Fara í efni  

Bæjarstjórn

1108. fundur 24. ágúst 2010 kl. 17:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Dagskrá

1.Fundargerðir bæjarráðs 2010

1007108

Fundargerðir bæjarráðs nr. 3074 frá 18/6, 3075 frá 25/6, 3076 frá 2/7, 3077 frá 9/7, 3078 frá 16/7, 3079 frá 22/7, 3080 frá 26/7, 3081 frá 27/7, 3082 frá 29/7, 3083 frá 12/8 og 3084 frá 19/8 2010.

Í umboði bæjarstjórnar fór bæjarráð með umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar, eru fundargerðirnar því bornar upp til umræðu í heild.

Til máls varðandi umhverfismál í bænum tóku: GS, GPJ, HR

Til máls undir 3077. fundargerð, tl. 12, tóku: EB, GPJ, IV

Einar Brandsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fella úr gildi ákvörðun bæjarráðs frá 8. júlí 2010 um að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts til eftirfarandi aðila: Oddfellow, Frímúrarar, STRV (Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar), Framsóknarfélag Akraness, eiganda Safnaðarheimilisins og Samfylkingarinnar á Akranesi. Tillaga þessi er í samræmi við fjárhagsáætlun 2010."

Akranesi, 24/8 2010

Einar Brandsson (sign)

Tillagan borin upp og felld 1:6. Tveir sátu hjá.

Með voru: EB

Hjá sátu: GS, IV

Á móti: SK, HR, ÞÞÓ, EBen, GPJ, GRG

Til máls undir 3076. fundargerð, tl. 2 tóku: GS, GPJ, JPP, GS, GPJ, EB

Gunnar Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

,,Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akranesi harma það að núverandi meirihluti skuli gera það að forgangsmáli að draga til baka margar af þeim aðhaldsaðgerðum sem bæjarstjórn Akraness samþykkti samhljóða að fara í fyrir og eftir hrun.

Bæjarsjóður Akraness stendur mjög vel eins og síðasti ársreikningur sýnir og einnig rekstraryfirlit fyrri hluta þess árs. Þetta er af staðfest af Guðmundi Páli Jónssyni, formanni bæjarráðs, í viðtali við Fréttablaðið þann 4. ágúst síðastliðinn.

Í ljósi aðstæðna má ætla að næsta ár verði ekki eins gott, meðal annars vegna óvissu í atvinnumálum, auknum útgjöldum bæjarsjóðs og þá er það fyrirsjáanlegt að ekki koma arðgreiðslur frá Orkuveitu Reykjavíkur. Í ljósi þessa teljum við undirritaðir að varfærnara hefði verið að taka aðhaldsaðgerðirnar til endurskoðunar um næstu áramót eins og fyrirhugað var."

Gunnar Sigurðsson (sign)

Einar Brandsson (sign)

Til máls undir 3084. fundargerð, tl. 13, tóku: GS, GPJ, HR

Gunnar Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:

,,Það kom undirrituðum á óvart að fulltrúi Akraneskaupstaðar samþykkti meðal annars á síðasta aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur að formaður stjórnar yrði starfandi stjórnarformaður. Einnig samþykkti fulltrúi Akraneskaupstaðar á þessum sama fundi langan verkefnalista sem núverandi stjórn á að vinna eftir.

Efni þessara samþykkta höfðu ekki verið kynntar og ræddar í bæjarstjórn Akraness, en frá því að Akranesbær gerist eignaraðili að Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið gott samstarf í bæjarstjórn um málefni Orkuveitunar. Undirritaður hefði kosið að þessar samþykktir hefðu verið ræddar á lokuðum fundi bæjarstjórnar, eins og oft hefur verið gert þegar um viðkvæm mál er að ræða. Það sama á við um brottrekstur fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar.

Einnig vill undirritaður vekja athygli á að eigendum hefur ekki verið kynntar tillögur fyrrverandi forstjóra og annarra æðstu stjórnenda, um til hvað aðgerða grípa skuli til að tryggja rekstur Orkuveitunnar. Ég óska því eftir að fulltrúar í bæjarstjórn Akraness fái í hendur þessar tillögur svo og þær tillögur sem stjórn Orkuveitunnar mun leggja fyrir næsta fund sinn um hvernig eigi að bæta rekstur fyrirtækisins og að allar þessar tillögur verði kynntar fyrir bæjarstjórninni. Að öðrum kosti geta bæjarfulltrúar ekki borið þær saman."

Gunnar Sigurðsson (sign)

bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Forseti bæjarstjórnar tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

,,Fram hefur komið í málefni Jóns Pálma Pálsson fulltrúa Akraneskaupstaðar á aðalfundi OR að hann samþykkti engan verkefnalista á fundinum enda enginn slíkur borinn undir atkvæði."

GS óskaði að bókaði yrði að þetta væri hans skilningur sem fram kom í bókun hans.

2.Fundargerðir Skipulags- og umhverfisnefndar 2010.

1007025

Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar nr. 28 frá 6/7 og 29 frá 16/8 2010.

Lagðar fram.

3.Fundargerðir stjórnar Akranesstofu 2010

1006135

Fundargerðir stjórnar Akranesstofu nr. 30 frá 7/7 og 31 frá 12/8 2010.

Lagðar fram.

4.Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilisins Höfða 2010

1007046

Fundargerð stjórnar Dvalarheimilisins Höfða nr. 59 frá 7/7 2010.

Lögð fram.

5.Fundargerðir framkvæmdaráðs 2010

1006132

Fundargerðir framkvæmdaráðs nr. 39 frá 21/6, 40 frá 1/7, 41 frá 21/7 og 42 frá 12/8 2010.

Lagðar fram.

6.Fundargerðir fjölskylduráðs 2010

1006153

Fundargerðir fjölskylduráðs nr. 41 frá 23/6, 42 frá 7/7, 43 frá 4/8,44 frá 10/8 og 45 frá 17/8 2010.

Lagðar fram.

7.Fundargerðir skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands 2010

1008043

Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands frá 15/6 2010.

Lögð fram.

8.Fundargerðir bæjarstjórnar 2010

1008079

Fundargerðir bæjarstjórnar nr. 1106 frá 15/6 og 1107 frá 3/8 2010.

Fundargerðirnar bornar upp og staðfestar 9:0.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00