Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

725. fundur 10. janúar 2007 kl. 16:00 - 17:00

725. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,

Stillholti 16-18, miðvikud. 10. janúar 2007 og hófst hann kl. 16:00.


Mættir voru:                   Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                                      Tryggvi Bjarnason

                                      Anna Lára Steindal
                               

Auk þeirra Ingibjörg Gunnarsdóttir, yfirfélagsráðgjafi og Sveinborg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.


Fundur settur af formanni.

 

Fyrir tekið:

 

1. Fjárhagsaðstoð.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

 

2. Barnavernd.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

3. Tillaga bæjarstjórnar um umönnunargreiðslur til foreldra barna fram að leikskólaaldri.
Í tillögu bæjarstjórnar frá 12. desember s.l. er m.a. gert ráð fyrir mánaðarlegum greiðslum að fjárhæð kr. 30.000,- til foreldra með ungbörnum frá því fæðingarorlofi lýkur að tveggja ára aldri eða þegar viðkomandi barn hefur aðgengi að leikskólum Akraneskaupstaðar.
Félagsmálaráð leggur til að greiðslur til einstæðra foreldra og námsmanna verði kr. 38.000,- á mánuði. Umönnunargreiðslur verði greiddar til foreldra frá því fæðingarorlofi lýkur (níu mánaða hjá sambúðarfólki og 6 mánaða hjá einstæðum foreldrum) þar til barnið verður tveggja ára eða þar til barnið fær leikskólapláss. Greiðslurnar eru eingöngu fyrir þá sem eiga lögheimili á Akranesi og sækja skal um þær á sérstöku eyðublaði á fjölskyldusviði.

Tillagan samþykkt 2:0, hjá sat ALS

ALS, fulltrúi samfylkingar og óháðra, óskar að eftirfarandi sé bókað:

 

?Ég er ekki á móti upptöku umönnunargreiðslna sem slíkra, en tel að þær verði að vera í samræmi við hæstu niðurgreiðslur til dagforeldra til að fyrirbyggja aukin útgjöld barnafólks á Akranesi?

4. Hækkun á grunnupphæð fjárhagsaðstoðar.
Félagsmálaráð mælir með því við bæjarráð að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar verði hækkuð úr 87.615,- í kr. 95.325,-.

5. Bréf frá EKRON starfsþjálfun dags. 14.12.06 þar sem óskað er eftir þjónustusamningi/samstarfi við Akraneskaupstað varðandi nýtt úrræði í starfsendurhæfingu.
Félagsmálaráð getur ekki orðið við erindinu.

6. Verklagsreglur um tilkynningaskyldu starfsfólks leik-, grunn- og framhaldsskóla til barnaverndanefnda.
Lagt fram.

Fundi slitið kl. 17:00

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00