Fara í efni  

Bæjarstjórn

1365. fundur 29. desember 2022 kl. 17:00 - 18:07 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr.2212008 - Umdæmisráð landsbyggðar, mál nr. 2206003 - Kosning í ráð og nefndir 2022-2026, mál nr. 2211016 Samstarfsnefnd Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar - kaup á dróna, mál nr. 2201002 - Fundargerðir 2022 - bæjarráð, mál nr. 2201003 - Fundargerðir 2022 - Velferðar- og mannréttindaráð.

Málin verða nr. 2. nr. 4, nr. 5. nr. 12 og nr. 13 í dagskránni verði afbrigðin samþykkt og númeraröð annarra mála, miðað við útsenda dagskrá, hliðrast til samræmis við þessa breyttu röðun.

Samþykkt 9:0

1.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Tillaga um hækkun útsvars til samræmis við samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga dags. 16. desember 2022 varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvars.

Um tilfærslu fjármuna er að ræða á milli ríkis og sveitarfélaga og er útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkuð um 0,22% en tekjuskattsprósentur ríkisins lækka í sama mæli þannig að útsvarsgreiðendur verða ekki fyrir beinum áhrifum vegna þessa.
Til máls tóku:
RBS og KHS.

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16. desember 2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi þann 16. desember 2022, samþykkir bæjarstjórn Akraness að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.

Samþykkt 9:0

2.Kosning í ráð og nefndir tímabilið 2022 - 2026

2206003

Til máls tók: GIG.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fulltrúar Akraneskaupstaðar í stjórn Faxaflóahafna vegna tímabilsins 2023 (frá 1. janúar 2023) til og með 2026 verði eftirfarandi:

Aðalmaður:
Guðmundur Ingþór Guðjónsson

Samþykkt 9:0

Varamaður:
Ragnar B. Sæmundsson

Samþykkt 9:0

Samkvæmt samþykktum Faxaflóahafna ber Akraneskaupstað, Hvaljarðarsveit, Borgarbyggð og Skorradalshrepp, að tilnefna sameiginlega einn óháðan fulltrúa og varamann viðkomandi, í stjórn félagsins.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrir sitt leyti eftirfarandi:

Óháður aðalmaður: Páll Snævar Brynjarsson
Óháður varamaður: Verður tilgreindur síðar.

Samþykkt 9:0

Forseti ber fram þann þá tillögu að bæjarráði verði falið að tilnefna óháðan varamann í stjórn Faxaflóahafna f.h. Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0

3.Umdæmisráð barnaverndarþjónustu Akraneskaupstaðar

2209025

Ný skipan barnarverndarmála tekur gildi um áramótin.

Gera þarf breytingar á samþykkt nr. 696/2013 um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar vegna þessarar tilhögunar barnarverndarmála og fór fyrri umræðan fram í bæjarstjórn þann 16. desember sl.

Á milli umræðna var leitað ráðgjafar hjá innviðaráðuneytinu og hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna tillagnanna.
Forseti gerir grein fyrir forsögu málsins sem og þeim samskiptum sem átt hafa sér stað við innviðaráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið á milli umræðna.

Forseti leggur fram eftir breytingartillögur á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar:

Tillaga nr. 1 sem varðar 63. gr. samþykktarinnar sem orðist svo:

Nefndir og stjórnir.

Eftirtaldar nefndir og stjórnir sem kjörnar eru af bæjarstjórn heyra undir stjórnsýslu velferðar- og mannréttindaráðs:
- Öldungaráð.
- Samráðshópur um málefni fatlaðra.
- Umdæmisráð barnaverndar. Bæjarstjórn skipar í umdæmisráð barnaverndar skv. 14. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Samþykkt 9:0

Tillaga nr. 2 sem felur í sér nýja grein, ásamt fyrirsögn, sem komi í X. kafla samþykktarinnar, á undan gildistökuákvæði hennar sem orðist svo:

Viðauki um fullnaðarafgreiðslu mála vegna barnaverndarþjónustu.

