Fara í efni  

Bæjarstjórn

1387. fundur 23. janúar 2024 kl. 17:00 - 18:40 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Ályktun um stöðu orkumála

2401294

Ályktun bæjarstjórnar Akraness vegna stöðu í orkumálum.
Til máls tóku:
Forseti og les upp ályktun bæjarstjórnar Akraness sem er til umræðu og e.a. afgreiðslu á fundinum en ályktun og greinargerð vegna hennar er fylgiskjal undir dagskrárliðnum.
LL, RBS, EBr, VLJ úr stóli forseta, HB, EBr, RBS og KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir eftirfarandi ályktun:

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur alvarlegar áhyggjur af stöðu raforkumála og þeirri stöðu sem frekari orkuöflun er í. Staðreyndin er að þegar eru skerðingar á orku, og skortur á orku farin að hafa áhrif á fyrirtæki sem veita hundruðum íbúa Akraness atvinnu og setur störf þeirra og lífsafkomu í hættu.

Um 20% af heildaratvinnutekjum íbúa Akraness koma til vegna framleiðslu fyrirtækja á Grundartanga, Norðuráls og Elkem, og skortur á raforku, til skemmri eða lengri tíma, hefur bein áhrif á afkomu íbúa og sveitarfélagsins. Núverandi ástand og horfur geta leitt til tapaðra starfa og minnkandi verðmæta sem leiða af sér samdrátt og lakari lífskjör.

Akraneskaupstaður skorar á stjórnvöld að leita nú allra leiða til að styðja við frekari orkuöflun og hraða uppbyggingu á virkjunum og endurbótum á flutningskerfi raforku.

Valgarður L. Jónsson (sign)
Líf Lárusdóttir (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Einar Brandsson (sign)
Guðmundur Ingþór Guðjónsson (sign)
Kristinn H. Sveinsson (sign)
Anna Sólveig Smáradóttir (sign)
Liv Aase Skarstad (sign)
Sædís Alexía Sigumundsdóttir (sign)

2.Gjaldskrá frístundadvalar utan lögheimilissveitarfélags

2312219

Bæjarráð samþykkt á fundi sínum þann 11. janúar sl. gjaldskrá vegna frístundadvalar barna og ungmenna sem ekki eiga lögheimili á Akranesi en áður hafði skóla- og frístundarráð samþykkt gjaldskrána á fundi sínum þann 3. janúar sl.
Til máls tók:
EBr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir gjaldskrá vegna frístundadvalar barna og ungmenna sem ekki eiga lögheimili á Akranesi.

Samþykkt 9:0

3.Jöfnunarsjóður - úthlutunarreglur

2401170

Bréf innviðaráðherra um fyrirhugaðar breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð var lagt fyrir á fundi bæjarráðs þann 11. janúar sl. og vísað til bæjarstjórnar Akraness.
Til máls tóku:
EBr og VLJ úr stóli forseta.

Bæjarstjórn Akraness styður þá ákvörðun innviðaráðherra að bíða með heildarendurskoðun laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þar til óvissu í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. desember sl. hefur verið eytt. Bæjarstjórn tekur undir að mikilvægt er að gera breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, en minnir á umsögn sína um breytingarnar, dags. 28. mars 2023, þar sem fram komu alvarlegar athugasemdir við frumvarpið eins og það lá fyrir þá.

Þá minnir bæjarstjórn á að Akraneskaupstaður býr ekki yfir sama aðgangi og starfsmenn Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greina gögn sveitarfélagsins og sjóðurinn hefur hafnað því að afhenda Akraneskaupstað reiknilíkan sjóðsins til að geta séð áhrif einstakra þátta á útreikninga. Telur bæjarstjórn mjög mikilvægt í anda þess sýnileika sem nýtt reiknilíkan átti að birta, að sveitarfélög fái aðgang að reiknilíkani sjóðsins til að sannreyna þann sýnileika. Þannig væri hægt að ná betri sátt um breytingarnar.

Bæjarstjórn Akraness mótmælir því að greiðslur til Reykjavíkurborgar vegna framangreinds dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, verði teknar úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og framlög sjóðsins til annarra sveitarfélaga þannig skert um þá fjárhæð sem bótagreiðslum til Reykjavíkurborgar nemur. Málshöfðun Reykjavíkurborgar beindist gegn Ríkissjóði en ekki Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og því er það ekki ásættanlegt fyrir önnur sveitarfélög að fjármunir úr Jöfnunarsjóði verði notaðir til að greiða umræddar bætur.

Samþykkt 9:0

4.Fundargerðir 2024 - bæjarráð

2401002

3553. fundargerð bæjarráðs frá 11. janúar 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2024 - velferðar- og mannréttindaráð

2401003

217. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 16. janúar 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2024 - skóla- og frístundaráð

2401004

232. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 17. janúar 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2024 - skipulags- og umhverfisráð

2401005

287. fundur skipulags- og umhverfisráðs frá 15. janúar 2024.
Til máls tóku:
LÁS um dagskrárlið nr. 3.
GIG um dagskrárlið nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2023 - Faxaflóahafnir

2301018

237. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 24. nóvember 2023.
Til máls tóku:
RBS um dagskrárliði nr. 1 og nr. 8.
GIG um dagskrárliði nr. 1 og nr. 8.
RBS um dagskrárliði nr. 1 og nr. 8.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2023 - Orkuveita Reykjavíkur

2301019

343. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. október 2023.

344. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. nóvember 2023.
Til máls tóku:
RBS hversu seint fundargerðirnar berast til Akraneskaupstaðar og fyrir bæjarstjórn Akraness til umfjöllunar.
RBS um fundargerð nr. 343, dagskrárliði nr. 7 og nr. 12, fyrsta og annan lið.
VLJ úr stóli forseta um skil fundargerða almennt en hann hefur gert athugasemdir við þetta innan stjórnar.
VLJ úr stóli forseta um dagskrárlið nr. 7 og nr. 12, fyrsta og annan lið.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2401028

941. fundargerð stjórnar íslenskra sveitarfélaga frá 12. janúar 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00