Fara í efni  

Bæjarstjórn

1163. fundur 22. janúar 2013 kl. 17:00 - 18:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
 • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Einar Benediktsson aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá
Gunnhildur Björnsdóttir varamaður situr fundinn í stað Hrannar Ríkharðsdóttur aðalmanns.

Forseti bæjarstjórnar, Sveinn Kristinsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.

1.Skýrsla bæjarstjóra.

1301269

Skýrsla bæjarstjóra 22. janúar 2013.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.

2.Starfslok bæjarritara.

1301268

Samkomulag Akraneskaupstaðar og Jóns Pálma Pálssonar um starfslok hans sem bæjarritari, dags. 11. janúar 2013.

Til máls tóku: EB, GPJ

1) Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi starfslokasamning Akraneskaupstaðar við Jón Pálma Pálsson, kt. 270754-3929, dags. 11. janúar 2013 og samþykkir jafnframt að Andrés Ólafsson fjármálastjóri gegni stöðu bæjarritara þar til nýr bæjarritari tekur til starfa.

Samþykkt 9:0.

2) Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að auglýsa starf bæjarritara.

Til máls tók EB

EB leggur til að tl. 2 um að auglýsa starf bæjarritara verði vísað til umfjöllunar í bæjarráði.

Samþykkt 9:0.

Í tilefni af samþykkt starfslokasamnings við Jón Pálma Pálsson bókar bæjarstjórn Akraneskaupstaðar eftirfarandi:

,,Fyrrverandi bæjarritari var næstæðsti embættismaður á skrifstofu bæjarins. Hann bar sem slíkur ríka ábyrgð og trúnaðarskyldur í stjórnsýslu og innra eftirliti með rekstri sveitarfélagsins og átti því að vera til fyrirmyndar í öllum störfum sínum fyrir bæjarfélagið. Hann var einnig staðgengill bæjarstjóra.

Úttekt lögmanna og endurskoðenda í desember 2012 staðfesti að bæjarritarinn fyrrverandi braut gegn starfsskyldum sínum. Hann fór á svig við gildandi reglur bæjarfélagsins um greiðslur fyrir bifreiðaafnot og starf í nefndum, krafði og lét fleiri en einn aðila greiða sér vegna sömu tilefna og braut þannig reglur sem hann sjálfur skyldi hafa forystu um að viðhalda og virða.

Bæjarritarinn fyrrverandi brást við úttekt lögmanna og endurskoðenda með því að endurgreiða bæjarsjóði þegar í stað tiltekna upphæð sem hann sjálfur taldi sig hafa fengið ofgreidda samkvæmt kröfum sem hann gerði. Það gerði hann að eigin frumkvæði og án þess að sú upphæð væri borin undir bæjaryfirvöld eða aðra sem áttu hlut að máli.

Bæjarstjórnin lítur á mál þetta sem alvarlegt brot á því trausti sem æðstu yfirmenn bæjarfélagsins verða að njóta. Slíkur trúnaðarbrestur hlaut því að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi embættismann."

Samþykkt 9:0.

3.Grenjar - hafnarsvæði, deiliskipulag.

1202219

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 14. janúar 2013, varðandi deiliskipulag Grenja-hafnarsvæðis. Skipulagið var endurauglýst frá 29. nóv. 2012 til og með 10. jan. 2013. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Guðmundur Páll Jónsson og Einar Brandsson véku af fundi og lýstu sig vanhæfa með vísan til sveitarstjórnarlaga.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag Grenja-hafnarsvæðis 7:0. GPJ og EB ekki í sal.

4.Bæjarstjórn - 1161

1301011

Fundargerð lokaðs fundar bæjarstjórnar frá 7. janúar 2013.

Fundargerðin staðfest 9:0.

5.Bæjarstjórn - 1162

1301003

Fundargerð 1162. fundar bæjarstjórnar frá 8. janúar 2013.

Fundargerðin staðfest 9:0.

6.Bæjarráð - 3177

1301008

Fundargerð 3177. fundar bæjarráðs frá 10. janúar 2013.

Til máls tók ÞÞÓ undir tl. 13 ,,1301180 - Starfsmenn-samskipti".

Til máls tók GS undir tl. 14 ,,1301171-Tryggingamiðstöðin-tryggingasamningur".

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd - 82

1301012

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 10. janúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fjölskylduráð - 105

1301015

Fundargerð 105. fundar fjölskylduráðs frá 15. janúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2013

1301219

Fundargerð 105. fundar stjórnar Faxaflóahafna frá 11. janúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00