Fara í efni  

Bæjarstjórn

1358. fundur 27. september 2022 kl. 17:00 - 17:21 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Málakerfi Akraneskaupstaðar 2022

2206178

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3506, þann 25. ágúst síðastliðinn, viðauka nr. 15, samtals að fjárhæð kr. 2.650.000 sem mætt yrði með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins og vísað til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Um er að ræða annars vegar fjármagn að fjárhæð kr. 2.350.000 sem fært yrði á deild 21670-4980, og varðar nýtt málakerfi, og hins vegar fjármagn að fjárhæð kr. 300.000 sem fært yrði á deild 21670-4992, og varðar rekstrarkostnað við 15 notendaleyfi í Workpoint.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 15, samtals að fjárhæð kr. 2.650.000, sem mætt verður með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins.

Samþykkt 9:0
Fylgiskjöl:

2.Eignasjóður 2022

2208164

Á fundi bæjarráðs nr. 3507, þann 8. september síðastliðinn, samþykkti bæjarráð viðauka nr. 19, samtals að fjárhæð kr. 30 milljónir króna, sem mætt yrði með auknum staðgreiðslutekjum (deild 00010 - 00020) og vísað til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Breytingin er tilkomin vegna aukinnna viðhaldsþarfa á stofnunum Akraneskaupstaðar tengt rakavandamálum en einnig kom upp aukin viðhaldsþörf í Brekkubæjarskóla (þak yfir sal, vatnstjón og brunavarnir).

Heildarumfang viðbótanna er samtals 70 milljónir króna en til lækkunar kemur fjárheimild að fjárhæð 40 millónir króna vegna fyrirhugaðra viðhaldsaðgerða á Stillholti 16-18 sem nú er orðið ljóst að munu tefjast til ársins 2023.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 19, samtals að fjárhæð kr. 30.000.000, sem mætt verður með auknum staðgreiðslutekjum.

Samþykkt 9:0

3.Fundargerðir 2022 - bæjarráð

2201002

3508. fundur bæjarráðs þann 15. september 2022.
Til máls tóku:
LÁS um dagskrárlið nr. 7.
LHS um dagskrárlið nr. 7.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2022 - skóla- og frístundaráð

2201004

199. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 21.sept 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2022 - velferðar- og mannréttindaráð

2201003

188. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 20. september 2022
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2022 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2203254

129. fundargerð stjórnar Höfða frá 11. ágúst 2022.
130. fundargerð stjórnar Höfða frá 22. ágúst 2022.
131. fundargerð stjórnar Höfða frá 5. september 2022.
Einnig eru lögð fram fylgigögn með fundargerðum.
Til máls tóku:
EBr um fundargerð nr. 131, dagskrárlið nr. 1) c).
LÁS um fundargerð nr. 131, dagskrárlið nr. 1) c).

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2022 - Faxaflóahafnir

2209115

222. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 26. ágúst 2022.
221. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 24. júní 2022.
220. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 20. maí 2022.
219. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 29. apríl 2022.
218. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 24. mars 2022.
217. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 18. mars 2022.
216. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 18. febrúar 2022.
215. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 21. janúar 2022.
214. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 14. janúar 2022.
213. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 17. desember 2021.
212. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 19. nóvember 2021.
211. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 27. október 2021.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2022 - Orkuveita Reykjavíkur

2203045

315. fundargerð stjórnar Orkuveitunnar frá 28. febrúar 2022
318. fundargerð stjórnar Orkuveitunnar frá 25. apríl 2022.
320. fundargerð stjórnar Orkuveitunnar frá 27. júní 2022.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:21.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00