Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

703. fundur 10. janúar 2006 kl. 15:30 - 17:00

703. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 10. janúar 2006 og hófst hann kl. 15:30


Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
 Tryggvi Bjarnason
 Sigurður Arnar Sigurðsson
  Margrét Þóra Jónsdóttir

                                   
Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs og Sveinborg Kristjánsdóttir yfirfélagsráðgjafi sem ritaði fundargerð.


 Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.

Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:


1. Framfærsla
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók

 

2. Barnavernd.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
    
3. Bréf Sigrúnar Gísladóttur öldrunarfulltrúa varðandi dagforeldra
Félagsmálaráð hefur ekki heimild til að veita undanþágu frá reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum.

 

4. Liðveisla
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók

 

5. Allsherjarnefnd Alþingis sendir fjölskyldusviði til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19, 12. febrúar 1940 (heimilisofbeldi)
Lagt fram

 

6. Félagsmálanefnd Alþingis sendir fjölskyldusviði til umsagnar frumvarp til laga um greiðslur til foreldra langveikra barna
Sviðsstjóra fjölskyldusviðs fyrir hönd félagsmálaráðs er falið að svara erindinu

 

7. Skráning barnaverndartilkynninga
Á árinu 2005 bárust fjölskyldusviði 47 barnaverndartilkynningar, sem vörðuðu 72 börn. Þar af voru16 tilkynningar vegna vanrækslu, 7 vegna ofbeldis og 24 tilkynningar vegna áhættuhegðun barns (lögregluskýrslur ofl.)

 

8. Húsaleigubætur
Á fjórða ársfjórðungi ársins 2005 voru greiddar kr. 5.562.802,- í húsaleigubætur. Samtals voru greiddar kr. 22.629.906.- í húsaleigubætur á árinu 2005

 

9. Hækkun á viðmiðunarupphæð fjárhagsaðstoðar um 4% í samræmi við hækkun bóta almannatrygginga. Kvarði fyrir einstakling hækkar úr kr. 84.245,- í kr. 87.615,- og kvarði fyrir hjón/sambúðarfólk hækkar úr kr. 134.792 í kr. 140.184,-
Félagsmálaráð samþykkir hækkunina og óskar eftir staðfestingu bæjarráðs

 

10. Drög að reglum um sérstakar húsaleigubætur
Lagt fram

 

Fundi slitið kl. 17:00

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00