Bæjarstjórn
|
1. 2601-0485 - Eigendanefnd Orkuveitunnar - Erindisbréf Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 18. desember 2025 að tilnefna Jóhann Þórðarson endurskoðanda og Steinar Adolfsson sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs sem fulltrúa Akraneskaupstaðar í eigendanefnd sbr. fyrirliggjandi erindisbréf. Bæjarstjórn samþykkir tilnefningu bæjarráðs um fulltrúa Akraneskaupstaðar í eigendanefnd. Samþykkt 9:0
|
|
2. 2601-0486 - Fjárhagsáætlun 2025 - viðaukar - 2503256 Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 18. desember 2025 viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun ársins 2025 og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins. Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun ársins 2025. Samþykkt 9:0 |
|
3. 2601-0531 - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili - Beiðni um viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2025. Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun ársins 2025 á fundi sínum þann 18. desember 2025 og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar. Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun ársins 2025. Samþykkt 9:0 |
|
4. 2601-0497 - Langtímaveikindi starfsmanna 2025 (veikindapottur) fyrri hluti árs Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 18. desember 2025 úthlutun fjármuna vegna kostnaðar stofnana Akraneskaupstaðar við afleysingar vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2025, samþykkti viðauka nr. 16 vegna ráðstöfunarinnar og vísaði málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar. Úthlutunin tekur til tímabilsins 1. júlí til og með 31. desember 2025 og nam samtals kr. 47.786.215. Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 16 að fjárhæð kr. 47.786.215 og að ráðstöfuninni yrði mætt af eftirfarandi liðum: 31830-4620 kr. 38.220.000.-, 31840-4610 kr. 8.500.000.-, 20830-1691 kr. 286.012,- og með auknum tekjum af 00010-0020, kr. 733.483. Viðbótarfjármagn er fært á tegundalykilinn 1691 á hverja stofnun fyrir sig samkvæmt skiptingu sbr. meðfylgjandi fylgiskjal. Úthlutun vegna fyrri hluta ársins 2025 var kr. 59.713.988 og kr. 47.786.215 vegna síðari hluta ársins eða samtals kr. 107.500.203. Úthlutun vegna ársins 2024 var samtals kr. 87.344.124. Til máls tóku: LL, LÁS og VLJ úr stóli forseta. Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 16. við fjárhagsáætlun ársins 2025 og þær ráðstafanir sem í honum felast. Samþykkt 9:0
|
|
5. 2601-0502 - Styrkir til lækkunar fasteignagjalda 2025 Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 18. desember 2025 úthlutun styrkja til greiðslu fasteignagjalda, viðauka nr. 17 vegna þessa og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar. Forseti víkur af fundi vegna vanhæfissjónarmiða og óskar eftir að varaforseti leysi hann af við fundarstjórn. Varaforseti tekur við stjórn fundarins. Enginn fundarmanna gerir athugasemdir við ákvörðun forseta um að víkja af fundi. Til máls tók: LÁS sem víkur af fundi vegna vanhæfissjónarmiða. Enginn fundarmanna gerir athugasemdir við ákvörðun LÁS um að víkja af fundi. Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlunar ársins 2025 og þær ráðstafanir sem í honum felast . Samþykkt 7:0 VLJ og LÁS taka sæti á fundinum að nýju. VLJ tekur við fundarstjórn þakkar varaforseta fyrir afleysinguna.
