Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

666. fundur 04. maí 2004 kl. 16:00 - 18:10

666. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 4. maí  2004 og hófst hann kl. 16:00.


Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
 Tryggvi Bjarnason
              Sigurður Arnar Sigurðsson
 Sæmundur Víglundsson
 Margrét Þóra Jónsdóttir
                                   
Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Sveinborg Kristjánsdóttir yfirfélagsráðgjafi sem ritaði fundargerð.


Fundur settur af formanni.


Fyrir tekið:

 

1. Fjárhagsaðstoð.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

 

2. Barnavernd.

Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

 

3. Viðbótarlán.
Samþykkt voru sjö viðbótarlán samtals að upphæð kr. 19.378.000,-

 

4. Bréf Barnaverndarstofu dags. 21. apríl 2004 varðandi skil á ársskýrslu barnaverndarnefnda til Barnaverndarstofu fyrir 1. júní nk.
Lagt fram.

 

5. Bréf Hagstofu Íslands dags. 26. apríl 2004 þar sem óskað er eftir árlegum upplýsingum um félgasþjónustu sveitarfélagsins.
Lagt fram.

 

6. FEBAN.
Sviðstjóra falið að boða stjórn FEBAN á næsta fund félagsmálaráðs.

 

7. Reglur um fjárhagsaðstoð.
Lögð fram drög að nýjum reglum um fjárhagsaðstoð fyrir fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar.

 

8. Menntasmiðja fyrir öryrkja á Akranesi veturinn 2004 ? 2005.
Málið rætt.

 

9. Fjölskyldustefna Akraneskaupstaðar. Í bréfi bæjarráðs dags. 30. apríl 2004 kemur fram að samþykkt hefur verið að ráða verkefnastjóra í 30% starf í þrjá mánuði til að vinna að fjölskyldustefnu fyrir Akraneskaupstað.
Málið kynnt.

 

10. Bréf sviðsstjóra tómstunda- og forvarnarsviðs varðandi könnun á sölu tóbaks og áfengis til unglinga dags. 20. apríl 2004.
Niðurstaða könnunar kynnt. Félagsmálaráð vill hvetja tóbaks- og áfengissöluaðila til að fara að lögum varðandi sölu á tóbaki og áfengi.


Fundi slitið kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00