Fara í efni  

Bæjarstjórn

1337. fundur 14. september 2021 kl. 17:00 - 18:13 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson 1. varaforseti
 • Elsa Lára Arnardóttir 2. varaforseti
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Bára Daðadóttir aðalmaður
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Guðjón Viðar Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Einar Brandsson, 1. varaforseti stýrir fundi í forföllum Valgarðs L. Jónsson forseta bæjarstjórnar Akraness.

Forseti býður fundarmenn velkoma til fundar.

Bára Daðadóttir bæjarfulltrúi, tekur þátt í fundinum í fjarfundi og samþykkir fundargerðina í lok fundar með rafrænum hætti.

1.Alþingiskosningar 2021

2108085

Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september næstkomandi og kjörfundur verður í íþróttahúsinu Jaðarsbökkum frá kl. 09:00 til 22:00.

Tillaga um gerð og frágang kjörskrár vegna Alþingiskosninga ásamt afgreiðslu launagreiðslna til kjörstjórna og annarra starfsmanna.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kjörskrá en alls eru 5.355 á kjörskrá, konur samtals 2.656 og karlar samtals 2.699.

Jafnframt veitir bæjarstjórn sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingskosninga í samræmi við VI. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði ákvörðun um greiðslur til yfirkjörstjórnar, undirkjörstjórna og annarra starfsmanna sem að kosningunum koma.

Samþykkt 9:0

2.Markaðsherferð fyrir Akraness

2006217

Markaðsherferð Akraness.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 26. ágúst síðastliðinn að veita fjármagni til markaðsherferðar á árinu 2021 sem nemur 9,5 m.kr. sem fært verður á deild 13020-4990 og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð samþykkti viðauka 26 vegna þessa sem færist á deild 13020-4990 að fjárhæð 9,5 m.kr., er mætt með lækkun á handbæru fé og vísaði viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Til máls tóku:
SFÞ og ELA.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 26, samtals að fjárhæð kr. 9,5 m.kr. sem færist á deild 13020-4990 og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Samþykkt 9:0

3.Þróunarfélag Grundartanga - starfsemi og fjármögnun 2021-2024

2107108

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 26. ágúst síðastliðinn viðbótarframlag til Þróunarfélags Grundartanga vegna ársins 2021 samtals að fjárhæð 15,0 m.kr. sem fært verður á 13660-5946 og er mætt með lækkun á handbæru fé. Fjármögnun verkefna vegna ársins 2022 var vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2022 en beiðni félagsins er um árlegt framlag sem nemur þessari fjárhæð til og með ársins 2024. Samþykki bæjarráðs var bundið því skilyrði að aðrir samstarfsaðilar reiði af hendi það fjármagn sem gert var ráð fyrir í áætlunum félagsins.

Bæjarráð samþykkti viðauka 27 vegna þessa og vísaði viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Til máls tóku:
ÓA og ELA.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 27, samtals að fjárhæð kr. 15,0 m.kr. sem færist á deild 13660-5946 og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Samþykkt 9:0

4.Stillholt 16-18 - viðgerðir á húsi 2021 og fundargerðir

2105162

Upplýsingar um framvindu á vettvangi eigenda.

Flutningur starfsfólks frá Stillholti og yfir á Dalbrautina.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 26. ágúst síðastliðinn viðbótarframlag að fjárhæð 14,1 m.kr. vegna fyrirhugaðra flutninga starfsfólks og starfsemi bæjarskrifstofa Akraness frá Stillholti 16-18 að Dalbraut 4 sem eru tilkomnir vegna loftgæðavandamála í húsnæðinu að Stillholti. Framlagið var fært á deild 31570 og mætt með lækkun handbæru fé.

Bæjarráð samþykkti viðauka 28 vegna þessa sem færist á deild 31570 að fjárhæð 14,1 m.kr., var mætt með lækkun á handbæru fé og vísaði viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Til máls tók: ELA.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 28, samtals að fjárhæð kr. 14,1 m.kr. sem færist á deild 31570 og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Samþykkt 9:0

5.Stuðningur til íþróttafélaga vegna áhrifa Covid 19 - þriðja úthlutun

2107455

Úthlutun Araneskaupstaðar til íþróttafélaga vegna áhrifa Covid-19.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 26. ágúst síðastliðinn viðbótarútgjöld að fjárhæð 5,5 m.kr. til Íþróttabandalags Akraness (ÍA) sem var þriðja úthlutun Akraneskaupstaðar vegna áhrifa Covid-19 á rekstur bandalagsins og einstaka aðildarfélaga þess en fyrri úthlutanir voru gerðar þann 14. apríl 2020, sbr. fund bæjarráðs nr. 3411 annars vegar og 17. desember 2020, sbr. fund bæjarráðs nr. 3444 hins vegar. Við úthlutunina þann 17. desember sl. var veitt samtals 10 m.kr. fjárframlagi til tiltekinna aðildarfélaga ÍA samkvæmt útreikningi sem byggði á framlagningu gagna af hálfu félaganna en ÍA fékk þá enga úthlutun og óskað bandalagið sérstaklega eftir því að aðildarfélögin yrðu sett í forgang en hugað yrði að fjárveitingu til bandalagsins síðar. Fjárveitingin til ÍA að fjárhæð 5,5 m.kr. var færð á deild 06750-5948 og mætt með lækkun á handbæru fé.

