Fara í efni  

Bæjarstjórn

1114. fundur 23. nóvember 2010 kl. 17:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
 • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Einar Benediktsson aðalmaður
 • Dagný Jónsdóttir (DJ) varamaður
 • Magnús Freyr Ólafsson (MFÓ) varamaður
 • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
 • Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Fundargerð ritaði: Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Reglur um sölu eigna í eigu Akraneskaupstaðar og stofnana hans.

1010146

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 11. nóvember s.l. að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar með áorðnum breytingum.

Til máls tóku: SK, EB

Bæjarstjórn samþykkir framangreindar reglur með áorðnum breytingum 9:0

2.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 11. nóvember s.l. að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja erindisbréf fyrir starfshóp um byggingaframkvæmdir á Akranesi.

Bæjarstjórn samþykkir erindisbréfið 9:0

3.Bókakaup - Aukafjárveiting

1011011

Bæjarbókavörður hefur óskað eftir aukafjárveitingu til bókakaupa að fjárhæð kr. 500.000,-.
Bæjarráð tók á fundi sínum þann 11. nóv. s.l. jákvætt í erindið og samþykkti að vísa því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir erindið 9:0. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

4.Bæjarskrifstofur - beiðni um tölvukaup

1011052

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar, dags. 9. nóv. 2010, þar sem óskað er heimildar til kaupa á 2 tölvum, samtals að fjárhæð kr. 311.828.- Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tók: IV

Ingibjörg Valdimarsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu með vísan til 19. gr. sveitarstjórnarlaga.

Bæjarstjórn samþykkir erindið 8:0. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

5.Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - búnaður.

908019

Bæjarráð ákvað á fundi sínum þann 11. nóvember s.l. að leggja til við bæjarstjórn að keypt verði tvö hjartastuðtæki á um það bil kr. 200.000,- sem staðsett verði í Íþróttahúsinu við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum.

Til máls tóku: EB, IV, ÞÞÓ, GPJ, SK

IV gerði athugasemd við að álit fagaðila lá ekki fyrir við afgreiðslu bæjarráðs á erindinu.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs 9:0. Fjármögnun er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

6.Faxaflóahafnir sf. - fjárhagsáætlun 2011 og greinargerð

1011012

Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna fyrir árið 2011 ásamt greinargerð. Óskað er samþykktar eignaraðila.

Til máls tóku: GS, bæjarstjóri, GPJ

Gunnar lagði til að bæjarstjóri boðaði til fundar með stjórn og hafnarstjóra Faxaflóahafna vegna byggingu fyrir smábátaútgerð við Akraneshöfn. Jafnframt er þess óskað að stofnsamningur um Faxaflóahafnir verði sendur bæjarfulltrúum.

Bæjarstjóri tók til máls og kvaðst myndu boða til fundar og senda umbeðin gögn til bæjarfulltrúa.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti 9:0. Fjármögnun er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

7.Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni

1011069

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 11. nóv. 2010 að kaupa tvær frystikistur og afhenda mæðrastyrksnefnd til afnota.

Til máls tók: IV

Bæjarstjórn samþykkir erindið 9:0. Fjármögnun, 200 þús.kr., er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

8.Svöfusalur - fjarfundabúnaður

1011071

Bæjarbókavörður hefur óskað eftir fjárveitingu til að endurnýja eldri fjarfundarbúnað í Svöfusal og leggur til að keyptur verði búnaður frá Nýherja að fjárhæð kr. 667.056,- ( með fyrirvara um breytingar á gengi).
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir erindið 9:0. Fjármögnun er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

9.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun

1004064

Framkvæmdastjóri fjölskyldustofu óskar eftir fjárveitingu að upphæð kr. 150.000,- til að endurnýja tölvu deildarstjóra æskulýðs- og forvarnarmála.
Bæjarráð vísar afgreiðslu erindisins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir erindið 9:0. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

10.Gagnaver á Akranesi

1011074

Bæjarráð vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar viljayfirlýsingu um stuðning við Tölvuþjónustuna SecurStore ehf. eða félagi sem THS stofnar til að koma upp gagnaveri á Akranesi og til að byggja upp þjónustu við slíka starfsemi og leggja sitt af mörkum til að gera slíkan rekstur samkeppnishæfan.

Til máls tóku: EB, bæjarstjóri, GPJ

Bæjarstjórn staðfestir viljayfirlýsinguna 9:0.