|
|
6. 2601-0355 - Skipurit Akraneskaupstaðar 2025 Fyrri umræða um skipurit Akraneskaupstaðar fór fram í bæjarstjórn þann 9. desember 2025. Á fundi bæjarráðs þann 8. janúar 2026 samþykkti ráðið að leggja til við bæjarstjórn þá breytingu á skipuritinu að undir Stjórnsýslu verði "Verkferlar" í stað "Verkferlar og gæði" enda heyri"Gæðamál" undir Þjónustu- og þróunardeild og þetta atriði því tvítalið í skipuritinu. Til máls tóku: SAS sem gerir nánari grein fyrir breytingunum almennt sem og þeim smávægilegu breytingum sem gerðar hafa verið á milli umræðna eftir nánari rýni gagnanna og framkomnum athugasemdum. Framhald umræðu: LÁS. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi skipuritsbreytingu sem taki þegar gildi. Samþykkt 9:0 Tillögurnar fela í sér eftirtaldar helstu breytingar: a. Skrifstofa bæjarstjóra er lögð niður. b. Breytingar á stjórnsýslu- og fjármálasviði - Heiti sviðsins er breytt í fjármála- og þjónustusvið. - Stofnuð verði mannauðs- og launadeild sem heyri undir sviðið. - Stofnuð verði þjónustu- og þróunardeild sem heyri undir sviðið. - Fjármáladeild verði fjármála- og innkaupdeild. c. Breytingar á skóla- og frístundasviði. - Heiti sviðsins verði mennta- og menningarsvið. - Menningar- og safnamál heyri undir sviðið. - Akranesviti heyri undir menningar- og safnamál. - Menningar og safnanefnd verði lögð niður frá og með 1. júní 2026 og málefni sem þann málaflokk varða heyri undi mennta- og menningarráð. d. Breytingar á velferðar- og mannréttindasviði. - Formfesting breytinga á velferðar- og mannréttindasviðs frá árinu 2023 sem byggðu á stjórnunarkenningum sem leggja áherslu á samþættingu, skýrar ábyrgðarlínur og markvissa teymisvinnu. Með þeim var skapað sveigjanlegra og samhæfðara umhverfi sem styður betra upplýsingaflæði og þverfaglegt samstarf. Þannig var styrkt við heildstæða og samræmda þjónustu bæði við börn og fullorðna. Allar breytingar eru gerðar með það að markmiði að styrkja einstök svið og málaflokkar, skýra umboð og ábyrgð og auka skilvirkni í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar. Samþykkt 9:0
|
|
7. 2601-0244 - Fyrirspurn um kaup á Suðurgötu 57 - 2510186 Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 8. janúar 2026 samning um sölu á fasteigninni Suðurgötu 57 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar. Til máls tóku: LL, LÁS og VLJ úr stóli forseta. Bæjarstjórn samþykkir sölu á fasteigninni Suðurgötu 57 skv. fyrirliggjandi samningi. Samþykkt 9:0
|
|
8. 2601-0361 - Úthlutun lóða í Flóahverfi - Reglur Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 8. janúar 2026 nýjar úthlutunarreglur fyrir lóðir í Flóahverfi og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar. Bókunin var eftirfarandi: Hlutfall af gatnagerðargjaldi viðkomandi lóðar: 100% eftir eitt ár frá úthlutun lóðar. Heimildin tekur til lóða sem úthlutað er á tímabilinu 1. janúar 2026 til og með 31. ágúst 2026. Gjöld skulu verðbætt m.t.t. byggingarvísitölu hverju sinni. Eftir 31. ágúst 2026, skulu gjalddagar vera samkvæmt gildandi gjaldskrá fyrir gatnagerðagjald í Akraneskaupstað. Gera þarf samninga um dreifingu gjaldanna við lóðarhafa og tryggja veðstöðu gjaldanna með tryggingarbréfi á 1.sta veðrétti í viðkomandi lóð. Bæjarstjórn samþykkir nýjar úthlutunarreglur um lóðir í Flóahverfi sem gildi tímabilið 1. janúar 2026 til og með 31. ágúst 2026. Samþykkt 9:0
|
|
9. 2601-0362 - Úthlutun lóða í Skógarhverfi 3C - Reglur Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nýjar úthlutunarreglur vegna lóða í Skógarhverfi 3C og vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar. Bókun bæjarráðs var svofelld: Bæjarráð samþykkir tímabundið, í samræmi við 4. gr. gjaldskrár um gatnagerðargjald, til að auka eftirspurn eftir lóðum, að heimilt verði að dreifa greiðslum byggingarréttar- og gatnagerðargjalds, vegna úthlutunar byggingarlóða í Skógarhverfi 3C, á eftirfarandi hátt: Hlutfall af gatna- og byggingarréttargjaldi viðkomandi lóðar: 25% innan mánaðar frá lóðaúthlutun. 25% við veitingu byggingarleyfis, þó að hámarki eitt ár frá úthlutun lóðar. 50% eftir tvö ár frá úthlutun lóðar. Heimildin tekur til lóða sem úthlutað er á tímabilinu 1. nóvember 2025 til og með 31. ágúst 2026. Gjöld skulu verðbætt m.t.t. byggingarvísitölu hverju sinni. Eftir 31. ágúst 2026, skulu gjalddagar vera samkvæmt gildandi gjaldskrá fyrir gatnagerðagjald í Akraneskaupstað. Gera þarf samninga um dreifingu gjaldanna við lóðarhafa og tryggja veðstöðu gjaldanna með tryggingarbréfi á 1.sta veðrétti í viðkomandi lóð. Bæjarstjórn samþykkir nýjar úthlutunarreglur vegna lóða í Skógarhverfi 3C, sem gildi tímabilið 1. nóvember 2025 til og með 31. ágúst 2026. Samþykkt 9:0
