Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1249. fundur 20. nóvember 2001 kl. 17:00 - 18:15

1249. byggingarnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 20. nóvember 2001 kl. 17:00.

Mættir á fundi: Þráinn Ólafsson formaður,
 Gunnar Ólafsson,
 Helgi Ingólfsson,

 Finnbogi Rafn Guðmundsson,
 Ólafur R. Guðjónsson varamaður.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Jóhannes K. Engilbertsson slökkviliðsstjóri og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Garðagrund / Garðar , áfengisleyfi.   (001.975.03) Mál nr. BN010125
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags. 18. okt. sl. varðandi umsögn byggingarnefndar um endurnýjun eldra leyfis vegna flutnings í nýtt húsnæði fyrir veitingastofu í Steinaríki Íslands.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við byggingarlög

2. Heiðarbraut 63, mótmæli.   (000.565.03) Mál nr. BN010114
Bréf Ásgeirs Ásgeirssonar Heiðarbraut 65 og Lárusar Péturssonar Heiðarbraut 61, þar sem þeir mótmæla lóðarframkvæmdum og breytingu á aðkomu á Heiðarbraut 63.  Lóðarteikning var samþykkt í bygginarnefnd þann 21. september 1999.  Meðfylgjandi er afstöðumynd lóðanna nr. 59, 61, 63 og 65 við Heiðarbraut.
Byggingarnefnd sér ekki ástæðu til að breyta fyrri samþykkt, þar sem samþykktin varðar eingöngu skipulag innan lóðarinnar nr. 63 við Heiðarbraut.

3. Steinsstaðaflöt 21, nýtt hús.    Mál nr. BN010117
050871-3399 Hörður Svavarsson, Grenigrund 41, 300 Akranesi
Umsókn Jóhannesar Ingibjartssonar fyrir hönd Harðar um heimild til að reisa einbýlishús á ofangreindri lóð.  Meðfylgjandi er teikning gerð af Jóhannesi Ingibjartssyni byggingarfræðingi, Almennu verkfræðistofunni hf., Suðurgötu 57, Akranesi.
Stærðir húss:         182,0 m2      593,6 m3
Stærðir bílskúrs:     38,4 m2       121,0 m3
Gjöld kr.       1.514,784,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.

4. Vesturgata 154, breyting.   (000.563.16) Mál nr. BN010126
090669-4009 Kristín Frímansdóttir, Stekkjarholt 18, 300 Akranesi
Ofangreint húsnæði er skráð  2 íbúðir en hefur verið notað sem einbýlishús undanfarin á, óskað er eftir að húsið verði skráð sem einbýlishús.
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.

5. Vesturgata 80, Breyting.   (00.086.313) Mál nr. BN010116
190719-2439 Ingveldur Ásmundsdóttir, Vesturgata 80, 300 Akranesi
Umsókn Ingveldar um heimild til að breyta neðri hæð hússins að Vesturgötu 80 úr iðnaði (ljósmyndastofu) í íbúðarhúsnæði, þ.e. að húsið verði skráð sem einbýlishús.   Matshluta 02  sem er skráður sem iðnaður í bílskúr.
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.


6. Vesturgata 93,   (00.073.101) Mál nr. BN010123
160650-7969 Jóna Ágústa Adolfsdóttir, Vesturgata 93, 300 Akranesi
Umsókn Jónu Á. um heimild til að vera með kleinugerð í kjallaranum á Vesturgötu 93.
Frestað.

7. Stillholt 23.    Mál nr. BN010124
Bréf byggingar- og skipulagsfulltrúa dags. 7. nóv. 2001 vegna athugasemda við vinnubrögð byggingarsjóra.
Byggingarfulltrúi hefur með ábyrgðarbréfi dags. 7. nóv. s.l. sent Hjörleifi Jónssyni til heimilis að Jörundarholti 26, gert alvarlegar athugasemdir við störf hans sem byggingarstjóra vegna framkvæmda við bygginguna að Stillholti 23.  Í bréfinu kemur fram að málið verði lagt fyrir byggingarnefnd þann 19. nóv. og honum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum og andmælum fyrir þann tíma.  Engar athugasemdir hafa borist frá Hjörleifi.
Athugasemdirnar sem byggingarfulltrúi gerði í bréfinu eru sem hér segir:
1. Að skila ekki inn uppáskriftum rafvirkja- og pípulagningarmeistara áður en vinna við húsið hófst eins og krafist var af byggingarfulltrúa.
2. Að halda áfram verki eftir að fulltrúi byggingarfulltrúa neitaði að taka út samsteypu eininga á 2. hæð, vegna þess að fyrrnefndar uppáskriftir voru ekki komnar inn á borð byggingarfulltrúa.
3. Að biðja ekki um úttekt áður en gólfplata 2. hæðar var steypt.
Byggingarnefnd átelur harðlega þau vinnubrögð sem Hjörleifur Jónsson hefur sýnt sem byggingarstjóri og samþykkir að veita honum formlega áminningu.  Jafnframt samþykkir bygginganefnd að veita honum frest til að skila inn öllum þeim gögnum sem skila ber vegna framkvæmda við Stillholt 23, til og með mánudagsins 26. nóvember nk.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00