Samþykkt þessari fylgir viðauki um fullnaðarafgreiðslu mála vegna barnaverndarþjónustu, sbr. 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga.

Samþykkt 9:0

Tillaga nr. 3 sem orðist svo:

Við samþykktina bætist nýr viðauki, viðauki I, um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Akraneskaupstaðar, sem birtur er með samþykkt þessari.

Samþykkt 9:0

Tillaga nr. 4 sem orðist svo:

Samþykkt þessi sem bæjarstjórn Akraness hefur sett samkvæmt ákvæðum 9. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samþykkt 9:0

Viðaukinn orðist svo:

1. gr.
Eftirtaldir starfsmenn sem taldir eru upp í tl. 1-2 2. mgr. 1. gr. viðauka þessa fara með vald til fullnaðarafgreiðslu allra ákvarðana á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002 sem ekki hafa verið falin öðrum þ.m.t. umdæmisráði, dómstólum eða öðrum stjórnvöldum sbr. 2. mgr. 10.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Eftirtaldir starfsmenn fara með vald til fullnaðarafgreiðslu:
1. Félagsmálastjóri sem er forstöðumaður félagsþjónustu á hverjum tíma.
2. Yfirfélagsráðgjafi sem er framkvæmdarstjóri barnaverndar á hverjum tíma.

Samþykkt 9:0

2. gr.
Velferðar og mannréttindaráði er falið yfirstjórn barnaverndarþjónustunnar skv. 1. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Samþykkt 9:0

3. gr.
Endurupptaka mála.

Eftir að starfsmenn barnaverndarþjónustu sbr. tl. 1-2 í 2. mgr. 1. gr. viðauka þessa hafa tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt aðila, á aðili máls rétt á því að mál sé tekið fyrir að nýju ef ákvörðun hefur verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggt á atvikum sem hafa breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin. Endurupptaka er að jafnaði heimil innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina.

Aðili máls skal beina kröfu um endurupptöku máls til starfsmanna barnaverndarþjónustu sbr. tl. 1-2 í 2. mgr. 1. gr. viðauka þessa og skal sá starfsmaður sem ekki tók ákvörðunina fjalla um kröfuna.

Samþykkt 9:0

4. gr.
Birting ákvörðunar.

Við birtingu ákvörðunar skal kynnt að um fullnaðarafgreiðslu sé að ræða á grundvelli 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Að öðru leyti skal gætt að ákvæðum 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir framangreindar breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0

4.Umdæmisráð Landsbyggðar - kynning á samningi, viðauka og erindisbréfi valnefndar

2212008

Bæjarstjórn Akraness samþykkir skipan umdæmisráðs sem verður eftirfarandi:

Aðalmenn:
Ómar Örn Bjarnþórsson, lögfræðingur, formaður ráðsins
Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi
Katrín Jónsdóttir, sálfræðingur

Samþykkt 9:0

Varamenn:
Sigmundur Guðmundsson, lögfræðingur, varamaður formanns
Þóra Kemp, félagsráðgjafi
Eva Sjöfn Helgadóttir, sálfræðingur

Samþykkt 9:0

Bæjarsjórn Akraness samþykkir samning um rekstur umdæmisráðs en gert er ráð fyrir mögulegri endurskoðun fyrirkomulagsins fyrir árslok 2023.

Samþykkt 9:0

5.Samstarfsnefnd Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar

2211016

Samkomulag vegna kaupa á dróna til afnota fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 29. desember 2022 styrkveitingu til Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar til samræmis við fyrirliggjandi samkomulag um kaup á dróna en heildarkostnaðurinn er samtals kr. 1.700.000 og gert ráð fyrir samningsbundinni skiptingu kostnaðarins á milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar vegna búnaðarkaupa slökkviliðsins.

