Fara í efni  

Bæjarstjórn

1350. fundur 22. mars 2022 kl. 17:00 - 19:02 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Elsa Lára Arnardóttir 2. varaforseti
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Guðjón Viðar Guðjónsson varamaður
  • Carl Jóhann Gränz varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

Bæjarfulltrúinn ÓA tekur þátt í fundinum í fjarfundi og samþykkir fundargerðina í lok fundar með rafrænum hætti.

1.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi

2109218

Tillagan hefur á vinnslustigi verið kynnt á vettvangi aðildarsveitarfélaganna og hlotið meðferð í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana sbr. lög nr. 111/2021.

Í samræmi við framangreind ákvæði laga nr. 55/2003 er tillagan nú send til allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að áætluninni til formlegrar staðfestingar.

Tillagan er aðgengileg á vef samlausnar sbr. neðangreinda slóð:
www.samlausn.is

Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að svæðisáætlun Sorpurðunar Vesturlands hf, Sorpu bs., Sorpstöðvar Suðurlands bs. og Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. fyrir tímabilið 2022 - 2033, verði samþykkt.
Til máls tók: RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir sameiginlega svæðisáætlun Sorpurðunar Vesturlands hf., Sorpu bs., Sorpstöðvar Suðurlands bs. og Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. fyrir tímabilið 2022 - 2033.

Samþykkt 9:0

2.Deiliskipulag Flóahverfis - Breyting grænir iðngarðar

2109252

Breyting á deiliskipulagi Flóahverfis var auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 21. janúar til og með 8. mars 2022. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfissráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók. RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulag Flóahverfis, að tillagan verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

3.Aðalskipulag - Bárugata 15 breyting

2202115

Umsókn um breytingu á skipulagi Breiðarsvæðis, vegna Bárugötu 15. Fyrirhugað er að breyta núverandi húsi á Bárugötu 15 í fjölbýlishús með allt að 8 íbúðum. Meðfylgjandi er skipulagslýsing.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst með hefðbundnum hætti.
Til máls tóku:

Bæjarstjórn Akraness samþykkir auglýsingu skipulagslýsingar vegna Breiðarsvæðis vegna Bárugötu 15.

Samþykkt 9:0

4.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - Brák

2110005

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3494 þann 17. mars 2022 aðild Akraneskaupstaðar að húsnæðisjálfseignarstofnun á landsbyggðinni og stofnsamþykktir hennar.
Til máls tóku:
EBr, RÓ, ELA og VLJ úr stól forseta.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir þátttöku Akraneskaupstaðar sem stofnaðila að húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni og stofnframlag sem nemur kr. 50.000 vegna aðildarinnar.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir stofnsamþykktir húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni sem samkvæmt samþykktunum hefur hlotið nafngiftina Brák hses.

Samþykkt 9:0

5.Þjóðbraut 3 og 5 - fjármögnun 10 íbúða fyrir fatlaða

2201052

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3494 þann 17. mars 2022, heimild til bæjarstjóra til að ganga frá samkomulagi við Bestla Þróunarfélag, byggingaraðila Þjóðbrautar 3 og Þjóðbrautar 5, um kaup á samtals 10 íbúðum í mannvirkjunum, og að sækja um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna 9 af þessum 10 íbúðum.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir eftirfarandi:

1. Að veita bæjarstjóra heimid til að ganga frá samkomulagi við Bestla Þróunarfélag ehf./byggingaraðila mannvirkjanna að Þjóðbraut 3 og Þjóðbraut 5, um kaup á samtals 10 íbúðum í mannvirkjunum þar sem kaupverð hverrar íbúðar er 41,5 m.kr. eða samtals 415,0 m.kr. Skipting eignarhalds íbúðanna verði þannig að 9 íbúðir verði keyptar í nafni óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni (9X41,5 m.kr. = 373.5 m.kr.) en 1 íbúð (41,5 m.kr. verði í eigu Akraneskaupstaðar (íbúð til afnota fyrir starfsmenn sem sinna þjónustu við íbúa hinna 9 íbúðanna).

Samþykkt 9:0

2. Að veita bæjarstjóra heimild til að sækja um stofnframlag til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni þar sem heildarstofnvirði umsóknar verði samtals 373,5 m.kr. og stofnframlag Akraneskaupstaðar verði samtals kr. 70.920.000 (12% stofnframlag að fjárhæð kr. 44.820.000 og 7% viðbótarframlag að fjárhæð kr. 26.100.000). Stofnframlagið er veitt með fyrirvara um samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stofnframlag ríkisins, samtals að fjárhæð kr. 67.230.000, og gert er krafa um fulla endurgreiðslu stofnframlagsins (12% og 7%) til Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0

3. Heimild til skuldajöfnunar byggingarréttargjalda Besta Þróunarfélags ehf./uppbyggingaraðila mannvirkjanna að Þjóðbraut 3 og Þjóðbraut 5 þar sem miðað verði við byggingarvísitölu í desember 2021 sem var 159,3 stig.