|
|
10. 2601-0253 - Stofnframlög - Samningar 2025 Brynja leigufélag Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 8. janúar 2026 fyrirliggjandi stofnframlagssamninga Akraneskaupstaðar og Brynju leigufélags ses. og vísaði málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar. Um er að ræða stofnframlagssamninga um eftirtaldar íbúðir: Hagaflöt 11, íbúð 304. Stofnframlag Akraneskaupstaðar er kr. 6.497.808. Heiðarbraut 40, íbúð 103. Stofnframlag Akraneskaupstaðar er kr. 3.329.412. Asparskógar 1, íbúð 107. Stofnframlag Akraneskaupstaðar er kr. 4.930.565. Asparskógar 15, íbúð 102. Stofnframlag Akraneskaupstaðar er kr. 7.016.676. Til máls tóku: Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi stofnsamninga Akraneskaupstaðar og Brynju leigufélags ses. Samþykkt 9:0
|
|
11. 2601-0656 - Fundir bæjarráðs 2025 3613. fundur bæjarráðs þann 11. desember 2025 3614. fundur bæjarráðs, þann 18. desember 2025 Til máls tóku: LL um fundargerð nr. 3614, dagskrárlið nr. 2. LÁS um fundargerð nr. 3614, dagskrárlið nr. 2. VLJ úr stóli forseta um fundargerð nr. 3614, dagskrárlið nr. 2. EBr um fundargerð nr. 3614, dagskrárlið nr. 2. SAS um fundargerð nr. 3614, dagskrárlið nr. 2. LÁS um fundargerð nr. 3614, dagskrárlið nr. 2. EBr um fundargerð nr. 3614, dagskrárlið nr. 2. JMS um fundargerð nr. 3614, dagskrárlið nr. 2. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
|
|
12. 2512-5572 - 3615. fundur bæjarráðs 3615. fundar bæjarráðs haldinn þann 8. janúar 2026. Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
|
13. 2601-0583 - 257. fundur velferðar- og mannréttindaráðs 257. fundur velferðar- og mannréttindaráðs frá 16. desember 2025 Til máls tóku: KHS um dagskrárlið nr. 5. KHS um dagskrárlið nr. 3. EBr um dagskrárlið nr. 5. EBr um dagskrárlið nr. 3. LÁS um dagskrárlið nr. 3. KHS um dagskrárlið nr. 3. EBr um dagskárlið nr. 3. Forseti um málsmeðferð tengt umfjöllunarefni dagskrárliðs nr. 3. SAS um dagskrárlið nr. 3. LÁS um dagskrárlið nr. 3. EBr um dagskrárlið nr. 3. KHS um dagskrárlið nr. 3. SAS um dagskrárlið nr. 3. Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
|
14. 2601-0585 - 275. fundur skóla- og frírstundaráðs 275. fundur skóla- og frírstundaráðs þann 17. desember 2025 Til máls tók: JMS um dagskrárliði nr. 1, nr. 4 og nr. 5. Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
|
15. 2512-5342 - 276. fundur skóla- og frístundaráðs 276. fundur skóla- og frístundasviðs þann 8. janúar 2026. Til máls tók: JMS um dagskrárliði nr. 1 og nr. 2. Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
|
16. 2601-0584 - 340. fundur skipulags- og umhverfissráðs 340. fundur skipulags- og umhverfissráðs þann 11. desember 2025 Til máls tóku: GIG um dagskrárliði nr. 1 og nr. 3. SAS um dagskrárlið nr. 2. KHS um dagskrárliði nr. 2 og nr. 3. VLJ úr stóli forseta um dagskrárlið nr. 2. LÁS um dagskrárlið nr. 2. SAS um dagskrárliði nr. 2 og nr. 3. Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
|
17. 2512-5554 - 341. fundur skipulags- og umhverfisfráðs þann 5. janúar 2026 341. fundur skipulags- og umhverfisfráðs þann 5. janúar 2026 Til máls tóku: GIG um dagskrárliði nr. 1, nr. 2, nr. 3 og nr. 4. VLJ úr stóli forseta um dagskrárlið nr. 2. SAS um dagskrárlið nr. 2. Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
|
18. 2512-5220 - Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar 990. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 5. desember 2025 991. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember 2025 Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar. |
|
19. 2512-5510 - Fundargerðir 2025 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili 166. fundargerð stjórnar Höfða frá 15. desember 2025 Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
|
20. 2601-0493 - Fundargerðir 2025 - Orkuveita Reykjavíkur 368. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 29. september 2025 369. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 6. október 2025 370. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 27. október 2025 371. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. nóvember 2025 Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar. |
Fundi slitið, fundargerð samþykkt og undirrituð rafrænt.





