Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1216. fundur 01. febrúar 2000 kl. 17:00 - 18:40
1216. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 1. febrúar 2000, kl. 17:00.

Mættir: Þráinn Ólafsson formaður, Davíð Kristjánsson, Gunnar Ólafsson, Guðlaugur Ingi Maríasson, Helgi Ingólfsson og Jóhannes K. Engilbertsson.
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Höfðasel 6, lóð. (01.001.321.12)
Bréf Þorvaldar Vestmann, dags. 21. janúar 2000, fyrir hönd Akranesveitu þar sem óskð er eftir að afmörkuð verði lóð fyrir varanlega spennistöð í horni ofangreindrar lóðar, samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Nefndin tekur jákvætt í erindið.

2. Kalmansvellir 1, Saumastofa. (01.000.596.01)
700499-4139 Matbær ehf., Hafnarstræti 91-95, 600 Akureyri.
Umsókn Bjarna Vésteinssonar fyrir hönd Matbæjar ehf. um heimild til að rífa núverandi anddyri og byggja við nýtt ásamt kælivélageymslu, breyta iðnaðarhúsnæði í verslunarhúsnæði og breyta útliti húss og fyrirkomulagi á lóð, samkvæmt teikningu Bjarna Vésteinssonar, byggingafræðings, Verkfræðiþjónustu Akraness ehf., Kirkjubraut 56, Akranesi.
Húsið var: 792,0 m2 3603,6 m3
Anddyri rifin: 14,7 m2 35,4 m3
Viðbygging:
Anddyri: 35,5 m2 114,8 m3
Kælivélarými: 12,5 m2 45,4 m3
Mismunur: 33,3 m3 124,8 m3
Gjöld kr.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið, byggingar- og skipulagsfulltrúa og slökkviliðsstjóra falið að ljúka málinu er varðar staðsetningu kælivélarýmis og brunatæknilega hönnun hússins.

3. Laugarbraut 14 - Einbýlishús. (01.000.864.11)
190465-5789 María Ólafsdóttir, Laugarbraut 14, 300 Akranesi.
Umsókn Maríu Ólafsdóttur og Beinteins H. Bragasonar um heimild til að brjóta niður og fjarlægja reykháf á ofangreindri fasteign samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Gjöld kr. 2.600,-
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.


4. Leynisbraut 41 Lóð (01.001.933.43)
081233-3499 Ragnar Gunnarsson, Brekkubæ 1, 110 Reykjavík.
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Ragnars Gunnarssonar um heimild til að reisa einbýlishús á ofangreindri lóð, samkvæmt teikningu Njarðar Tryggvasonar byggingaverkfræðings, Almennu verkfræði- og teiknistofunni ehf, Suðurgötu 57, Akranesi.
Stærðir húss: 116,8m2 - 406,4m3
Stærðir bílskúrs : 36m2 - 130,9m3
Gjöld kr. 918.262,-
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.

5. Ægisbraut 13A Vörugeymsla. (01.000.711.04)
471290-2039 Búnaðarbanki Íslands, Kirkjubraut 28, 300 Akranesi.
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Búnaðarbankans á Akranesi, um heimild til að skipta ofangreindri eign í tvær sjálfstæðar eignir vegna eignaskiptasamnings, samkvæmt teikningu Njarðar Tryggvasonar byggingarverkfræðings Almennu verkfræði- og teiknistofunni, Suðurgötu 57, Akranesi.
Gjöld kr. 2.600,-
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.

6. Kirkjubraut 8 Áfengisleyfi
260556-2909 Hreinn Björnsson, Hjarðarholt 7, 300 Akranesi.
Bréf bæjarráðs dags. 12. jánúar 2000 varðandi áfengisleyfi fyrir veitingastaðinn H. Barinn, Kirkjubraut 8, Akranesi, þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar.
Byggingarnefnd leggur til að erindið verði ekki samþykkt þar sem ekki hefur verið gengið frá flóttaleið úr veitingasal á 2. hæð samkvæmt kröfu slökkviliðsstjóra og byggingaryfirvalda.

7. Hraðahindranir. (Suðurgata og Skólabraut)
Forgangslisti byggingar- og skipulagsfulltrúa varðandi hraðahindranir.
Byggingarnefnd leggur til að unnið verði eftir forgangsröðun skýrslu umferðaröryggisnefndar Akraness frá 10. fébrúar 1998.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00