Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1260. fundur 03. apríl 2002 kl. 17:00 - 18:30

1260. byggingarnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, miðvikudaginn 3. apríl 2002 kl. 17:00.

Mættir á fundi: Þráinn Ólafsson formaður,
 Guðlaugur Maríasson,
 Helgi Ingólfsson, 
 Jóhannes Snorrason,
 Heiðrún Janusardóttir,
 Sigurlína G. Júlíusdóttir,
 Lárus Ársælsson,
 Edda Agnarsdóttir, 
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson, Jóhannes K. Engilbertsson slökkviliðsstjóri og Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi.  Hafdís Sigurþórsdóttir ritaði fundargerð.

1. Afgreiðslur byggingar- og skipulagsfulltrúa.

1.1. Höfðabraut 10, breyting.   (000.683.05) Mál nr. BN020031
231153-5869 Guðbjörg Vestmann, Höfðabraut 10, 300 Akranesi
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Guðbjargar um heimild til að breyta íbúð á 1. og 2. hæð í 2 íbúðir, íbúðin var upphaflega 2 íbúðir.  Meðfylgjandi er teikning gerð af Gísla S. Sigurðssyni, Hjarðarholti 5.
Gjöld kr.  3000,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 26. mars 2002.

1.2. Höfðagrund 14, breyting.   (000.646.11) Mál nr. BN020015
051031-4319 Hafsteinn Sigurbjörnsson, Brekkubraut 26, 300 Akranesi.
Áður frestaðri umsókn Hafsteins um heimild til að stækka eldhúsglugga samkvæmt meðfylgjandi teikningu Jóhannesar Ingibjartssonar, byggingarfræðings Almennu verkfræði- og teiknistofunni, Suðurgötu 57, Akranesi.  Meðfylgjandi er samþykkt formanns hverfasamtaka Höfðagrundar Þorkels Kristinssonar sign.
Gjöld kr. 3000,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 26. mars 2002.

1.3. Þjóðvegur (Akurprýði) 13, breyting.   (000.344.04) Mál nr. BN020030
140457-2219 Einar Ottó Einarsson, Þjóðvegur (Akurprýði) 13, 300 Akranesi
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Einars um heimild til að breyta sólstofu í herbergi.  Þaki verður lyft upp að framan og sett hefðbundið þak, einnig verður veggjum breytt.
Stærðaraukning 3,1 m3
Gjöld kr.   3000,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 27.3.2002

1.4. Vesturgata 25A, klæðning   (000.941.08) Mál nr. BN010127
200747-3139 Einar Guðleifsson, Jörundarholt 117, 300 Akranesi
Áður frestaðri umsókn Einars um heimild til að klæða húsið að utan með bárujárni í samræmi við suðurgafl.  Meðfylgjandi er stærðartafla og staðfærðar teikningar, gerðar af Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt, Markstofunni, Merkigerði 18, Akranesi.
Gjöld kr.   3000,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 26. mars 2002.

Liðir 1.1, 1.2, 1.3 og 1.4 hafa verið samþykktir af byggingar- og skipulagsfulltrúa samkvæmt samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans á Akranesi nr. 842/2000. 
Byggingarnefnd staðfestir afgreiðslur byggingar- og skipulagsfulltrúa.

2. Sóleyjargata 18, bílskúr.   (000.912.13) Mál nr. BN020017
261130-2119 Þórður Þórðarson, Sóleyjargata 18, 300 Akranesi
Afgreiðsla skipulagsnefndar á fyrirspurn Þórðar Þ. Þórðarsonar fyrir hönd Teits B. Þórðarsonar um heimild til að reisa bílskúr og breyta lóðarmörkum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:  Ekki er til staðar deiliskipulag á því svæði sem framkomin tillaga tekur til.  Í ljósi nýlegs úrskurðar úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og hæstaréttardóms frá 20. sept. 2001 í máli nr. 114/2001, óskar skipulagsnefnd eftir heimild bæjarráðs til að hefja nú þegar vinnu við deiliskipulag á óskipulögðu svæði við Vesturgötu og Grenjar.  Nefndin leggst ekki gegn því að miðað verði við framkomna tillögu við vinnu á skipulaginu.
Byggingarnefnd tekur undir afgreiðslu skipulagsnefndar.

3. Skólabraut 23, Fyrirspurn.   (000.867.12) Mál nr. BN020013
100469-5299 Kristján Helgason, Skólabraut 23, 300 Akranesi
Afgreiðsla skipulagsnefndar á fyrirspurn Kristjáns um álit skipulagsnefndar á að byggja bílskúr samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:  Framkomin hugmynd að bílskúr samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.  Skipulagsnefnd leggst gegn byggingu á bílskúr samkvæmt framkomnu rissi, þar sem skipulagsnefnd telur að aðkoma að bílskúrnum sé ekki ásættanleg.
Byggingarnefnd tekur undir afgreiðslu skipulagsnefndar.

4. Húsverndunarsjóður Akraneskaupstaðar.    Mál nr. BN020033
Umsóknir um styrk í húsverndunarsjóð Akraneskaupstaðar 6 umsóknir bárust.
Lagt fram og kynnt.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00