Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

628. fundur 17. september 2002 kl. 16:00 - 17:30

628. fundur félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild
Stillholti 16-18, þriðjud. 17. sept. 2002 og hófst hann kl.16:00.

Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
Margrét Þóra Jónsdóttir
Tryggvi Bjarnason,
Sæmundur Víglundsson.
Auk þeirra félagsmálastjóri, Sólveig Reynisdóttir og Sveinborg Kristjánsdóttir félagasráðgjafi ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Tryggvi Bjarnason.

Fundur settur af formanni.

Fyrir tekið:

1. Staða fjárhagsaðstoðar
Staðan í fjárhagsaðstoð þann 16. sept. 2002 er kr. 8.246.269,- sem er 8.9% framúrakstur miðað við stöðu fjárhagsáætlunar í september.

2. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

3. Liðveisla
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

4. Barnaverndarskýrsla
Kynnt skýrsla til Barnaverndarstofu varðandi barnaverndarmál á árinu 2001.  Á síðasta ári voru til umfjöllunar mál 50 fjölskyldna með 58 börn. Þar af voru ný mál á síðasta ári 41 vegna 43 barna.

5. Ráðherraskipuð nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum
Félagsmálaráð samþykkir að taka þátt í samstarfi vegna verkefnis sem ætlað er konum sem vilja kynnast starfi stjórnmálakvenna.

6. Viðbótarlán
 Kynntar upplýsingar um þróun viðbótarlána frá árinu 1999.

7. Foreldrahús
Starfsemi foreldrahúss er að hefjast að nýju á Akranesi eftir sumarfrí.

8. Ungmennahús
Kynnt starfsemi vetrarins í ungmennahúsinu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00