Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1266. fundur 16. júlí 2002 kl. 17:00 - 18:00

1266. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 16. júlí 2002 kl. 17:00.

Mættir á fundi:   Björn Guðmundsson formaður,
 Guðmundur Magnússon,
 Helgi Ingólfsson,
 Jóhannes Snorrason,
 Ingór Bergmann Þórhallsson

Auk þeirra voru mættir Halldór Jónsson varaslökkviliðsstjóri og Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi sem einnig ritaði fundargerð.

1. Akursbraut 2, varnarþró   (00.092.202) Mál nr. BN020080
600169-1149 Haraldur Böðvarsson hf., Bárugötu 8-10, 300 Akranesi
Umsókn Gunnars Ólafssonar fh. Haraldar Böðvarssonar hf. um heimild til þess að gera varnarþró umhverfis lýsisgeymi.
Gjöld kr. : 3.000,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

2. Kirkjubraut 15, umsögn um áfengisleyfi   (00.086.210) Mál nr. BN020075
120754-5059 Anna Kjartansdóttir, Vesturgötu 41, 300 Akranesi
Bréf bæjarstjóra dags. 8. júlí sl. varðandi ósk um umsögn nefndarinnar um umsókn Önnu Kjartansdóttur fh. Café 15 um áfengisleyfi fyrir veitingastaðinn.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við byggingarlög.

3. Skólabraut 19, bílastæði á lóð   (00.086.714) Mál nr. BN020068
200383-4439 Hafdís Búadóttir, Hlíðarbæ 16, 301 Akranes
031279-5349 Vífill Búason, Hlíðarbæ 16, 301 Akranes
020380-5439 Örn Egilsson, Skólabraut 19, 300 Akranesi
Umsókn eigenda ofangreindrar lóðar um heimild til þess að gera bílastæði innan lóðar með aðkomu frá Skólabraut samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Leitað var álits skipulagsnefndar þann 4.7.02
Bókun skipulagsnefndar: Nefndin telur ekki þörf á umsögn enda rúmast beiðnin innan gildandi deiliskipulags.
Gjöld kr.:  3.000,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

4. Skólabraut 20, smáhús á lóð   (00.091.103) Mál nr. BN020076
080863-5009 Guðni Hannesson, Skólabraut 20, 300 Akranesi
Umsókn Guðna um heimild til þess að koma fyrir og staðsetja efsta hluta  gamla kirkjuturnsins á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa lóðanna Skólabrautar 22, Suðurgötu 43 og 45 og Merkurteigs 3.
Gjöld kr.:  3.000,-
Byggingarnefnd óskar eftir yfirlýsingu frá burðarþolshönnuði varðandi grundun og festingar, og samþykkir að húsið verði reist sem garðhýsi.
Nefndin felur byggingarfulltrúa að afgreiða erindið að þessum skilyrðum uppfylltum.
 5. Sunnubraut 13, breytt útlit   (00.087.102) Mál nr. BN020077
680269-6889 Verkalýðsfélag Akraness, Kirkjubraut 40, 300 Akranesi
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fh. Verkalýðsfélagsins um heimild til þess breyta og samræma gluggapósta um leið og endurnýjun glugga fer fram.
Gjöld kr.: 3.000,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
Björn Guðmundsson vék af fundi á meðan erindið var samþykkt.

6. Einigrund 14, sólstofa   (00.181.105) Mál nr. BN020078
250772-4409 Jón Bjarni Jónsson, Einigrund 14, 300 Akranesi
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fh. Jóns, um heimild til þess að reisa sólstofu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Gísla S. Sigurðssonar.
Meðfylgjandi samþykki meðeiganda á nr. 10, 12, 16 og 18 við Einigrund.
Stærðir:   10,9 m2 - 31,2 m3
Gjöld kr.:  29.766,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00