Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1261. fundur 16. apríl 2002 kl. 17:00 - 18:15

1261. byggingarnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 16. apríl 2002 kl. 17:00.

Mættir á fundi:   Þráinn Ólafsson formaður,
 Gunnar Ólafsson,
 Helgi Ingólfsson,
 Guðlaugur I. Maríasson.
Auk þeirra Jóhannes K. Engilbertsson slökkviliðsstjóri og Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi sem ritaði fundargerð.

1. Garðabraut 2, Áfengisveitingar   (000.681.01) Mál nr. BN020041.
160678-5429 Fannar Freyr Bjarnason, Lautasmára 28, 201 Kópavogi.
Umsókn Fannars Freys Bjarnasonar, um endurnýjun leyfis til áfengisveitinga fyir veitingastaðinn Skagabarinn að Garðabraut 2.
Afgreiðsla:  Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fulllu samræmi við byggingarlög.

2. Sunnubraut 8, viðbygging v. bílg.   (000.872.13) Mál nr. BN020045.
Fyrirspurn Grétars G. Guðnasonar varðandi viðbyggingu við bílgeymslu á lóðinni.
Afgreiðsla:  Byggingarnefnd vísar málinu til umsagnar skipulagsnefndar.

3. Akursbraut 13, Skipting eignar   (000.913.05) Mál nr. BN020040.
470100-3030 Björgunarfélag Akraness, Akursbraut 13, 300 Akranesi.
Umsókn Hannesar Frímanns Sigurðssonar fh. Björgunafélags Akraness, um heimild til þess að skipta húseigninni í tvær eignir samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Afgreiðsla:  Frestað.  Leggja þarf fram fullnægjandi teikningar og skráningartöflu.

4. Heiðarbraut 63, greinargerð   (000.565.03) Mál nr. BN010114.
Greinargerð byggingar- og skipulagsfullltrúa varðandi bréf Ásgeirs Ásgeirssonar, Heiðarbraut 65 og Lárusar Péturssonar, Heiðarbraut 61, þar sem þeir mótmæla lóðarframkvæmdum og breytingu á aðkomu á Heiðarbraut 63. 
Afgreiðsla:  Byggignarnefnd ítrekar fyrri bókun sína frá fundi nefndarinnar þann 20. nóvember 2001:  Byggingarnefnd sér ekki ástæðu til að breyta fyrri samþykkt, þar sem samþykktin varðar eingöngu skipulag innan lóðar nr. 63 við Heiðarbraut.  Jafnframt samþykkir nefndin að meðfylgjandi greinargerð byggingar- og skipulagsfulltrúa verði send bréfriturum.

5. Húsverndunarsjóður Akraneskaupstaðar.  Styrkveiting   Mál nr. BN020033
Umsóknir um styrk í húsverndunarsjóð Akraneskaupstaðar, 6 umsóknir bárust.
Afgreiðsla: Farið var yfir umsóknir eftirtalinna aðila og málin rædd. Umsögn Byggðasafns Akraness og nærsveita mun liggja frammi á næsta fundi nefndarinnar.

1. Deildartún 4.
Eigendur Stefán Skafti Steinsson og Þórey Helgadóttir
2. Deildartún 5.
Eigendur Hrólfur Ingólfsson og Aðalheiður María Þráinsdóttir.
3. Heiðargerði 14.
Eigendur Eiríkur Guðmundsson og Steinunn Eva Þórðardóttir.
4. Heiðarbraut 45.
Eigendur Gísli Geirsson og Margrét B. Ólafsdóttir.
5. Mánabraut 21.
Eigendur Þorsteinn Bárður Sigurðsson og Dröfn Traustadóttir.
6. Presthúsabraut 28.
Eigendur Sigmundur Heiðar Árnason og Katla Bjarnadóttir.

6. Skólabraut 14, Breyting innanhúss   (000.912.01) Mál nr. BN020042
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi.
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar um heimild til þess að breyta innréttingu veitingastaðarins samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.
Afgreiðsla:  Byggingarnefnd leggur til að byggingarfulltrúi afli frekari gagna.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00