Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

724. fundur 04. janúar 2007 kl. 16:00 - 18:00

724. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,

Stillholti 16-18, fimmtud. 4. janúar 2007 og hófst hann kl. 16:00.


 

Mættir voru:                   Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                                      Tryggvi Bjarnason

                                      Anna Lára Steindal
                                     Margrét Þóra Jónsdóttir

                                                                            

Auk þeirra Ingibjörg Gunnarsdóttir, yfirfélagsráðgjafi og Sveinborg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.


 

Fundur settur af formanni.

Fyrir tekið:

1. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók

2. Sérstakar húsaleigubætur
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók

3. Liðveisla
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók


 

4. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók

5. Erindi frá Dyngjunni, áfangaheimili fyrir konur, dags. 27. 12. 2006. Árið 2006 dvöldu þrjár konur frá  Akranesi á Dyngjunni. Óskað er eftir styrk frá Akraneskaupstað sem m.a. er reiknaður út frá fjölda kvenna frá Akranesi sem dvaldi hafa á Dyngjunni síðastliðið ár, að upphæð kr. 65.856,-
Félagsmálaráð mælir með því við bæjarráð að umbeðinn styrkur verði veittur.

 

6. Heimili til vistunar barna í neyðartilvikum
Samkvæmt tilmælum frá Barnaverndarstofu, óskar félagsmálaráð eftir leyfi bæjarráðs til þess að auglýsa eftir fjölskyldu á Akranesi sem væri tilbúin til að taka börn í neyðarvistun fyrirvaralaust. Áætlaður kostnður fyrir þessa þjónustu yrði um kr. 300.000,- á ári.

 

7. Tillögur um nýtt endurhæfingarúrræði á Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 8.12.2006 þar sem erindi vinnuhóps Akrnaneskaupstaðar og SHA er vísað til umfjöllunar félagsmálaráðs.
Lagt fram.

 

8. Hækkun á grunnupphæð fjárhagsaðstoðar
Frestað

9. Barnaverndartilkynningar
Fjöldi barnaverndartilkynninga árið 2006 voru 64 sem varðaði 83 börn. Fjöldi barnaverndartilkynninga hefur því fjölgað um 62,5% á milli ára.

Fundi slitið kl. 18:00

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00