Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1232. fundur 17. október 2000 kl. 17:00 - 17:45
1232. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 17:00.

Mættir: Þráinn Ólafsson formaður,
Davíð Kristjánsson,
Gunnar Ólafsson,
Guðlaugur Ingi Maríasson,
Benedikt Jónsson varamaður,
Auk þeirra, Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi, Jóhannes K. Engilbertsson slökkviliðsstjóri og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Ásabraut 21.
300737-3159 Eiríkur Óskarsson, Bjarkargrund 34, 300 Akranesi.
Kynning Eiríks á fyrirhuguðu einbýlishúsi á ofangreindri lóð, samkvæmt teikningu Einars V Tryggvasonar arkitekts, EVT-teiknistofunni ehf., Kriglunni 6 Reykjavík.
Stærðir húss: 218,1 m2 786,3 m3
Stærðir bílskúrs: 57,4 m2 220,5 m3
Lagt fram, nefndin getur ekki fallist á framlagða teikningu þar sem skýrt er kveðið á í byggingarskilmálum Ásabrautar að ?öll hús á þessum lóðum skulu alfarið vera innan byggingarreits.?

2. Byggingar- og skipulagsfulltrúi, embættisfærslur.
Áður frestuðu bréfi byggingar- og skipulagsfulltrúa varðandi samþykkt um embættisafgreiðslur byggingar- og skipulagsfulltrúa.
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

3. Hafnarbraut 2-4.
410169-4449 Akraneskaupstaður Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Áður frestuðu erindi hafnarstjóra fyrir hönd Haraldar Böðvarssonar hf. þar sem óskað er eftir heimild til að setja upp löndunarskýli og jafnframt er óskað eftir heimild til að reisa tank undir löndunarvatn og að reisa brú yfir akstursbraut á bryggju milli aðalhafnargarðs og bátabryggju. Meðfylgjandi eru teikningar frá Héðni, Stórási 6, Garðabæ.
Gjöld kr. 2.600,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið, byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu. Gunnar Ólafsson vék af fundi meðan málið var rætt.

4. Löggilding.
280148-4589 Willy Petersen Hátúni 15, 105 Reykjavík.
Umsókn Willys um heimild til að sjá um og bera ábyrgð sem blikksmíðameistari innan lögsagnarumdæmis Akraness. Meðfylgjandi er viðurkenning byggingarnefndar Reykjavíkur, dags. 16. maí 1984 og byggingarnefndar Blönduóss, dags. 23. apríl 1990.
Meistarabréf dags 8. október 1971.
Gjöld kr. 2.600,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið, þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.


5. Flatahverfi.
Framhald umræðna.
Byggingarnefnd leggur til að fram fari samkeppni um nöfn á götur í Flatahverfi meðal almennings.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00