Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1234. fundur 05. desember 2000 kl. 17:00 - 18:10
1234. fundur byggingarnefndar Akraness verður haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 5. desember 2000, kl. 17:00.

Mættir: Þráinn Ólafsson formaður,
Helgi Ingólfsson,
Guðlaugur I. Maríasson,
Ólafur R. Guðjónsson varamaður,
Þráinn E. Gíslason varamaður,
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi, Jóhannes K. Engilbertsson slökkviliðsstjóri og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Bárugata 15, áfengisleyfi.
Bréf bæjarritara varðandi endurnýjun leyfis til áfengisveitinga frá Hreini Björnssyni, kt. 260556-2909, vegna veitingastaðarins Breiðin, Bárugötu 15.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd varðandi ofangreint erindi þar sem það er í fullu samræmi við byggingar- og skipulagslög.


2. Vitateigur 5.
080924-2759 Garðar Halldórsson, Vitateigi 5, 300 Akranesi.
Staðfærð teikning af íbúðarhúsi vegna eignaskiptasamnings, gerð af Gísla S. Sigurðssyni, Hjarðarholti 2, Akranesi.
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.

3. Ásabraut 21.
Grenndarkynning vegna staðsetningar hússins.
Leitað var álits granna á húsum nr. 15, 17, 19 og 23 við Ásabraut, engar athugasemdir bárust.

4. Höfðasel 15.
520789-0739 Gámaþjónusta Akraness ehf., Háholti 32, 300 Akranesi.
Umsókn Sæmundar Víglundssonar tæknifræðings fyrir hönd Gámaþjónustunnar um að lækka gólfkóta úr 8,1m í 7,5m.
Samþykkt.

5. Kalmansvellir 3.
680480-0369 Bifreiðaverkstæðið Guðjóns og Ólafs, Kalmansvöllum 3, 300 Akranesi.
Umsókn Jóhannesar Ingibjartssonar byggingarfræðings fyrir hönd bifreiðaverkstæðisins um heimild til að opna dyr milli eininga.
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög


6. Flatahverfi, nafn á götur.
Alls bárust 32 tillögur með alls 759 nöfnum. Nefndin hafði tillögurnar til skoðunnar í hálfan mánuð og fyrir valinu varð tillaga með dulnefninu "Þormóður", höfundur er: Rannveig Benediktsdóttir, Espigrund 7, 300 Akranesi.
Nefndin þakkar öllum þeim mikla áhuga, sem almenningur sýndi nafnavalinu.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00