Fara í efni  

Bæjarstjórn

1419. fundur 23. september 2025 kl. 17:00 - 18:33 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.

1.Farsældarráð Vesturlands

2509060

Vesturland var fyrsti landshlutinn til að sameinast um svæðisbundið farsældarráð. Ásmundur Einar Daðason, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði samning þess efnis við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi 16. maí 2024.

Markmið samstarfsins er að efla og samræma þjónustu við börn og fjölskyldur á Vesturlandi með samþættri, snemmtækri og heildstæðri nálgun. Jafnframt mun farsældarráð vinna að því að styrkja þverfaglegt samstarf og tryggja að farsæld barna sé leiðarljós í stefnumótun og framkvæmd þjónustu í landshlutanum.

Lagt er upp með að formleg stofnun farsældarráðs Vesturlands verði á komandi haustþingi SSV.



Málið hefur farið fyrir velferðar- og mannréttindaráð og skóla- og frístundaráð sem eru fylgjandi undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar.
Til máls tóku:
JMS, RBS, KHS, VLJ úr stóli forseta, RBS og LÁS.

Bæjarstjórn samþykkir skuldbindingu þá sem felst í undirritun samstarfsyfirlýsingar um svæðisbundinn samráðsvettvang með stofnun farsældarráðs Vesturlands í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Farsældarráð er samráðsvettvangur sveitarfélaga og þjónustuaðila á svæðinu sem starfa í þágu barna og fjölskyldna þeirra og er ráðinu ætlað að vera stuðningu við stefnumótun og samhæfingu þjónustu í samræmi við farsældarlög og leggja fram tillögur að sameiginlegum áherslum. Gert er ráð fyrir að ráðið hittist að lágmarki tvisvar ár ári og fjöldi kjörinna fulltrúa Akraneskaupstaðar verði tveir aðalmenn og tveir til vara. Gert er jafnframt ráð fyrir að tveir stjórnendur Akraneskaupstaðar í hlutaðeigandi málaflokkum eigi sæti í ráðinu.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn samþykkir einnig fyrirliggjandi drög að skipulagi farsældarráðs sem og drög að verklagsreglum ráðsins.

Samþykkt 9:0

2.Breyting á aðalskipulagi vegna Innnesvegar 1 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2508045

Á fundi bæjarstjórnar þann 9. september 2025 var málinu vísað til nýju til skipulags- og umhverfisráðs og ráðinu falið að afla lögfræðiálits vegna þeirra álitaefna sem rakin voru í umræðum um málið.

Gögn málsins ásamt minnispunktum ytri ráðgjafa lögð fyrir skipulags- og umhverfisráð.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir á ný að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja aðalskipulagsbreytingu vegna Innnesvegar 1, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Forseti leggur til að mál nr. 2 og nr. 3 verði rædd saman í einni umræðu og færð til bókar undir máli nr. 2 en afgreiðsla hvors máls fyrir sig verði eðli máls samkvæmt bókuð undir hlutaðeigandi dagskrárliðum.

Enginn fundarmanna andmælti tillögu forseta.

Til máls tóku:
GIG, RBS, KHS og VLJ úr stóli forseta.

Bæjarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagsbreytingu vegna Innnesvegar 1 og að breytingin verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 7:2 (LL/GIG/JMS/RH/SAS/LÁS/RBS):(VLJ/KHS)

Bæjarstjórn samþykkir framlagða greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar bæjarstjórn við framkomnum athugasemdum við aðalskipulagsbreytinguna sem fólgin er í að sett verði sérákvæði fyrir landnotkunarflokk VÞ - 212 sem heimilar starfsemi bílaþvottastöðvar.

Samþykkt 8:0, KHS situr hjá.

3.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting - umsókn til Skipulagsfulltrúa

2308168

Á fundi bæjarstjórnar þann 9. september 2025 var málinu vísað til nýju til skipulags- og umhverfisráðs og ráðinu falið að afla lögfræðiálits vegna þeirra álitaefna sem rakin voru í umræðum um málið.

Gögn málsins ásamt minnispunktum ytri ráðgjafa lögð fyrir skipulags- og umhverfisráð.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir á ný framlagða greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar við þeim athugasemdum sem bárust við deiliskipulagið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt ásamt greinargerð skipulagsfulltrúa sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við deiliskipulagið.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytingu Flatarhverfis klasi 5 og 6 og Innnesvegar 1, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 7:2 (LL/GIG/JMS/RH/SAS/LÁS/RBS):(VLJ/KHS)

Bæjarstjórn samþykkir framlagða greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar bæjarstjórn við framkomnum athugasemdum við deiliskipulag Flatakverfis klasa 5 og 6 sem afmarkast af lóðarmörkum Innnesvegar 1 og felst í að breyta notkun á lóð þar sem heimilt verður að reka bílaþvottastöð.

Samþykkt 8:0, KHS situr hjá

4.Fundargerðir 2025 - bæjarráð

2501002

3602. fundur bæjarráðs frá 11. september 2025.
Til máls tóku:
LL um dagskrárliði nr. 1, nr. 5 og nr. 9.
LÁS um dagskrárlið nr. 9.
LL um dagskrárlið nr. 9.
LÁS um dagskrárlið nr. 9.
LL um dagskrárlið nr. 9.
KHS um dagskrárlið nr. 9
LÁS um dagskrárlið nr. 9.
SAS um dagskrárlið nr. 9.
RBS um dagskrárlið nr 9.
LL um dagskrárlið nr. 9.
KHS um dagskrárlið nr. 9.
JMS um dagskrárlið nr. 9.
RBS um dagskrárlið nr. 9.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2025 - velferðar- og mannréttindaráð

2501003

251. fundur velferðar- og mannréttindaráðs frá 16. september 2025.
Til máls tók:
KHS um dagskrárliði nr. 1 og nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2025 - skóla- og frístundaráð

2501004

269. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 19. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2025 - skipulags- og umhverfisráð

2501005

333. fundur skipulags- og umhverfisráðs frá 15. september 2025.
Til máls tóku:
GIG um dagskrárliði nr. 1, nr. 4, nr. 7, nr. 8, nr. 10, nr. 11 og nr. 17.
SAS um dagskrárliði nr. 1 og nr. 3.
VLJ úr stóli forseta um um dagskrárlið nr. 14.
GIG um dagskrárlið nr. 14.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2025 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2501023

163. fundargerð stjórnar Höfða frá 15. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2501029

984. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. september 2025.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:33.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00