Samþykk 9:0

4. Að veita bæjarstjóra heimild og felur honum jafnframt að undirrita alla nauðsynlega löggerninga og skjöl i tengslum við framangreint.

Samþykkt 9:0

5. Að Akraneskaupstaður falli frá veitingu stofnframlags Akraneskaupstaðar til Brynju Hússjóðs Örykjabandalagsins að fjárhæð 65,0 m.kr. vegna sömu íbúða að Þjóðbraut 3 og Þjóðbraut 5 í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar frá stjórn félagsins um að það sjái sér ekki fært að standa við fyrri áform sín.

Samþykkt 9:0

6.Stofnframlag - samstarf um uppbyggingu íbúða

2203085

Bæjarráð samþykkir á fundi sínum nr. nr. 3494 þann 17. mars 2022, stofnframlag að fjárhæð kr. 11,7 m.kr. á árinu 2022 til Brynju Hússjóðs Öryrkjabandalagsins (Leigufélag Brynju hses.) vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á tveimur íbúðum á Akranesi sem yrðu til afnota fyrir skjólstæðinga Akraneskaupstaðar.

Samþykki bæjarráðs er m.a. veitt með fyrirvara um samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á stofnframlagi ríkisins og gerð krafa um fulla endurgreiðslu stofnframlags Akraneskaupstaðar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita stofnframlag að fjárhæð 23,4 m.kr. á árunum 2022 og 2023 til Brynju Leigufélags hses (Brynju Hússjóðs Öryrkjabandalagsins) vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á húsnæði á Akranesi sem yrði til afnota fyrir skjólstæðinga Akraneskaupstaðar. Félagið áformar að kaupa tvær íbúðir árið 2022 og er áætlað heildarstofnvirði væntanlegrar umsóknar 97,5 mkr., stofnframlag Akraneskaupstaðar 11,7 m.kr, (12%) og stofnframlag Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um 17,6 m.kr. (18%).

Samþykki bæjarstjórnar Akraness er veitt með fyrirvara um samþykki HMS á stofnframlagi ríkisins og gerð er krafa um fulla endurgreiðslu stofnframlags Akraneskaupstaðar.

Samþykki bæjarstjórnar Akraness er einnig veitt með fyrirvara um að Brynja Hússjóður mæti brýnni húsnæðisþörf skjólstæðinga Akraneskaupstaðar sem viðræður hafa verið um undanfarið á milli hlutaðeigandi aðila.

Samþykki bæjarstjórnar vegna stofnframlags árið 2023 er endanlega háð samþykki fjárhagsáætlunar ársins 2023.

Samþykkt 9:0

7.Fundargerðir 2022 - bæjarráð

2201002

Fundargerð bæjarráðs nr. 3493 frá 10. mars 2022
Fundargerð bæjarráðs nr. 3494 frá 17. mars 2022
Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2022 - skóla- og frístundaráð

2201004

Fundargerð skóla- og frístundaráðs nr. 186 frá 15. mars 2022
Til máls tóku:
EBr, um dagskrárlið nr. 5.
BD um dagskrárlið nr. 5.
ELA um dagskrárlið nr. 5.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2022 - velferðar- og mannréttindaráð

2201003

Fundargerð velferðar og mannréttindaráðs nr. 177 frá 15. mars 2022
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2022 - skipulags- og umhverfisráð

2201005

Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs nr. 233 frá 14. mars 2022
Til máls tóku:
RÓ um dagskrárlið nr. 5.
RBS um dagskrárlið nr. 5.
RÓ um dagskrárlið nr. 5.
RBS um dagskrárlið nr. 5.
VLJ úr stóli forseta um dagskrárlið nr. 5.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2022 - Orkuveita Reykjavíkur

2203045

Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 313 frá 20. desember 2021
Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 314 frá 24. janúar 2022
Til máls tóku:
ÓA um fundargerð nr. 314, dagskrárlið nr. 7,
VLJ úr stóli forseta um fundargerð nr. 314, dagskrárlið nr. 7.
EBr um málefni Orkuveitu Reykjavíkur (OR) m.a. varðandi umræðu í samfélaginu um launakjör forstjóra OR.
ÓA um málefni OR, um launakjör forstjóra OR og varðandi fundargerð nr. 314, dagskrárlið nr. 7.
VLJ úr stóli forseta um málefni OR og launakjör forstjóra OR.
RÓ um launakjör forstjóra OR og framkvæmdastjóra móður- og dótturfyrirtækja.
GVG um launakjör forstjóra OR.
EBr um launakjör forstjóra OR.
VLJ úr stóli forseta um launakjör forstjóra OR.

Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:02.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00