Fara í efni  

Bæjarstjórn

1182. fundur 28. janúar 2014 kl. 17:00 - 18:25 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir aðalmaður
 • Einar Benediktsson aðalmaður
 • Karen Jónsdóttir varamaður
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundar. Forseti óskar eftir að fá að taka inn með afbrigðum mál nr. 1401198 um Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Samþykkt 9:0.

1.Skýrsla bæjarstjóra

1401185

Skýrsla bæjarstjóra 28.1.2014.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.

2.Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

1401198

Bæjarstjórn Akraness samþykkir á fundi sínum 28. janúar 2014, styrkveitingu að fjárhæð kr. 700.000 til Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunnar Vesturlands.
Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum "Óviss útgjöld" 21-83-4995.

Til máls tóku: GPJ, ÞÞÓ, GPJ, forseti.

Samþykkt 9:0.

3.Deiliskipulagsbreyting - Sólmundarhöfði, innkeyrsla frá Innnesvegi.

1308181

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 22.1.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að gerð hefur verið breyting á áður auglýstri tillögu.

Breyting sem gerð var á tillögunni eftir auglýsingu, kemur vel til móts við þá athugasemd sem gerð var og er í betra samræmi við núverandi aðkomu og gatnakerfi en auglýst breytingartillaga. Breyting frá núverandi deiliskipulagi er óveruleg og telur bæjarstjórn ekki ástæðu til að auglýsa tillöguna að nýju.
Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Til máls tók: EBr.

Samþykkt 9:0.

4.Deiliskipulagsbreyting Skógarhverfi 1. áfangi, Viðjuskógar 8-14, og 16-18.

1104152

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 7.1.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að auglýst verði breyting á deiliskipulagi Skógahverfis 1. áfanga vegna lóðanna 8-14 og 16-18 við Viðjuskóga.
Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.

Til máls tók: EBr, IV, GPJ, KJ, ÞÞÓ, DJ, EB, EBr, bæjarstjóri, KJ.

Forseti leggur til að málinu verði frestað og bæjarstjórn fundi með skipulags- og umhverfisnefnd.

Samþykkt 9:0

5.Kostnaður við matarmiða starfsmanna Akraneskaupstaðar.

1305056

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 16.1.2014 að leggja til við bæjarstjórn að verðgildi matarmiða til starfsmanna Akraneskaupstaðar verði kr. 1.300,- og gildi frá 1.2.2014.

Til máls tók: bæjarstjóri.

Samþykkt 9:0

6.Lífeyrissjóður samt. sveitarfél. - óbreytt endurgreiðsluhlutfall 2014

1312064

Samþykkt bæjarráðs frá 16.1.2014 um að endurgreiðsluhlutfall til lífeyrisgreiðslna í B-deild verði óbreytt frá síðasta ári, eða 56%.

Samþykkt 9:0

7.Fulltrúar í nefndum og ráðum - breyting

1311139

Samþykkt var í bæjarráði 16.1.2014 tillaga um Björn Guðmundsson sem varaformann í skipulags- og umhverfisnefnd í stað Magnúsar Freys Ólafssonar og Dagnýju Jónsdóttur í stað Valdísar Eyjólfsdóttur sem varamann í menningarmálanefnd.

Samþykkt 9:0

8.Fundargerðir bæjarstjórnar 2014.

1401184

Fundargerðir bæjarstjórnar frá 10.12.2013 og 27.12.2013.

Fundargerðirnar samþykktar 9:0.

9.Fundargerðir bæjarráðs 2014

1401158

Fundargerðir bæjarráðs frá 12., 27.desember 2013 og 16.1.2014.

Til máls tók: ÞÞÓ, GPJ og forseti um fundargerð bæjarráðs frá 12.12.2013 lið númer 1, mál nr. 1312076 um Landmælingar Íslands.

Fundargerðirnar lagðar fram.

10.Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 2014

1401161

Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar frá 6. og 20.1.2014.

Lagðar fram.

11.Fundargerðir fjölskylduráðs 2014

1401159

Fundargerðir fjölskylduráðs frá 17.12.2013, 7. og 21.1.2014.

Lagðar fram.

12.Fundargerðir framkvæmdaráðs 2014

1401160

Fundargerðir framkvæmdaráðs frá 5.12.2013 og 8. og 22.1.2014.

Lagðar fram.

13.Höfði - fundargerðir 2013

1302040

Fundargerð stjórnar Höfða nr. 35, frá 16.12.2013

Lögð fram.

14.Höfði - fundargerðir 2014

1401149

Fundargerð stjórnar Höfða nr. 36, frá 20.1.2014.

Lögð fram.

15.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2013

1301219

Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna nr. 115, frá 13.12.2013.

Lögð fram.

16.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2014

1401090

Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna nr. 116, frá 10.1.2014.

Lögð fram.

17.OR - fundargerðir 2013

1301513

Fundargerðir stjórnar OR nr. 195, 196 og 197 frá 15.11.2013, 6.12.2013 og 13.12.2013.

Lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 18:25.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00