11.Viðmiðunarreglur um afmælisgjafir eða kveðjur

1011075

Bæjarráð vísar 18. nóv. s.l. til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögum um breytingu á viðmiðunarfjárhæðum í reglum Akraneskaupstaðar um afmælisgjafir eða kveðjur vegna starfsmanna Akraneskaupstaðar.

Bæjarstjórn staðfestir breytingu á viðmiðunarfjárhæðunum 9:0.

12.Málefni flóttafólks 2010

910118

Bæjarráð samþykkti þann 18. nóv. s.l. að vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar beiðni framkvæmdastjóra fjölskyldustofu um fjárveitingu að upphæð 7 mkr. vegna verkefnisins "móttaka flóttafólks".

Til máls tók:

Bæjarstjórn samþykkir erindið 9:0. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

13.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

Bæjarráð samþykkti þann 18.nóv s.l. að vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar drögum að erindisbréfi fyrir dýraeftirlitsmann og drögum að fjárhagsáætlun 2011 ásamt heimild til ráðningar í starf dýraeftirlitsmanns.

Til máls tóku: IV, bæjarstjóri, SK

IV gerði fyrirspurn um fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2011 vegna starfs dýraeftirlitsmanns, sem bæjarstjóri svaraði.

Sveinn Kristinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.

Bæjarstjórn samþykkir 8:0 að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

14.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

Bæjarráð samþykkti þann 18. nóv. s.l. að vísa breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tóku: EBen, SK

Sveinn Kristinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.

Bæjarstjórn staðfestir breytingu á gjaldskránni 8:0.

15.Kattahald - breyting á samþykkt 2010.

1003134

FYRRI UMRÆÐA.
Framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 16. nóv. s.l. að leggja til við bæjarstjórn breytingu á samþykktum um kattahald þannig að hætt verði við bann við lausagöngu katta í bæjarfélaginu. Einnig er lagt til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi gjaldskrá verði samþykkt.

Til máls tóku: IV

Bæjarstjórn samþykkir að vísa breytingu á samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn. Samþykkt 9:0.

Fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir kattahald samþykkt 9:0.

16.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

Skýrsla og rekstraryfirlit jan-okt. 2010 frá framkvæmdastjóra framkvæmdastofu lagt fram til úrvinnslu við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir 9:0 að vísa erindinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

17.Staðardagskrá 21

805157

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði fimm manna vinnuhópur sem fái það hlutverk að leggja mat á stöðu Staðardagskrár 21 (umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar)og gera tillögur um endurskoðun stefnunnar. Nefndin leggur til að formaður vinnuhópsins sé jafnframt fulltrúi í skipulags- og umhverfisnefnd.

Til máls tók: MFÓ, ÞÞÓ

Bæjarstjórn samþykkir að fela skipulags- og umhverfisnefnd að gera tillögu að erindisbréfi fyrir starfshópinn og gera jafnframt tillögu að skipan hans.

Samþykkt 9:0.

18.Akurgerði 9 - deiliskipulagsbreyting

1011063

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreyting á lóðinni nr. 9 við Akurgerði verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 fyrir lóðahöfum við Akurgerði 11, Laugarbraut 20, Heiðargerði 15 og 17.
Bæjarráð staðfesti afgreiðsluna.

Bæjarstjórn samþykkir erindið 9:0.

19.Vogabraut 48, umsókn um viðbyggingu

1009124

Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að viðbygging á lóð nr. 48 við Vogabraut verði samþykkt. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir erindið 9:0.

20.Æðaroddi - nýtt deiliskipulag

1004078

Bæjarráð vísar 18. nóv. til afgreiðslu bæjarstjórnar erindi skipulags- og umhverfisnefndar frá 16. nóv. s.l. um að fá að auglýsa deiliskipulag á Æðarodda skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarstjórn samþykkir erindið 9:0.

21.Bæjarstjórn - 1113

1011006

Fundargerð 1113. fundar bæjarstjórnar frá 9. nóv. 2010.

Til máls tók: EB

Einar Brandsson gerði athugasemd við bókun varðandi tölulið 2. í fundargerð bæjarstjórnar, 1010030 - Kosningar vegna stjórnlagaþings.

Einar tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu við afgreiðslu málsins.

Fundargerðin staðfest 9:0 með framangreindri athugasemd.

22.Skipulags- og umhverfisnefnd - 34

1010022

Fundargerð 34. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 1. nóv. 2010.

