Fara í efni  

Bæjarstjórn

1175. fundur 24. september 2013 kl. 17:00 - 17:46 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
 • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir aðalmaður
 • Einar Benediktsson aðalmaður
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar býður fundarmenn velkomna.

1.Skýrsla bæjarstjóra 24. september 2013.

1301269

Bæjarstjóri flytur skýrslu síðasta mánaðar.

2.Deiliskipulagsbreyting - Jaðarsbakkar, breyting við Sólmundarhöfða.

1308182

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 17. september 2013, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Jaðarsbakka vegna breytinga á innkeyrslum inn á Sólmundarhöfða verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók:EBr.

Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

3.Deiliskipulagsbreyting - Sólmundarhöfði, innkeyrsla frá Innnesvegi.

1308181

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 17. september 2013, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Sólmundarhöfða vegna breytinga á innkeyrslum inn á Sólmundarhöfða verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku:

Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

4.Mótun velferðarstefnu

1209111

Erindi Fjölskylduráðs dags. 18. september 2013, þar sem drögum að velferðarstefnu Akraneskaupstaðar fyrir börn og ungmenni að 18 ára aldri er vísað til umfjöllunar og staðfestingar í bæjarstjórn.

Umræðu og afgreiðslu frestað.

5.Mótun skólastefnu

1201103

Erindi Fjölskylduráðs dags. 18. september 2013, þar sem drögum að skólastefnu Akraneskaupstaðar, er vísað til umfjöllunar og staðfestingar í bæjarstjórn.

Umræðu og afgreiðslu frestað.

6.Bæjarstjórn - 1174

1309005

Fundargerð bæjarstjórnar frá 10. september 2013.

Fundargerð staðfest 9:0.

7.Bæjarráð - 3196

1309006

Fundargerð bæjarráðs frá 11. september 2013.

Lögð fram.

Gunnar Sigurðsson tekur til máls undir lið nr. 11, málsnúmer 1309097 og leggur fram eftirfarandi tillögu ásamt Einari Brandssyni:

"Tillaga á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 24. september 2013
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að óska eftir viðræðum við sveitastjórnir Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar um hvort sameining þessara sveitarfélaga gæti orðið íbúum þeirra hagkvæm. Ef jákvæður vilji verður til að skoða málið frekar munu þessi fjögur sveitarfélög gera með sér samkomulag um framhald málsins. Bæjarstjóra er falið að fylgja þessari tillögu eftir.

Greinargerð.
Á undanförnum árum hafa fjölmörg verkefni færst á hendur sveitarfélaga frá ríkinu. Að flestra mati hefur þessi tilflutningur bætt þjónustu og má þar nefna rekstur grunnskóla og rekstur málefna fatlaðra. Áðurnefnd sveitarfélög hafa um árabil átt í nánu samstarfi vegna sameiginlegra hagmunamála og má í því sambandi nefna Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, almenningssamgöngur og áðurnefnda yfirtöku á málefnum fatlaðra.
Mikill vilji er til þess að aukin og flóknari verkefni færist til sveitarfélaga svo sem rekstur heilsugæslu og löggæslu. Til þess að þessi þróun haldi áfram og tryggi um leið bætta þjónustu við íbúa er ljóst í okkar huga að sveitarfélögin þurfa að stækka.
Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var á dögunum kom fram í máli innanríkisráðherra að ekki yrði af frekari sameiningu sveitarfélaga með lagaboði heldur eingöngu vegna frumkvæðis íbúanna sjálfra.
Aukið samstarf eða sameining fyrrnefndra sveitarfélaga er forsenda bættrar þjónustu við íbúa þeirra og tryggir um leið samkeppnishæfni þeirra allra. Í því ljósi er tillaga þessi nú flutt.

Gunnar Sigurðsson
Einar Brandsson"

Aðrir sem tóku til máls: GPJ, ÞÓ, SK, GPJ.

Tillagan samþykkt 9:0.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd - 97

1309002

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 16. september 2013.

Lögð fram.

9.Fjölskylduráð - 123

1308016

Fundargerð fjölskylduráðs frá 3. september 2013.

Lögð fram.

10.Fjölskylduráð - 124

1309009

Fundargerð fjölskylduráðs frá 17. september 2013.

Lögð fram.

11.OR - fundargerðir 2013

1301513

190. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 29. ágúst 2013.

Lögð fram.

12.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2013

1301219

112. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 13. september 2013.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:46.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00