Þá var Knattspyrnufélaginu Kára veitt fjárframlag að fjárhæð kr. 300.000 en fyrir mistök féll fjárveiting til félagsins niður í úthlutun nr. 2 þrátt fyrir að félagið hafi skilað tilskildum gögnum og hafi, miðað við þær forsendur sem settar voru fram, átt að fá styrkveitingu. Beðist var velvirðingar á því. Fjárveiting vegna þessa var einnig færð á deild 06750-5948 og mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 29, samtals að fjárhæð kr. 5,8 m.kr. vegna þessa sem var færð á deild 06750-5948 og mætt með lækkun á handbæru fé og vísaði viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Til máls tók:
RÓ sem víkur af fundi undir þessu lið sem og við afgreiðslu dagskrárliðar nr.6.
Fundarmenn gera ekki athugasemdir við ákvörðun RÓ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 29, samtals að fjárhæð kr. 5,8 m.kr. sem færist á deild 06750-5948 og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Samþykkt 8:0

6.Framkvæmdaleyfi - Asbestlögn

2109043

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi þar sem fjarlægja á asbestlögn sem liggur frá vatnsbóli í Berjadal, að lýsingarhúsi "Ásar geislahús", skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir framkvæmdaleyfi sem miðar að því að fjarlægja eldri vatnslögn úr asbesti úr jörðu en lögnin liggur frá lokahúsi við vatnsból Akraness neðan Berjadals í Hvalfjarðarsveit að lýsingarhúsi Veitna við golfvöll Golfklúbbsins Leynis á Akranesi.

Samþykkt 8:0

RÓ tekur sæti á fundinum á ný.

7.Deiliskipulag Garðalundar-Lækjarbotnar - óveruleg breyting

2108193

Tillaga að breytingu á skipulagsmörkum deiliskipulags Garðalundar - Lækjarbotna og 5. áfanga Skógarhverfis.
Breyting felst í að skipulagsmörk skógræktarsvæðis sem er vestur með Akranesvegi við Einbúa, eru færð til samræmis við tillögu að deiliskipulagi 5. áfanga Skógahverfis og breytingu á aðalskipulagi Akranes 2005-2017.

Breytingin felur ekki í sér breytta landnotkun né hefur hún áhrif á útsýni né skuggavarp. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að litið verði á breytinguna sem óverulega sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að grenndarkynna breytingu á skipulagsmörkum deiliskipulags Garðalundar - Lækjarbotna og 5. áfanga Skógarhverfis, fyrir Skógræktarfélagi Akraness. Breytingin felst í að skipulagsmörk skógræktarsvæðisins eru færð til samræmis við tillögu að deiliskipulagi 5. áfanga Skógarhverfis og breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017.

Samþykkt 6:0, 3 sitja hjá (EBr/SMS/RÓ)

8.Deiliskipulag Skógarhverfis 4. áfangi - óveruleg breyting

2108192

Tillaga að óverulegri breytingu á skipulagsmörkum milli deiliskipulags Skógarhverfis 4. og 5. áfanga Skógarhverfis. Breyting felst í að norðurmörkum deiliskipulagsins er breytt og fellur undir nýtt deiliskipulag 5.áfanga Skógahverfis. Breytingin felur ekki í sér breytta landnotkun né hefur hún áhrif á útsýni né skuggavarp. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að litið verði á breytinguna sem óverulega sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða breytingu á skipulagsmörkum milli deiliskipulags Skógarhverfis 4. og 5. áfanga Skógarhverfis sem fellst í að norðurmörkum deiliskipulagsins er breytt þannig að lóðin/svæðið er fellt undan skipulagi 4. áfanga. Svæðið verður skipulagt með deiliskipulagi 5. áfanga Skógarhverfis og verður hluti þess skipulags. Breytingin felur því ekki í sér neinar breytingar gagnvart öðrum en lóðarhafa Asparskóga 5 þar sem tillagan gerir jafnframt ráð fyrir að innan þeirrar lóðar verði afmörkuð lóð fyrir spennistöð.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að grenndarkynna hina óverulegu breytingu fyrir lóðarhöfum að Asparskógum nr. 5 þegar gerð hefur verið grein fyrir byggingarmagni spennistöðvar og kvöðum um aðkomu vegna hennar.

Samþykkt 6:0, 3 sitja hjá (EBr/SMS/RÓ)

9.Fundargerðir 2021 - Bæjarráð

2101002

3467. fundargerð bæjarráðs frá 26. ágúst 2021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2021 - Skóla- og frístundaráð

2101004

169. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 31. ágúst 2021
170. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 6. september 2021
171. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 7. september 2021
Til máls tók:
BD um fundargerð nr. 169, dagskrárliður nr. 3.
BD um fundargerð nr. 170, dagskrárliður nr. 1.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2021 - Skipulags- og umhverfisráð

2101005

207. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 30. ágúst 2021
208. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 6. september 2021
209. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 6. september 2021
Til máls tóku:
RÓ um fund nr. 208, dagskrárlið nr. 1.
RBS um fund nr. 208, dagskrárlið nr. 1.
KHS um fund nr. 208, dagskrárlið nr. 1.
GVG um fund nr 208, dagskrárlið nr. 1.
RÓ um fund nr. 208, dagskrárlið nr. 1.
RBS um fund nr. 208, dagskrárlið nr. 1.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2021 - Orkuveita Reykjavíkur

2101009

307. fundargerð stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 28.06. 2021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2021 - Faxaflóahafnir

2101010

Fundargerð aðalfundar Faxaflóahafna frá 25. júní 2021.
207. fundargerð sstjórnar Faxaflóahafna frá 25. júní 2021.
208. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 20. ágúst 2021.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2021 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2101117

900. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. ágúst 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:13.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00