Til máls tók: GS, ÞÞÓ, bæjarstjóri

Gunnar hvetur til að skipulags- og umhverfisnefnd taki upp samstarf við landeigendur í Akrafjalli varðandi umgengni í fjallinu og bílastæði við Akrafjall.

Fundargerðin staðfest 9:0.

22.1.Fundartími skipulags- og umhverfisnefndar.

1010201

22.2.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga árið 2010.

1009122

22.3.Frístundagarðar - skipulag.

1008117

22.4.Gámar - Stöðuleyfi.

1010200

23.Skipulags- og umhverfisnefnd - 35

1011007

Fundargerð 35. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 15. nóv. 2010.

Fundargerðin staðfest 9:0.

23.1.Lerkigrund 5-7 færsla á sorpi úr kjallar á lóðina

1011023

23.2.Höfðabraut 5, umsókn um uppsetningu á móttökudisk

1011042

23.3.Vogabraut 48, umsókn um viðbyggingu

1009124

23.4.Æðaroddi - nýtt deiliskipulag

1004078

23.5.Umferðaröryggi - samstarfssamningur við umferðarstofu.

910042

23.6.Fundartími skipulags- og umhverfisnefndar.

1010201

23.7.Norrænt orkusveitarfélag 2011 - Samkeppni

1010173

23.8.Staðardagskrá 21

805157

23.9.Gámar - Stöðuleyfi.

1010200

23.10.Akurgerði 9 - deiliskipulagsbreyting

1011063

23.11.Bílastæði við Akrafjall

1011062

24.Bæjarráð - 3094

1011008

Fundargerð 3094. fundar bæjarráðs sem hófst fimmtud. 11. nóv. og var framhaldið og lokið 15. nóv. 2010.

Til máls tóku: GS, GPJ, bæjarstjóri

Gunnar Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir á fundi sínum þann 23. nóvember 2010 að fela bæjarstjóra að koma á fundi um stöðu atvinnumála á Akranesi. Fjalla skal um hvernig staðan er í dag og á hvern hátt sé hægt að bæta hana, annars vegar með hugsanlegri þátttöku Akraneskaupstaðar og hins vegar með öðrum úrræðum.

Hafa skal samstarf við verkefnisstjóra Akranesstofu, Atvinnuráðgjöf Vesturlands, Vinnumálastofnun og Verkalýðsfélag Akraness við undirbúning fundarins.

Fundinn skal halda á milli fyrri og seinni umræðu um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2011."

Gunnar Sigurðsson (sign)

Einar Brandsson (sign)

GPJ lagði til að tillögunni verði vísað til umfjöllunar í bæjarráði.

Samþykkt 7:2.

Á móti: GS, EB

Gunnar Sigurðsson flutti einnig eftirfarandi tillögu:

,,Hér með gerir undirritaður að tillögu sinni að fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahafna fylgi fundargerðum bæjarstjórnar hverju sinni."

Greinargerð:

Þessi tillaga skýrir sig að mestu leyti sjálf. Það er nauðsynlegt að hafa beinan aðgang að fundargerðum hjá þessum stóru fyrirtækjum sem Akraneskaupstaður á eignarhlut í að bæjarfulltrúar geti fylgst sem best með framvindu mála hjá þeim. Til þess hentar það form að fundargerðirnar fylgi gögnum og fundargerð bæjarstjórnar og því minni líkur á að einstakar ákvarðanir fari framhjá bæjarfulltrúum."

Samþykkt 9:0

24.1.Saga Akraness - ritun.

906053

24.2.Fráveituframkvæmdir á Akranesi.

1010010

24.3.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2010.

1003012

24.4.Reglur um sölu eigna í eigu Akraneskaupstaðar og stofnana hans.

1010146

24.5.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011

1009156

24.6.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

24.7.Starfshópur um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

1011037

24.8.Kosningar til stjórnlagaþings 2010.

1010030

Tilnefning eins aðalmanns í undirkjörstjórn II í stað Hilmars Sigvaldasonar (B).

Til máls tók: GPJ

Tilnefndur er Kristján Heiðar Baldursson í stað Hilmars.

Samþykkt 9:0.

24.9.Erindi félagsmálastjóra

1010133

24.10.Bókakaup - Aukafjárveiting

1011011

24.11.Bæjarskrifstofur - beiðni um tölvukaup

1011052

24.12.Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - búnaður.

908019

24.13.Faxaflóahafnir sf. - fjárhagsáætlun 2011 og greinargerð

1011012

24.14.Fjárbeiðni Stígamóta

1011020

24.15.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2011.

