa, fulltrúa í nefndum og ráðum og stjórnendur stofnana Akraneskaupstaðar.

Fjölskylduráð óskar einnig eftir að Heiðrún kanni hvaða leiðir önnur sveitarfélög hafa farið við innleiðingu Barnasáttmálans.

Bergþóra Ingþórsdóttir var með fyrirspurnir er tengdust þátttöku ungmenna í skipulögðum viðburðum hjá Akraneskaupstað, áhugasviðsgreiningu í grunnskólum, um námsframboð í framhaldsskólum til að sporna gegn brottfalli og niðurstöðu úr innra mati í FVA er snúa að einelti.

Fjölskylduráð tekur undir ábendingar Bergþóru um þátttöku ungmenna í skipulagi á menningarviðburðum.

Fjölskylduráð telur að tengist innleiðingu Barnasáttmálans en hvetur jafnframt nefndir og ráð bæjarins til að leita álits ungmenna þegar fjallað er um málefni sem þau varða.

Fjölskylduráð vísar fyrirspurn Bergþóru um áhugasviðsgreiningu til skólastjórnenda grunnskólanna.

Fjölskylduráð mun óska eftir fundi með skólastjórnendum FVA til að fara yfir fyrirspurnir Bergþóru er snúa að námsframboði í framhaldsskólum til að sporna gegn brottfalli og niðurstöðum úr innra mati í FVA er snúa að einelti.

Júlía Björk Gunnarsdóttir var með tillögur um að útbúa hreystibraut á Akranesi sem nemendur gætu haft aðgang að.

Fjölskylduráð beinir tillögu Júlíu til framkvæmdaráðs til að kanna möguleika á útfærslu og kostnaði á uppsetningu hreystibrauta.

Elínborg Llorens var með fyrirspurn um möguleika á breytingu á dagskrá og viðburðum í Hvítahúsinu og möguleika á erlendu samstarfi ungmenna.

Fjölskylduráð felur Heiðrúnu Janusardóttur verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála að fara yfir dagskrá og viðburði í Hvítahúsinu með ungmennum og kanna möguleika á ungmenna samstarfi og skiptum.

Aldís Lind Benediktsdóttir var með fyrirspurnir um tölvukost grunnskólanna og um mat nemenda á kennurum í tengslum við innra mat. Aldís var einnig með tillögu að auka notkun á ókeypis forritum á netinu.

Fjölskylduráð bendir á að gert var ráð fyrir sérstakri fjárveitingu á árinu 2013 til að efla þráðlaust net, tölvu og tækjakost skólanna.

Fjölskylduráð tekur undir ábendingu Aldísar um að auka notkun á opnum hugbúnaði og hvetur stofnanir Akraneskaupstaðar til að gera tilraunir með og taka upp notkun á fríum hugbúnaði.

Fjölskylduráð vísar tillögu Aldísar um mat nemenda á kennurum í tengslum við innra mat skólanna til skólastjórnenda til skoðunar.

2.Rekstur sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6-10 ára börn á Akranesi

1309117

Drög að auglýsingu eftir rekstraraðila sumar- og leikjanámskeiða á Akranesi voru lögð fyrir fjölskylduráð. Auglýst verður eftir rekstaraðila frá og með 16. janúar nk.

Fundi slitið - kl. 17:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00