Bæjarráð samþykkti styrkveitingu til slökkviliðsins að fjárhæð kr. 1.134.580 vegna framangreinds sem færist á deild 07230-5946 og að ráðstöfuninni yrðu mætt af deild 20830-4280.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir ráðstöfunina.

Samþykkt 9:0

6.Reglur 2023 - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega

2212073

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. desember 2022 reglur Akraneskaupstaðar um afslátt af fasteignagjöldum eldri borgara og öryrkja á árinu 2023 og vísaði þeim til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir reglur um afslátt af fasteignagjöldum eldri borgara og öryrkja á árinu 2023.

Samþykkt 9:0

7.Fjárhagsáætlun Höfða 2022 - viðauki 1

2212065

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. desember 2022 viðauka nr. 1 frá Höfða við fjárhagsáætlun ársins 2022 en viðaukinn gerir ráð fyrir um 22,4 m.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu heimilisins.

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 26 þar sem gert er ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu ársins 2022 hjá Höfða um 22,4 m.kr. í stað neikvæðrar rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 14,6 m.kr.
Í þessu felst lægri rekstrarniðurstaða hjá samstæðu Akraneskausptaðar sem nemur þessari fjárhæð.

Bæjarráð vísaði viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2022. Viðaukinn er vegna viðauka nr. 1 hjá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili vegna fjárhagsáætlunar 2022 og felur í sér 7,8 m.kr. lakari rekstrarniðurstöðu en upphafleg áætlun heimilisins gerði ráð fyrir og því samsvarandi lakari rekstrarniðurstöðu hjá samstæðu Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0

8.Bjarg íbúðafélag - umsókn um stofnfr.lag 2020 - Asparskógar 3

2005140

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. desember 2022 samning Akraneskaupstaðar og Bjargs íbúðafélags hses. en samningurinn er í samræmi við þegar samþykktar skuldbindingar og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir samning Akraneskaupstaðar og Bjargs íbúðafélags hses. vegna stofnframlags Akraneskaupstaðar vegna uppbyggingar samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir.

Samþykkt 9:0

9.Flóttamenn - staða flóttafólks á Akranesi

2212095

Bæjarráð lagði til á fundi sínum þann 16. desember 2022 við bæjarstjórn að gengið yrði til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um þátttöku Akraneskaupstaðar í verkefninu.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gengið verði til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um þátttöku Akraneskaupstaðar í verkefninu.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness felur bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 9:0

10.Samþykkt um hænsnahald á Akranesi

2211193

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. desember 2022 fyrirliggjandi drög að samþykkt um hænsnahald á Akranesi með áorðnum breytingum í 1. gr. samþykktarinnar.

Bæjarráð fól sviðsstjóra að leita umsagnar hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands um hvort þörf sé á stjórnsýslulegri meðferð Heilbrigðisnefndar Vesturlands vegna breytinganna áður en samþykktin fari til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykkt um hænsnahald á Akranesi.

Samþykkt 9:0

11.Kjarasamningar - endurnýjað kjarasamningsumboð, samkomulag um launaupplýsingar og uppfært samkomulag um sameiginlega ábyrgð og mat á áhrifum á persónuvernd

2212104

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. desember 2022 að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Akraneskaupstaðar og fól bæjarstjóra að fylla út, undirrita og senda umboðið til sambandsins, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Akraness.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Akraneskaupstaðar og felur bæjarstjóra að fylla út, undirrita og senda umboðið til sambandsins,

Samþykkt 9:0

12.Fundargerðir 2022 - bæjarráð

2201002

3521. fundargerð bæjarráðs frá 16. desember 2022.
3522. fundargerð bæjarráðs frá 29. desember 2022.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2022 - velferðar- og mannréttindaráð

2201003

194. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 21. desember 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2022 - Faxaflóahafnir

2209115

223. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 23. september 2022.
224. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 12. október 2022.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2022 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2201057

916. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. desember 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:07.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00