1011004

24.16.Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA

1008087

24.17.Fundargerðir starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja

1008071

24.18.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2010

1007007

24.19.Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni

1011069

24.20.Kosningar til stjórnlagaþings 2010.

1010030

24.21.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011

1009156

25.Bæjarráð - 3095

1011011

Fundargerð 3095. fundar bæjarráðs frá 18. nóvember 2010.

Fundargerð lögð fram.

25.1.Íbúaþing.

1011013

25.2.Menningarráð Vesturlands - starfsemi

1009027

25.3.Svöfusalur - fjarfundabúnaður

1011071

25.4.Kútter Sigurfari

903133

25.5.Uppgjör framlaga vegna húsaleigubóta á árinu 2009

1011072

25.6.FVA - Tækjakaup fyrir málmiðnadeild 2011

1011073

25.7.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun

1004064

25.8.Gagnaver á Akranesi

1011074

25.9.Viðmiðunarreglur um afmælisgjafir eða kveðjur

1011075

25.10.Gjaldskrá fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar árið 2010

1010037

25.11.Fundargerðir starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja

1008071

25.12.Kosningar til stjórnlagaþings 2010.

1010030

25.13.Málefni flóttafólks 2010

910118

25.14.Grundaskóli - Aukning starfs námsráðgjafa og skólaliða

1010210

25.15.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

25.16.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

25.17.Kattahald - breyting á samþykkt 2010.

1003134

25.18.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

25.19.Íþróttahús Vesturgötu 130-Klæðning lágbygginga.

805035

25.20.Tímatökubúnaður, beiðni um endurnýjun búnaðar.

1011070

Til máls tóku: Bæjarstjóri, EBen

Bæjarstjóri lagði til að afgreiðslu bæjarráðs verði breytt og erindi Sundfélagsins verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

Samþykkt 9:0.

25.21.Staðardagskrá 21

805157

25.22.Akurgerði 9 - deiliskipulagsbreyting

1011063

25.23.Bílastæði við Akrafjall

1011062

25.24.Vogabraut 48, umsókn um viðbyggingu

1009124

25.25.Æðaroddi - nýtt deiliskipulag

1004078

25.26.Bæjarskrifstofur - endurnýjun ljósritunarvéla

1010141

25.27.Faxabraut-hraðalækkandi aðgerðir

1011086

25.28.Gamla kaupfélagið - Beiðni um lengingu opnunartíma aðfaranótt sunnud. 21. nóvember n.k.

1011087

26.Framkvæmdaráð - 48

1011005

Fundargerð 48. fundar 16. nóv. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

26.1.Rekstur Akranesvallar og -hallar og æfingasvæðis að Jaðarsbökkum.

1010008

26.2.Kartöflugarðar 2010

1003132

26.3.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

26.4.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

26.5.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

26.6.Kattahald - breyting á samþykkt 2010.

1003134

26.7.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

26.8.Höfðasel - Akrafjallsvegur

1007019

26.9.Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA

1008087

26.10.Íþróttahús Vesturgötu 130-Klæðning lágbygginga.

805035

26.11.Tímatökubúnaður, beiðni um endurnýjun búnaðar.

1011070

27.Fjölskylduráð - 52

1011012

Fundargerð 52. fundar fjöskylduráðs frá 17. nóv. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

27.1.Afrekssjóður Akraneskaupstaðar og ÍA

912056

Til máls tóku: GS, IV, GPJ, GS, EB, GPJ, SK, EB, IV

27.2.Endurnýjun samnings við ÍA 2010

1011080

27.3.Erindi félagsmálastjóra

1008033

27.4.Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.

905030

27.5.Heilsa og lífskjör skólanema - niðurstöður rannsókna 2009-2010

1011078

27.6.Innritun í leikskóla - haust 2010

1011081

27.7.Ávísun á öflugt tómstundastarf

909104

28.Fundargerðir ritnefndar um sögu Akraness.

907067

78. fundargerð ritnefndar Sögu Akraness dags. 14. okt. 2010.

Lögð fram.

29.Yfirkjörstjórn - 2010.

1003034

Fundargerð yfirkjörstjórnar dags. 13. nóvember 2010.

Lögð fram.

30.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2010

1011083

9. fundargerð bæjarstjórnar unga fólksins frá 16. nóv. 2010.

Til máls tók: IV, EBen., GS, SK, MFÓ, ÞÞÓ

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00